Fréttir „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. Innlent 20.10.2025 06:47 Rigning eða slydda suðvestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, strekkingi nokkuð víða og hvassast á Vestfjörðum. Veður 20.10.2025 06:42 Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins. Erlent 20.10.2025 06:27 Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði komið sér fyrir í varðskipinu Þór sem lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Innlent 20.10.2025 06:04 Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu. Innlent 19.10.2025 23:05 Verkfall flugumferðarstjóra hafið Verkfall flugumferðarstjóra er nú hafið og stendur fyrsta lota þess til klukkan þrjú í nótt. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir miður að staðan sé þessi. Hann vonast til þess að hægt verði að semja í vikunni og á von á því að boðað verði til fundar á morgun eða hinn. Hann sé tilbúinn til að funda verði það gert. Innlent 19.10.2025 22:03 Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Innlent 19.10.2025 21:18 Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum hinsegin fólks segir að mikið bakslag hafi orðið í málaflokknum um allan heim eftir að Bandaríkjaforseti dró úr stuðningi. Hætta sé á að fleiri hinsegin einstaklingar muni láta lífið en áður vegna vaxandi ofsókna. Mikilvægt sé að rödd Íslands heyrist í baráttunni. Innlent 19.10.2025 20:30 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Ingveldur Valdimarsdóttir í vesturbæ Reykjavíkur kallar ekki allt ömmu sína þrátt fyrir að vera orðin 105 ára gömul því hún býr ein í sinni íbúð á 10 hæð í blokk og sér alveg um sig sjálf. Hún spilar boccia nokkrum sinnum í viku og besti matur, sem hún fær er nýr fiskur. Magnús Hlynur heimsótti Ingveldi. Innlent 19.10.2025 20:06 Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að kennarar hafi þurft að leita læknisaðstoðar og einn starfsmaður hafi sagt upp störfum innan við viku frá því hann byrjaði vegna daglegra barsmíða. Innlent 19.10.2025 18:56 Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að þeir hafi þurft að leita læknisaðstoðar. Flugumferðastjórar leggja að óbreyttu niður störf í fimm klukkustundir í kvöld. Ríkissáttasemjari segir deiluna í hnút. Innlent 19.10.2025 18:21 Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við að vísa fólki út af hótelherbergi í hverfi 105 í dag. Í dagbók lögreglu segir að fólkið hafi haldið vöku fyrir öðrum gestum hótelsins með partý. Fram kemur að fólkið hafi yfirgefið hótelið án nokkurra vandræða. Innlent 19.10.2025 17:20 Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Búið er að finna tvo skartgripi sem var stolið úr Louvre í París í morgun. Alls voru níu hlutir teknir en þjófanir komust á brott með átta þeirra. Málið er til rannsóknar. Erlent 19.10.2025 16:55 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum. Innlent 19.10.2025 16:32 Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Í kjölfar gríðarstórra mótmæla í Bandaríkjunum birti Bandaríkjaforseti gervigreindarmyndband þar sem hann sést með kórónu á höfði að fljúga herþotu sem skýtur hægðum á mótmælendur. Ekki er þetta fyrsta gervigreindarmyndbandið af þessu tagi sem forsetinn birtir. Erlent 19.10.2025 15:53 „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt. Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn,“ skrifar móðir sautján ára drengs sem lést í eldsvoðanum á Stuðlum fyrir ári síðan. Innlent 19.10.2025 13:52 „Málið er fast“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist opinn fyrir öllum hugmyndum sem væru til þess að leysa deilu flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir flókið hvert næsta skref eigi að vera. Innlent 19.10.2025 13:19 Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi. Innlent 19.10.2025 13:04 „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. Innlent 19.10.2025 12:08 Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir stöðuna í ferðaþjónustu vegna boðaðs verkfalls flugumferðastjóra sem hefst að óbreyttu klukkan tíu í kvöld. Innlent 19.10.2025 11:49 Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur skrifað undir lög sem gera tveggja barna foreldra undir ákveðnu frítekjumarki undanþegna tekjuskatti. Markmiðið er að stemma stigu við sögulegri lægð í fæðingartíðni og örva pólska hagkerfið. Erlent 19.10.2025 11:08 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. Innlent 19.10.2025 10:16 Kólnar í veðri næstu daga Búast má við kólnandi veðri næstu daga en í dag verður skýjað og lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig. Veður 19.10.2025 09:39 Louvre-safni lokað vegna ráns Louvre-safninu í Parísarborg hefur verið lokað vegna ráns í húsakynnum þess. Níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons voru teknir. Einn þeirra er þegar fundinn. Erlent 19.10.2025 09:33 Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 19.10.2025 09:24 Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir. Erlent 19.10.2025 09:00 Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. Innlent 19.10.2025 07:37 Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa heimildir fyrir því að Hamas sé að skipuleggja árásir gegn almenningi á Gasa og myndi þar sem brjóta vopnahléssamkomulagið sem tók gildi þann 10. október. Erlent 19.10.2025 00:02 Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta. Innlent 18.10.2025 22:36 Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. Innlent 18.10.2025 20:57 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
„Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. Innlent 20.10.2025 06:47
Rigning eða slydda suðvestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, strekkingi nokkuð víða og hvassast á Vestfjörðum. Veður 20.10.2025 06:42
Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins. Erlent 20.10.2025 06:27
Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði komið sér fyrir í varðskipinu Þór sem lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Innlent 20.10.2025 06:04
Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu. Innlent 19.10.2025 23:05
Verkfall flugumferðarstjóra hafið Verkfall flugumferðarstjóra er nú hafið og stendur fyrsta lota þess til klukkan þrjú í nótt. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir miður að staðan sé þessi. Hann vonast til þess að hægt verði að semja í vikunni og á von á því að boðað verði til fundar á morgun eða hinn. Hann sé tilbúinn til að funda verði það gert. Innlent 19.10.2025 22:03
Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Innlent 19.10.2025 21:18
Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum hinsegin fólks segir að mikið bakslag hafi orðið í málaflokknum um allan heim eftir að Bandaríkjaforseti dró úr stuðningi. Hætta sé á að fleiri hinsegin einstaklingar muni láta lífið en áður vegna vaxandi ofsókna. Mikilvægt sé að rödd Íslands heyrist í baráttunni. Innlent 19.10.2025 20:30
105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Ingveldur Valdimarsdóttir í vesturbæ Reykjavíkur kallar ekki allt ömmu sína þrátt fyrir að vera orðin 105 ára gömul því hún býr ein í sinni íbúð á 10 hæð í blokk og sér alveg um sig sjálf. Hún spilar boccia nokkrum sinnum í viku og besti matur, sem hún fær er nýr fiskur. Magnús Hlynur heimsótti Ingveldi. Innlent 19.10.2025 20:06
Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að kennarar hafi þurft að leita læknisaðstoðar og einn starfsmaður hafi sagt upp störfum innan við viku frá því hann byrjaði vegna daglegra barsmíða. Innlent 19.10.2025 18:56
Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að þeir hafi þurft að leita læknisaðstoðar. Flugumferðastjórar leggja að óbreyttu niður störf í fimm klukkustundir í kvöld. Ríkissáttasemjari segir deiluna í hnút. Innlent 19.10.2025 18:21
Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við að vísa fólki út af hótelherbergi í hverfi 105 í dag. Í dagbók lögreglu segir að fólkið hafi haldið vöku fyrir öðrum gestum hótelsins með partý. Fram kemur að fólkið hafi yfirgefið hótelið án nokkurra vandræða. Innlent 19.10.2025 17:20
Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Búið er að finna tvo skartgripi sem var stolið úr Louvre í París í morgun. Alls voru níu hlutir teknir en þjófanir komust á brott með átta þeirra. Málið er til rannsóknar. Erlent 19.10.2025 16:55
Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum. Innlent 19.10.2025 16:32
Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Í kjölfar gríðarstórra mótmæla í Bandaríkjunum birti Bandaríkjaforseti gervigreindarmyndband þar sem hann sést með kórónu á höfði að fljúga herþotu sem skýtur hægðum á mótmælendur. Ekki er þetta fyrsta gervigreindarmyndbandið af þessu tagi sem forsetinn birtir. Erlent 19.10.2025 15:53
„Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt. Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn,“ skrifar móðir sautján ára drengs sem lést í eldsvoðanum á Stuðlum fyrir ári síðan. Innlent 19.10.2025 13:52
„Málið er fast“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist opinn fyrir öllum hugmyndum sem væru til þess að leysa deilu flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir flókið hvert næsta skref eigi að vera. Innlent 19.10.2025 13:19
Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi. Innlent 19.10.2025 13:04
„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. Innlent 19.10.2025 12:08
Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir stöðuna í ferðaþjónustu vegna boðaðs verkfalls flugumferðastjóra sem hefst að óbreyttu klukkan tíu í kvöld. Innlent 19.10.2025 11:49
Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur skrifað undir lög sem gera tveggja barna foreldra undir ákveðnu frítekjumarki undanþegna tekjuskatti. Markmiðið er að stemma stigu við sögulegri lægð í fæðingartíðni og örva pólska hagkerfið. Erlent 19.10.2025 11:08
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. Innlent 19.10.2025 10:16
Kólnar í veðri næstu daga Búast má við kólnandi veðri næstu daga en í dag verður skýjað og lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig. Veður 19.10.2025 09:39
Louvre-safni lokað vegna ráns Louvre-safninu í Parísarborg hefur verið lokað vegna ráns í húsakynnum þess. Níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons voru teknir. Einn þeirra er þegar fundinn. Erlent 19.10.2025 09:33
Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 19.10.2025 09:24
Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir. Erlent 19.10.2025 09:00
Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. Innlent 19.10.2025 07:37
Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa heimildir fyrir því að Hamas sé að skipuleggja árásir gegn almenningi á Gasa og myndi þar sem brjóta vopnahléssamkomulagið sem tók gildi þann 10. október. Erlent 19.10.2025 00:02
Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta. Innlent 18.10.2025 22:36
Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. Innlent 18.10.2025 20:57