Innlent

Spændi upp mosann á krossara

Leiðsögumanni blöskraði þegar hann sá ökumenn krossara bruna um móa við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi.

Innlent

Sögu­legt þing, geðrof eftir með­ferð og bongóblíða

Mikill hasar var á síðasta þingfundi vetrarins og ásakanir um þöggunartilburði og trúnaðarbrest voru bornar fram. Við heyrum í þingmönnum í kvöldfréttum Sýnar og gerum upp sögulegan þingvetur með Ólafi Þ. Harðarsyni, stjórnmálafræðingi, í beinni.

Innlent

Mót­mæltu komu „spilltrar“ der Leyen

Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Innlent

Hvetja fólk til að fara spar­lega með vatn

Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf.

Innlent

„Ís­land er með öruggustu löndum í heimi“

Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. 

Innlent

Oscar einn af fimm­tíu sem fá ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí.

Innlent

Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítil­lega

Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. 

Innlent

Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkis­stjórninni að falli

Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur.

Innlent

„Við erum bara happí og heimilis­laus“

Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu.

Innlent

„Við höfum varað við á­standinu árum saman“

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu.

Innlent

Tenerife-veður víða á landinu

Landsmenn mega búast við bjartviðri og hita á bilinu 17 til 28 stig í dag sökum hlýs loftmassa sem fer nú yfir landið. Ef spár ganga eftir verður hlýjast í dag og á morgun.

Innlent