Fréttir

Musk sakaður um að heilsa „að nas­istasið“

Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. 

Erlent

Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði.

Innlent

Styðja sér­lög um Hvammsvirkjun

Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum.

Innlent

Land­spítalinn vill lóð sem borgin planar undir í­búða­byggð

Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar.

Innlent

Virkjanaleyfið fyrir Hæsta­rétt og inn­setning Trumps

Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Hæstiréttur taki fyrir dóm héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Í kvöldfréttum verður rætt við forstjóra Landsvirkjunar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Þá ræðir nýr orku- og umhverfisráðherra málið í beinni útsendingu.

Innlent

Fjöldi heimila enn án raf­magns

Enn er unnið að bilanaleit og viðgerðum á Austurlandi vegna viðamikils rafmagnsleysis. Rafmagnslausum viðskiptavinum RARIK á Austfjörðum fer fækkandi en þó eru enn 39 heimili án rafmagns.

Innlent

Gríms­vatna­hlaupi lokið

Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um tíu dögum, lokið.

Innlent

Halla að­stoðar Loga

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn.

Innlent

Sam­þykktu verk­fall með yfir­burðum

Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar.

Innlent

Vopna­hlé skref í rétta átt en varan­legur friður ekki í sjón­máli

Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli.

Erlent