Fréttir Eldgosinu lokið, meintur fjárdráttur og manndrápsrannsókn Eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er lokið. Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er. Innlent 9.5.2024 11:47 Eldvörp líkleg næst Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent 9.5.2024 11:35 Rannsókn vegna meints manndráps í Kiðjabergi miðar vel Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabregi 20. apríl miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Gæsluvarðhald yfir tveimur litháískum karlmönnum rennur út á morgun og verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort farið verði fram á að það verði framlengt. Innlent 9.5.2024 10:56 Samanburður við lóðamál olíufélaganna eins „fjarri sannleikanum og hægt er“ Forsvarsmenn bílaumboðsins Heklu segja samanburð lóðamála olíufélaganna við svokallaðan Heklureit við Laugaveg, í Kastljósþætti sem sýndur var á RÚV á mánudag, eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara. Reiturinn hafi með ósanngjörnum hætti verið tengdur við málið í þættinum. Innlent 9.5.2024 10:19 Lýsa hræðilegu ofbeldi fyrir sjóslys þar sem tugir létu lífið Embættismenn og sjómenn frá Indónesíu björguðu í mars 75 manns frá fiskiskipi sem hafði hvolft undan ströndum ríkisins. Aðrir 67 farþegar og þar á meðal 28 börn, dóu þegar skipið hvolfdi en um borð voru Róhingjar á flótta frá Mjanmar. Erlent 9.5.2024 10:00 Guðríður Hrund skipuð skólameistari MK Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi til fimm ára frá 1. ágúst 2024. Guðríður sótti ein um embættið. Innlent 9.5.2024 08:40 Eldgosinu lokið eftir 54 daga Eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina sem hófst þann 16. mars er nú lokið. Sérfræðingar Almannavarna flugu dróna yfir gosstöðvarnar við Sundhnúk í gærkvöldi og þá var enga virkni að sjá í gígnum. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi og líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. Innlent 9.5.2024 08:15 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. Erlent 9.5.2024 08:02 Léttskýjað í dag en von á nýrri lægð á morgun Í dag er hæð suðaustur af landinu sem er á leið austur. Það er því hægviðri á sunnanverðu landinu í dag en suðvestan 5 til 13 metrar á sekúndu bæði norðan- og norðvestanlands. Hvassast er á annesjum er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 9.5.2024 07:18 Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. Innlent 9.5.2024 07:01 Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. Innlent 8.5.2024 23:40 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. Innlent 8.5.2024 22:33 Reykjavík lækkar gjaldskrár vegna þjónustu við barnafjölskyldur Gjaldskrár Reykjavíkurborgar vegna þjónustu við börn og barnafjölskyldur verða lækkaðar að jafnaði um tvö prósent frá og með fyrsta júní næstkomandi. Hækkanir frá síðustu áramótum verði dregnar til baka. Aðgerðin er liður í að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Innlent 8.5.2024 21:49 Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. Innlent 8.5.2024 21:48 Margt bendi til þess að gosinu sé lokið Margt bendir nú til þess að eldgosinu við Sundhnúka sé lokið. Þetta kemur fram í pistli frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook. Gosórói hafi fallið stöðugt frá því snemma í morgun. Innlent 8.5.2024 20:23 María Sigrún birtir tölvupósta Dags „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. Innlent 8.5.2024 19:37 „Á endanum snýst þetta allt um peninga“ Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi. Innlent 8.5.2024 19:33 Sækja veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft fyrir skömmu til þess að sækja veikan sjómann. Sjómaðurinn er á fiskiskipi suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi. Innlent 8.5.2024 19:03 Eldur í iðnaðarhúsnæði á Höfða Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík fyrir skömmu. Mikill eldsmatur var í húsinu en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 8.5.2024 18:50 Efstar með ómarktækan mun á milli sín Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Katrín Jakobsdóttir kemur á hæla henni, en ómarktækur munur er á þeim tveimur. Þar á eftir koma Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr, en marktækur munur er á stuðningi við Katrínu og Baldur annars vegar og við Baldur og Jón hins vegar. Innlent 8.5.2024 18:34 Ný könnun, stýrivextir og umdeildasta sjónvarp landsins Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla séu helstu ástæður þess að vextir séu ekki lækkaðir. Innlent 8.5.2024 18:23 Fjögurra bíla árekstur efst í Ártúnsbrekku Fjögurra bíla árekstur varð síðdegis í dag efst í Ártúnsbrekku á Miklubraut. Eitthvað tjón varð á bifreiðum, en draga þurfti tvær þeirra af vettvangi. Lítil sem engin slys urðu á fólki. Innlent 8.5.2024 17:45 Grænlendingar segja sig úr Norðurlandaráði Grænlendingar hafa sagt sig úr Norðurlandaráði í mótmælaskyni við það sem forsætisráðherrann kallar mismunun meðlima ráðsins. Erlent 8.5.2024 17:03 Björn Leví segir Harald hafa fundið skálkaskjól í orðum Bjarna Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu spurði Björn Leví Gunnarsson Pírati Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvernig honum liði með að bera óbeint ábyrgð á gjafagjörningi Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra. Innlent 8.5.2024 16:45 Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. Innlent 8.5.2024 16:37 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. Innlent 8.5.2024 16:07 Ákvörðun Seðlabankans sé óskiljanleg Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir. Innlent 8.5.2024 15:57 „Ríkisfjármálin eru í ruglinu“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur? Innlent 8.5.2024 15:55 Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Erlent 8.5.2024 15:54 Atvinnubílstjórar sýni minnstu tillitssemina Verkstjórar hjá Vegagerðinni og ÍAV segja atvinnubílstjóra vera almennt ótillitsamari en aðrir þegar ekið er fram hjá framkvæmdasvæði. Það eru þá rútubílstjórar, strætóbílstjórar, vörubílstjórar og aðrir. Innlent 8.5.2024 15:13 « ‹ 299 300 301 302 303 304 305 306 307 … 334 ›
Eldgosinu lokið, meintur fjárdráttur og manndrápsrannsókn Eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er lokið. Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er. Innlent 9.5.2024 11:47
Eldvörp líkleg næst Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent 9.5.2024 11:35
Rannsókn vegna meints manndráps í Kiðjabergi miðar vel Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabregi 20. apríl miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Gæsluvarðhald yfir tveimur litháískum karlmönnum rennur út á morgun og verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort farið verði fram á að það verði framlengt. Innlent 9.5.2024 10:56
Samanburður við lóðamál olíufélaganna eins „fjarri sannleikanum og hægt er“ Forsvarsmenn bílaumboðsins Heklu segja samanburð lóðamála olíufélaganna við svokallaðan Heklureit við Laugaveg, í Kastljósþætti sem sýndur var á RÚV á mánudag, eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara. Reiturinn hafi með ósanngjörnum hætti verið tengdur við málið í þættinum. Innlent 9.5.2024 10:19
Lýsa hræðilegu ofbeldi fyrir sjóslys þar sem tugir létu lífið Embættismenn og sjómenn frá Indónesíu björguðu í mars 75 manns frá fiskiskipi sem hafði hvolft undan ströndum ríkisins. Aðrir 67 farþegar og þar á meðal 28 börn, dóu þegar skipið hvolfdi en um borð voru Róhingjar á flótta frá Mjanmar. Erlent 9.5.2024 10:00
Guðríður Hrund skipuð skólameistari MK Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi til fimm ára frá 1. ágúst 2024. Guðríður sótti ein um embættið. Innlent 9.5.2024 08:40
Eldgosinu lokið eftir 54 daga Eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina sem hófst þann 16. mars er nú lokið. Sérfræðingar Almannavarna flugu dróna yfir gosstöðvarnar við Sundhnúk í gærkvöldi og þá var enga virkni að sjá í gígnum. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi og líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. Innlent 9.5.2024 08:15
Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. Erlent 9.5.2024 08:02
Léttskýjað í dag en von á nýrri lægð á morgun Í dag er hæð suðaustur af landinu sem er á leið austur. Það er því hægviðri á sunnanverðu landinu í dag en suðvestan 5 til 13 metrar á sekúndu bæði norðan- og norðvestanlands. Hvassast er á annesjum er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 9.5.2024 07:18
Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. Innlent 9.5.2024 07:01
Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. Innlent 8.5.2024 23:40
Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. Innlent 8.5.2024 22:33
Reykjavík lækkar gjaldskrár vegna þjónustu við barnafjölskyldur Gjaldskrár Reykjavíkurborgar vegna þjónustu við börn og barnafjölskyldur verða lækkaðar að jafnaði um tvö prósent frá og með fyrsta júní næstkomandi. Hækkanir frá síðustu áramótum verði dregnar til baka. Aðgerðin er liður í að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Innlent 8.5.2024 21:49
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. Innlent 8.5.2024 21:48
Margt bendi til þess að gosinu sé lokið Margt bendir nú til þess að eldgosinu við Sundhnúka sé lokið. Þetta kemur fram í pistli frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook. Gosórói hafi fallið stöðugt frá því snemma í morgun. Innlent 8.5.2024 20:23
María Sigrún birtir tölvupósta Dags „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. Innlent 8.5.2024 19:37
„Á endanum snýst þetta allt um peninga“ Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi. Innlent 8.5.2024 19:33
Sækja veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft fyrir skömmu til þess að sækja veikan sjómann. Sjómaðurinn er á fiskiskipi suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi. Innlent 8.5.2024 19:03
Eldur í iðnaðarhúsnæði á Höfða Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík fyrir skömmu. Mikill eldsmatur var í húsinu en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 8.5.2024 18:50
Efstar með ómarktækan mun á milli sín Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Katrín Jakobsdóttir kemur á hæla henni, en ómarktækur munur er á þeim tveimur. Þar á eftir koma Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr, en marktækur munur er á stuðningi við Katrínu og Baldur annars vegar og við Baldur og Jón hins vegar. Innlent 8.5.2024 18:34
Ný könnun, stýrivextir og umdeildasta sjónvarp landsins Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla séu helstu ástæður þess að vextir séu ekki lækkaðir. Innlent 8.5.2024 18:23
Fjögurra bíla árekstur efst í Ártúnsbrekku Fjögurra bíla árekstur varð síðdegis í dag efst í Ártúnsbrekku á Miklubraut. Eitthvað tjón varð á bifreiðum, en draga þurfti tvær þeirra af vettvangi. Lítil sem engin slys urðu á fólki. Innlent 8.5.2024 17:45
Grænlendingar segja sig úr Norðurlandaráði Grænlendingar hafa sagt sig úr Norðurlandaráði í mótmælaskyni við það sem forsætisráðherrann kallar mismunun meðlima ráðsins. Erlent 8.5.2024 17:03
Björn Leví segir Harald hafa fundið skálkaskjól í orðum Bjarna Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu spurði Björn Leví Gunnarsson Pírati Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvernig honum liði með að bera óbeint ábyrgð á gjafagjörningi Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra. Innlent 8.5.2024 16:45
Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. Innlent 8.5.2024 16:37
„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. Innlent 8.5.2024 16:07
Ákvörðun Seðlabankans sé óskiljanleg Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir. Innlent 8.5.2024 15:57
„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur? Innlent 8.5.2024 15:55
Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Erlent 8.5.2024 15:54
Atvinnubílstjórar sýni minnstu tillitssemina Verkstjórar hjá Vegagerðinni og ÍAV segja atvinnubílstjóra vera almennt ótillitsamari en aðrir þegar ekið er fram hjá framkvæmdasvæði. Það eru þá rútubílstjórar, strætóbílstjórar, vörubílstjórar og aðrir. Innlent 8.5.2024 15:13