Fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. Erlent 14.5.2024 22:59 Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Erlent 14.5.2024 22:22 1.715 börn fengið leikskólapláss Fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk föstudaginn síðastliðinn og höfðu þá foreldrar 1715 barna fengið boð og þegið vistum í borgarrekna leikskóla. Þá má áætla að sjálfstætt starfandi leikskólar bjóði um 350 börnum vistun frá og með hausti. Mörg þeirra barna eru einnig á biðlista fyrir borgarrekna leikskóla. Innlent 14.5.2024 21:32 Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. Innlent 14.5.2024 20:58 Vill sjá Latabæ birtast aftur í sjónvarpsstöðvum heims Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, hefur eignast sjónvarpsþættina heimsfrægu á ný ásamt vörumerki og hugverkaréttindum. Magnús segir þættina tímalausa og enn eiga erindi. Innlent 14.5.2024 20:04 Drengurinn er fundinn Drengurinn sem lýst var eftir í kvöld er fundinn heill á húfi. Innlent 14.5.2024 19:23 Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er fundinn heill á húfi. Innlent 14.5.2024 19:07 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. Innlent 14.5.2024 18:30 Koma á fót framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur Alþingi samþykkti í dag lagafrumvarp innviðaráðherra um sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar. Framkvæmdanefndin tekur formlega til starfa 1. júní næstkomandi þegar lögin taka gildi. Undirbúningur að starfi nefndarinnar er þegar hafinn og skipan hennar verður kynnt innan skamms. Innlent 14.5.2024 18:19 Vonleysi veðmálanna og eiginmanni vísað úr landi Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhuga að taka eigið líf. Vandamálið eigi bara eftir að stækka. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.5.2024 18:16 Þorir að veðja bjór á að hún verði áfram forsætisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins, segist myndu veðja bjór á það að hún verði áfram forsætisráðherra eftir sumarfrí ríkisstjórnarinnar. Erlent 14.5.2024 17:58 Álftin breyttist í dreka og rak hundinn upp úr með látum Ronja Auðunsdóttir ævintýrakona og söngkona lenti heldur betur í hasar þegar hún var úti að viðra son sinn og hund sem heitir Úlfur Tiro. Grimm álft réðist að hundinum sem slapp en við illan leik. Náttúran í öllu sínu veldi. Innlent 14.5.2024 17:09 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. Erlent 14.5.2024 15:42 Sóttu veikan mann á skemmtiferðaskip umkringt hafís Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug upp úr klukkan níu í morgun til aðstoðar farþega um borð í skemmtiferðaskipi við austurströnd Grænlands. Farþeginn hafði veikst skyndilega og óskaði læknir um borð eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar. Innlent 14.5.2024 15:31 Settur forstjóri skipaður forstjóri Óskar Jósefsson hefur verið skipaður nýr forstjóri Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseignir, FSRE. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipar Óskar en tuttugu manns sóttu um starfið. Innlent 14.5.2024 15:25 „Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. Innlent 14.5.2024 15:01 Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. Innlent 14.5.2024 14:43 Ævintýralandið Ísland séð úr háloftunum Enn er frekar snjóþungt á hálendinu þegar maí fer að vera hálfnaður. Ragnar Axelsson ljósmyndari, RAX, flaug yfir hálendið og myndaði úr háloftunum. Innlent 14.5.2024 14:40 Dæmdir fyrir ofbeldishrinu Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun. Innlent 14.5.2024 14:17 Drápu fangaverði og hjálpuðu fanga að strjúka Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán. Erlent 14.5.2024 14:10 Hefur áhyggjur af nýfæddum lömbum á Höfða Dýralæknir sem kannaði aðstæður á sauðfjárbúi í Borgarfirði sem MAST fylgist sérstaklega með segir aðbúnað nokkurra dýra þar óviðunandi. Hún gagnrýnir að slíkt eigi sér stað á sama tíma og stofnunin segist vera að sinna skyldum sínum í málinu. Innlent 14.5.2024 13:49 Uppflettingar í sjúkraskrá: Segir málinu alls ekki lokið Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konu sem kvartaði til Landlæknisembættisins og Persónuverndar vegna ólögmætra uppflettinga lækna í sjúkraskrá sinni, segir málinu hvergi nærri lokið. Innlent 14.5.2024 13:28 Ítrekar afsökunarbeiðni til vöggustofubarna og fjölskyldna þeirra Borgarstjóri ítrekar afsökunarbeiðni borgarstjórnar til barna og fjölskyldna þeirra sem sættu illri meðferð á vöggustofum í Reykjavík. Þá sé mikilvægt að Alþingi komi sér saman um lög um sanngirnisbætur til þeirra sem þar dvöldu. Innlent 14.5.2024 12:53 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. Erlent 14.5.2024 12:42 Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. Innlent 14.5.2024 12:24 Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. Innlent 14.5.2024 12:02 Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. Innlent 14.5.2024 12:00 Brottvísun hælisleitenda og dræm þátttaka í utankjörfundi Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður að þessu sinni fjallað um brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi sem framkvæmd var í nótt. Innlent 14.5.2024 11:36 Bein útsending: Má ég taka þátt... í lífinu? Má ég taka þátt... i lífinu? er yfirskrift hádegisfundar ÖBÍ réttingasamtaka þar sem fjallað verður um endurskoðun hjálpartækjahugtaksins. Fundurinn stendur frá klukkan 12 til 13:30 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. Innlent 14.5.2024 11:30 Vitni gefur ekki upp nafn vegna ótta við hefndaraðgerðir Maður, sem hefur stöðu brotaþola í sakamáli, þarf ekki að gefa upp nafn annars manns fyrir dómi. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Innlent 14.5.2024 11:23 « ‹ 295 296 297 298 299 300 301 302 303 … 334 ›
Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. Erlent 14.5.2024 22:59
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Erlent 14.5.2024 22:22
1.715 börn fengið leikskólapláss Fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk föstudaginn síðastliðinn og höfðu þá foreldrar 1715 barna fengið boð og þegið vistum í borgarrekna leikskóla. Þá má áætla að sjálfstætt starfandi leikskólar bjóði um 350 börnum vistun frá og með hausti. Mörg þeirra barna eru einnig á biðlista fyrir borgarrekna leikskóla. Innlent 14.5.2024 21:32
Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. Innlent 14.5.2024 20:58
Vill sjá Latabæ birtast aftur í sjónvarpsstöðvum heims Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, hefur eignast sjónvarpsþættina heimsfrægu á ný ásamt vörumerki og hugverkaréttindum. Magnús segir þættina tímalausa og enn eiga erindi. Innlent 14.5.2024 20:04
Drengurinn er fundinn Drengurinn sem lýst var eftir í kvöld er fundinn heill á húfi. Innlent 14.5.2024 19:23
Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er fundinn heill á húfi. Innlent 14.5.2024 19:07
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. Innlent 14.5.2024 18:30
Koma á fót framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur Alþingi samþykkti í dag lagafrumvarp innviðaráðherra um sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar. Framkvæmdanefndin tekur formlega til starfa 1. júní næstkomandi þegar lögin taka gildi. Undirbúningur að starfi nefndarinnar er þegar hafinn og skipan hennar verður kynnt innan skamms. Innlent 14.5.2024 18:19
Vonleysi veðmálanna og eiginmanni vísað úr landi Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhuga að taka eigið líf. Vandamálið eigi bara eftir að stækka. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.5.2024 18:16
Þorir að veðja bjór á að hún verði áfram forsætisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins, segist myndu veðja bjór á það að hún verði áfram forsætisráðherra eftir sumarfrí ríkisstjórnarinnar. Erlent 14.5.2024 17:58
Álftin breyttist í dreka og rak hundinn upp úr með látum Ronja Auðunsdóttir ævintýrakona og söngkona lenti heldur betur í hasar þegar hún var úti að viðra son sinn og hund sem heitir Úlfur Tiro. Grimm álft réðist að hundinum sem slapp en við illan leik. Náttúran í öllu sínu veldi. Innlent 14.5.2024 17:09
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. Erlent 14.5.2024 15:42
Sóttu veikan mann á skemmtiferðaskip umkringt hafís Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug upp úr klukkan níu í morgun til aðstoðar farþega um borð í skemmtiferðaskipi við austurströnd Grænlands. Farþeginn hafði veikst skyndilega og óskaði læknir um borð eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar. Innlent 14.5.2024 15:31
Settur forstjóri skipaður forstjóri Óskar Jósefsson hefur verið skipaður nýr forstjóri Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseignir, FSRE. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipar Óskar en tuttugu manns sóttu um starfið. Innlent 14.5.2024 15:25
„Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. Innlent 14.5.2024 15:01
Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. Innlent 14.5.2024 14:43
Ævintýralandið Ísland séð úr háloftunum Enn er frekar snjóþungt á hálendinu þegar maí fer að vera hálfnaður. Ragnar Axelsson ljósmyndari, RAX, flaug yfir hálendið og myndaði úr háloftunum. Innlent 14.5.2024 14:40
Dæmdir fyrir ofbeldishrinu Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun. Innlent 14.5.2024 14:17
Drápu fangaverði og hjálpuðu fanga að strjúka Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán. Erlent 14.5.2024 14:10
Hefur áhyggjur af nýfæddum lömbum á Höfða Dýralæknir sem kannaði aðstæður á sauðfjárbúi í Borgarfirði sem MAST fylgist sérstaklega með segir aðbúnað nokkurra dýra þar óviðunandi. Hún gagnrýnir að slíkt eigi sér stað á sama tíma og stofnunin segist vera að sinna skyldum sínum í málinu. Innlent 14.5.2024 13:49
Uppflettingar í sjúkraskrá: Segir málinu alls ekki lokið Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konu sem kvartaði til Landlæknisembættisins og Persónuverndar vegna ólögmætra uppflettinga lækna í sjúkraskrá sinni, segir málinu hvergi nærri lokið. Innlent 14.5.2024 13:28
Ítrekar afsökunarbeiðni til vöggustofubarna og fjölskyldna þeirra Borgarstjóri ítrekar afsökunarbeiðni borgarstjórnar til barna og fjölskyldna þeirra sem sættu illri meðferð á vöggustofum í Reykjavík. Þá sé mikilvægt að Alþingi komi sér saman um lög um sanngirnisbætur til þeirra sem þar dvöldu. Innlent 14.5.2024 12:53
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. Erlent 14.5.2024 12:42
Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. Innlent 14.5.2024 12:24
Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. Innlent 14.5.2024 12:02
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. Innlent 14.5.2024 12:00
Brottvísun hælisleitenda og dræm þátttaka í utankjörfundi Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður að þessu sinni fjallað um brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi sem framkvæmd var í nótt. Innlent 14.5.2024 11:36
Bein útsending: Má ég taka þátt... í lífinu? Má ég taka þátt... i lífinu? er yfirskrift hádegisfundar ÖBÍ réttingasamtaka þar sem fjallað verður um endurskoðun hjálpartækjahugtaksins. Fundurinn stendur frá klukkan 12 til 13:30 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. Innlent 14.5.2024 11:30
Vitni gefur ekki upp nafn vegna ótta við hefndaraðgerðir Maður, sem hefur stöðu brotaþola í sakamáli, þarf ekki að gefa upp nafn annars manns fyrir dómi. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Innlent 14.5.2024 11:23