Fréttir

Kallas segir af sér vegna nýja starfsins

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, hefur sagt af sér en mun sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Kalls hefur verið útnefnd til að taka við sem næsti yfirmaður utanríkis- og öryggismála hjá Evrópusambandinu.

Erlent

Tekjur mestar í Vest­manna­eyjum og minnstar í Tjör­nes­hreppi

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir.

Innlent

Of lítið fjár­magn til við­halds hafi kostað manns­líf

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi.

Innlent

Katrínu tekið fagnandi á Wimbledon

Viðstaddir stóðu á fætur og klöppuðu Katrínu lof í lófa þegar prinsessan mætti á úrslitaviðureign Carlos Alcaraz og Novak Djokovic á Wimbledon í gær.

Erlent

„Ég ætti að vera dauður“

„Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“

Erlent

Á­stand hinna særðu sagt stöðugt

Tveir karlmenn, einn á sextugsaldri og annar á áttræðisaldri, voru fluttir á sjúkrahús alvarlega særðir eftir skotárásina á kosningafundi Donalds Trump í gær, þegar einn lést og árásarmaðurinn var skotinn til bana. Ástand mannanna tveggja er sagt stöðugt.

Erlent

Ungir menn sem veðja stjórn­laust hafi varann á

Um sjötíu prósent landsmanna hafa spilað fjárhættuspil síðastliðna tólf mánuði. Ungir karlmenn veðja mun meira á erlendum veðmálasíðum en áður. Sérfræðingur í spilafíkn segir þá sem spila á netinu vera líklegri til að þróa með sér spilafíkn en aðrir.

Innlent

Súldin í stutt sumar­frí

Íbúar höfuðborgarsvæðisins fá mögulega að varpa öndinni léttar á morgun því blíðviðri er spáð um land allt, eða hluta úr degi hið minnsta. 

Veður

„Það er allt búið að vera á floti hérna“

Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu.

Innlent

„Við viljum heim þar sem ástin sigrar“

„Ég hugsa nú til ykkar, mínir kæru Bandaríkjamenn. Við höfum alltaf verið sérstakt bandalag. Núna hriktir í grunnstoðum landsins okkar, en hugrekkið og skynsemin verða að rísa og sameina okkur á ný.“ Þetta eru upphafsorð yfirlýsingar sem Melania Trump gaf frá sér í dag, í kjölfar skotárásarinnar á eiginmann hennar Donald Trump. Þar sagði hún að mikilvægt væri að sýna fólki virðingu og að ástin væri ofar öllu.

Erlent

Á­rásin komi til með að auka stuðning við Trump

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, telur líklegt að morðtilræðið gegn Donald Trump í gærkvöldi komi til með að styrkja kosningabaráttu hans, að minnsta kosti til skemmri tíma.

Erlent

Leysingar hugsan­leg or­sök E.coli bakteríu

E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu.

Innlent

Bustarfellsdagurinn í glæsi­legum torf­bæ

Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar.

Innlent