Fréttir Íbúar kalla eftir úrbótum á hættulegum gatnamótum við Sæbraut Íbúar í Vogabyggð lýsa yfir miklum áhyggjum af gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, þar sem banaslys varð í nótt er ekið var á gangandi vegfaranda, og krefjast úrbóta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt verður við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Innlent 29.9.2024 18:02 Tvö innbrot í verslanir í dag Tvö innbrot voru framin í verslanir í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 29.9.2024 17:56 Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. Erlent 29.9.2024 16:57 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. Erlent 29.9.2024 16:20 „Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. Innlent 29.9.2024 15:53 „Þetta er eiginlega bankahrun karlmennskunnar“ „Mér fannst ég þurfa gera eitthvað til að vinna úr þessu. Ég hef nú ekki enn þá, síðan að bókin kom út, hitt einhvern karlmann sem ekki þykist vera ringlaður. Það voru alls konar skilaboð sem við karlmenn fengum, misvísandi eins og gengur. Við áttum eftir að vinna úr þessu, karlmenn sem hópur.“ Innlent 29.9.2024 15:42 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Erlent 29.9.2024 14:18 Bæjarstjórinn óttast ekki fólksflótta úr Árborg Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda. Innlent 29.9.2024 14:08 Kveðst tilbúinn í kosningar þegar „þessi ríkisstjórn springur loksins“ Arnar Þór Jónsson vill aukið beint lýðræði, efla öryggi landsmanna og tryggja frelsi einstaklingsins með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann kveðst hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks sem sumt hafi reynslu úr öðrum stjórnmálaflokkum og stefnan sé sett á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Innlent 29.9.2024 13:40 „Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Innlent 29.9.2024 12:32 Maðurinn sem var stunginn enn á sjúkrahúsi Maðurinn sem leitaði á bráðamóttöku í gær eftir að hafa verið stunginn í brjóstkassa er enn á sjúkrahúsi. Að öðru leyti liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins en málið er í rannsókn. Innlent 29.9.2024 12:16 Fólk stekkur á milli húsþaka til að komast lífs af Að minnsta kosti 120 manns eru látnir í Nepal síðan á föstudaginn eftir gífurlega úrkomu sem kom af stað flóðum og skriðuföllum þar í landi. Fjöl margra er enn saknað. Erlent 29.9.2024 11:49 Banaslys á Sæbraut og stofnun nýs stjórnmálaflokks Banaslys varð á Sæbraut í Reykjavík í nótt þegar fólksbíl var ekið á gangandi vegfaranda, sem var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögregla segir framkomu annarra vegfarenda, sem hafi reynt að troðast í gegnum vegalokanir, dapurlega. Innlent 29.9.2024 11:36 Vegfarandinn er látinn Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Innlent 29.9.2024 10:56 Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem hefur fengið nafnið Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt. Í tilkynningu segir að markmið hans sé að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar. Innlent 29.9.2024 10:38 Átta ára drengur skotinn í höfuð og andlit Átta ára drengur var skotinn í höfuð og andlit á bændabýli í Kumbaralandi í Englandi í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús með sjúkraflugi en hann lést af sárum sínum í nótt. Erlent 29.9.2024 10:31 Staða karlmennskunnar, kosningavetur og átök í Mið-Austurlöndum Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 29.9.2024 10:04 Talaði fyrir „tveggja ríkja lausn“ á allsherjarþingi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra steig í ræðustól og flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hún ítrekaði í ræðu sinni að virðing fyrir alþjóðalögum væri grundvöllur friðar. Innlent 29.9.2024 09:01 Fimmtán látnir í nýjustu árásum Ísraelshers Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás. Erlent 29.9.2024 08:28 Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Innlent 29.9.2024 08:02 Hlaupið í rénun en gasmengun gæti verið á svæðinu Jökulhlaupið sem hófst í Skálm í gær er í rénum. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi . Innlent 29.9.2024 07:46 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. Innlent 29.9.2024 07:37 Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða. Innlent 29.9.2024 07:36 Maður stunginn í brjóstkassann í nótt Maður leitaði til bráðamóttöku í nótt eftir að hann hafði verið stunginn í brjóstkassa. Ekki liggur fyrir hvaða vopni var beitt en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Innlent 29.9.2024 07:21 Segir Harris veika á geði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin. Erlent 29.9.2024 00:07 „Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. Innlent 28.9.2024 21:31 Ótrúlegt myndband af gæsaflokki á flugi Fransisco Snær Hugason náði myndbandi af tilkomumiklu sjónarspili þegar stór hópur grágæsa flaug yfir Hrafnagil í kvöld. Hann segist aldrei hafa séð svona áður. Innlent 28.9.2024 21:06 Lítið jökulhlaup hafið í Skálm Lítið jökulhlaup er hafið í Skálm. Rafleiðni mælist um 263 µS/cm. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið sé mikið minna en hlaupið sem olli skemmdum á Þjóðveginum í sumar. Innlent 28.9.2024 20:19 Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. Erlent 28.9.2024 19:52 Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Innlent 28.9.2024 19:35 « ‹ 55 56 57 58 59 60 61 62 63 … 334 ›
Íbúar kalla eftir úrbótum á hættulegum gatnamótum við Sæbraut Íbúar í Vogabyggð lýsa yfir miklum áhyggjum af gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, þar sem banaslys varð í nótt er ekið var á gangandi vegfaranda, og krefjast úrbóta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt verður við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Innlent 29.9.2024 18:02
Tvö innbrot í verslanir í dag Tvö innbrot voru framin í verslanir í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 29.9.2024 17:56
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. Erlent 29.9.2024 16:57
Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. Erlent 29.9.2024 16:20
„Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. Innlent 29.9.2024 15:53
„Þetta er eiginlega bankahrun karlmennskunnar“ „Mér fannst ég þurfa gera eitthvað til að vinna úr þessu. Ég hef nú ekki enn þá, síðan að bókin kom út, hitt einhvern karlmann sem ekki þykist vera ringlaður. Það voru alls konar skilaboð sem við karlmenn fengum, misvísandi eins og gengur. Við áttum eftir að vinna úr þessu, karlmenn sem hópur.“ Innlent 29.9.2024 15:42
Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Erlent 29.9.2024 14:18
Bæjarstjórinn óttast ekki fólksflótta úr Árborg Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda. Innlent 29.9.2024 14:08
Kveðst tilbúinn í kosningar þegar „þessi ríkisstjórn springur loksins“ Arnar Þór Jónsson vill aukið beint lýðræði, efla öryggi landsmanna og tryggja frelsi einstaklingsins með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann kveðst hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks sem sumt hafi reynslu úr öðrum stjórnmálaflokkum og stefnan sé sett á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Innlent 29.9.2024 13:40
„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Innlent 29.9.2024 12:32
Maðurinn sem var stunginn enn á sjúkrahúsi Maðurinn sem leitaði á bráðamóttöku í gær eftir að hafa verið stunginn í brjóstkassa er enn á sjúkrahúsi. Að öðru leyti liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins en málið er í rannsókn. Innlent 29.9.2024 12:16
Fólk stekkur á milli húsþaka til að komast lífs af Að minnsta kosti 120 manns eru látnir í Nepal síðan á föstudaginn eftir gífurlega úrkomu sem kom af stað flóðum og skriðuföllum þar í landi. Fjöl margra er enn saknað. Erlent 29.9.2024 11:49
Banaslys á Sæbraut og stofnun nýs stjórnmálaflokks Banaslys varð á Sæbraut í Reykjavík í nótt þegar fólksbíl var ekið á gangandi vegfaranda, sem var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögregla segir framkomu annarra vegfarenda, sem hafi reynt að troðast í gegnum vegalokanir, dapurlega. Innlent 29.9.2024 11:36
Vegfarandinn er látinn Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Innlent 29.9.2024 10:56
Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem hefur fengið nafnið Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt. Í tilkynningu segir að markmið hans sé að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar. Innlent 29.9.2024 10:38
Átta ára drengur skotinn í höfuð og andlit Átta ára drengur var skotinn í höfuð og andlit á bændabýli í Kumbaralandi í Englandi í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús með sjúkraflugi en hann lést af sárum sínum í nótt. Erlent 29.9.2024 10:31
Staða karlmennskunnar, kosningavetur og átök í Mið-Austurlöndum Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 29.9.2024 10:04
Talaði fyrir „tveggja ríkja lausn“ á allsherjarþingi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra steig í ræðustól og flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hún ítrekaði í ræðu sinni að virðing fyrir alþjóðalögum væri grundvöllur friðar. Innlent 29.9.2024 09:01
Fimmtán látnir í nýjustu árásum Ísraelshers Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás. Erlent 29.9.2024 08:28
Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Innlent 29.9.2024 08:02
Hlaupið í rénun en gasmengun gæti verið á svæðinu Jökulhlaupið sem hófst í Skálm í gær er í rénum. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi . Innlent 29.9.2024 07:46
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. Innlent 29.9.2024 07:37
Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða. Innlent 29.9.2024 07:36
Maður stunginn í brjóstkassann í nótt Maður leitaði til bráðamóttöku í nótt eftir að hann hafði verið stunginn í brjóstkassa. Ekki liggur fyrir hvaða vopni var beitt en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Innlent 29.9.2024 07:21
Segir Harris veika á geði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin. Erlent 29.9.2024 00:07
„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. Innlent 28.9.2024 21:31
Ótrúlegt myndband af gæsaflokki á flugi Fransisco Snær Hugason náði myndbandi af tilkomumiklu sjónarspili þegar stór hópur grágæsa flaug yfir Hrafnagil í kvöld. Hann segist aldrei hafa séð svona áður. Innlent 28.9.2024 21:06
Lítið jökulhlaup hafið í Skálm Lítið jökulhlaup er hafið í Skálm. Rafleiðni mælist um 263 µS/cm. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið sé mikið minna en hlaupið sem olli skemmdum á Þjóðveginum í sumar. Innlent 28.9.2024 20:19
Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. Erlent 28.9.2024 19:52
Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Innlent 28.9.2024 19:35