Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. Innlent 29.10.2025 18:40 Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ríkisstjórnin ætlar að byggja fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal, spýta í hlutdeildarlán og gera róttækar byggingar á byggingarreglugerð. Þetta er meðal þess sem kynnt var í nýjum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar síðdegis. Innlent 29.10.2025 18:12 Ekið á unga stúlku á Ásbrú Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar. Innlent 29.10.2025 17:37 Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Skjálfti varð í Bárðarbungu klukkan 16:46 í dag og var hann 5,3 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati en síðar færður niður í 4,1 eftir nánari yfirferð. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Innlent 29.10.2025 17:16 Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. Innlent 29.10.2025 16:49 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. Innlent 29.10.2025 16:47 Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. Innlent 29.10.2025 16:47 Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Íslenska ríkið greiddi mestar bætur vegna starfsmannamála innan Landspítala og Hafrannsóknarstofnunar á árunum 2015 til 2024. Nemur upphæðin um 239 milljónum króna en í heild greiddi ríkið 642 milljónir króna í kjölfar úrskurða eða dóma er varða ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á tímabilinu. Innlent 29.10.2025 16:45 Snjóhengjur geti skapað hættu Enn er viðvörun um aukna snjóflóðahættu í gildi á Suðvesturlandi. Gefin var út slík viðvörun í gær vegna mikillar snjókomu. Þá var hættan metin töluverð en er nú búin að lækka hana í nokkra hættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðvörunin í gildi þar til klukkan 19 í kvöld. Innlent 29.10.2025 13:12 Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Björgunarsveitarmenn frá þremur sveitum aðstoðuðu tugi ökumanna sem lent höfðu í vandræðum vegna færðar á Sandgerðisvegi og Garðskagavegi í morgun. Innlent 29.10.2025 13:09 Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. Innlent 29.10.2025 13:00 Góður grunnur en ekki nóg til að opna Snjó kyngdi niður í Bláfjöllum líkt og annars staðar á suðvesturhorninu í gær og í fyrrinótt og má ljóst vera að styttist í að hægt verði að opna svæðið fyrir skíðaiðkun. Innlent 29.10.2025 12:54 Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Innlent 29.10.2025 12:33 Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og slæms skyggnis. Umferð er beint um Mosfellsdal og Kjósarskarð á meðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Innlent 29.10.2025 12:20 Fundinum lokið án niðurstöðu Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Innlent 29.10.2025 12:16 Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Fram-salnum í Úlfarsárdal klukkan 16:30 í dag. Innlent 29.10.2025 12:12 Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. Innlent 29.10.2025 11:58 Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Í hádegisfréttum gerum við upp ófærðina sem hrelldi Reykvíkinga í gær en snjókoma gærdagsins virtist koma mörgum að óvörum. Innlent 29.10.2025 11:34 „Græna gímaldið“ fer ekki fet Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Búseta um að „græna gímaldið“ svokallaða í Álfabakka verði rifið. Innlent 29.10.2025 11:25 Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. Innlent 29.10.2025 10:32 Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist hóflega bjartsýnn á að viðræður dagsins hjá ríkissáttasemjara gangi vel. Samninganefndir FÍF og Samtaka atvinnulífsins ganga inn á fund klukkan tíu. Innlent 29.10.2025 09:56 Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir fjárútlát ríkislögreglustjóra fara illa í lögreglumenn. Hann tekur undir með dómsmálaráðherra um slæma áferð á málinu. Peningum hefði betur verið varið í löggæslu og þjálfun lögreglumanna. Innlent 29.10.2025 09:17 Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. Innlent 29.10.2025 08:41 Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,2 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 00:41 í nótt. Innlent 29.10.2025 08:03 Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. Innlent 29.10.2025 07:51 Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. Innlent 29.10.2025 06:59 Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Innlent 29.10.2025 06:28 Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Fordómafullar og öfgakenndar skoðanir hafa fengið stærri vettvang og auðveldara er að koma þeim á framfæri en áður með tilkomu æ fleiri hlaðvarpsþátta, að mati stjórnmálafræðings. Innlent 28.10.2025 23:13 Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Innlent 28.10.2025 20:51 Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi. Innlent 28.10.2025 19:50 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. Innlent 29.10.2025 18:40
Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ríkisstjórnin ætlar að byggja fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal, spýta í hlutdeildarlán og gera róttækar byggingar á byggingarreglugerð. Þetta er meðal þess sem kynnt var í nýjum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar síðdegis. Innlent 29.10.2025 18:12
Ekið á unga stúlku á Ásbrú Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar. Innlent 29.10.2025 17:37
Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Skjálfti varð í Bárðarbungu klukkan 16:46 í dag og var hann 5,3 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati en síðar færður niður í 4,1 eftir nánari yfirferð. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Innlent 29.10.2025 17:16
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. Innlent 29.10.2025 16:49
Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. Innlent 29.10.2025 16:47
Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. Innlent 29.10.2025 16:47
Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Íslenska ríkið greiddi mestar bætur vegna starfsmannamála innan Landspítala og Hafrannsóknarstofnunar á árunum 2015 til 2024. Nemur upphæðin um 239 milljónum króna en í heild greiddi ríkið 642 milljónir króna í kjölfar úrskurða eða dóma er varða ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á tímabilinu. Innlent 29.10.2025 16:45
Snjóhengjur geti skapað hættu Enn er viðvörun um aukna snjóflóðahættu í gildi á Suðvesturlandi. Gefin var út slík viðvörun í gær vegna mikillar snjókomu. Þá var hættan metin töluverð en er nú búin að lækka hana í nokkra hættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðvörunin í gildi þar til klukkan 19 í kvöld. Innlent 29.10.2025 13:12
Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Björgunarsveitarmenn frá þremur sveitum aðstoðuðu tugi ökumanna sem lent höfðu í vandræðum vegna færðar á Sandgerðisvegi og Garðskagavegi í morgun. Innlent 29.10.2025 13:09
Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. Innlent 29.10.2025 13:00
Góður grunnur en ekki nóg til að opna Snjó kyngdi niður í Bláfjöllum líkt og annars staðar á suðvesturhorninu í gær og í fyrrinótt og má ljóst vera að styttist í að hægt verði að opna svæðið fyrir skíðaiðkun. Innlent 29.10.2025 12:54
Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Innlent 29.10.2025 12:33
Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og slæms skyggnis. Umferð er beint um Mosfellsdal og Kjósarskarð á meðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Innlent 29.10.2025 12:20
Fundinum lokið án niðurstöðu Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Innlent 29.10.2025 12:16
Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Fram-salnum í Úlfarsárdal klukkan 16:30 í dag. Innlent 29.10.2025 12:12
Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. Innlent 29.10.2025 11:58
Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Í hádegisfréttum gerum við upp ófærðina sem hrelldi Reykvíkinga í gær en snjókoma gærdagsins virtist koma mörgum að óvörum. Innlent 29.10.2025 11:34
„Græna gímaldið“ fer ekki fet Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Búseta um að „græna gímaldið“ svokallaða í Álfabakka verði rifið. Innlent 29.10.2025 11:25
Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. Innlent 29.10.2025 10:32
Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist hóflega bjartsýnn á að viðræður dagsins hjá ríkissáttasemjara gangi vel. Samninganefndir FÍF og Samtaka atvinnulífsins ganga inn á fund klukkan tíu. Innlent 29.10.2025 09:56
Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir fjárútlát ríkislögreglustjóra fara illa í lögreglumenn. Hann tekur undir með dómsmálaráðherra um slæma áferð á málinu. Peningum hefði betur verið varið í löggæslu og þjálfun lögreglumanna. Innlent 29.10.2025 09:17
Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. Innlent 29.10.2025 08:41
Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,2 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 00:41 í nótt. Innlent 29.10.2025 08:03
Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. Innlent 29.10.2025 07:51
Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. Innlent 29.10.2025 06:59
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Innlent 29.10.2025 06:28
Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Fordómafullar og öfgakenndar skoðanir hafa fengið stærri vettvang og auðveldara er að koma þeim á framfæri en áður með tilkomu æ fleiri hlaðvarpsþátta, að mati stjórnmálafræðings. Innlent 28.10.2025 23:13
Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Innlent 28.10.2025 20:51
Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi. Innlent 28.10.2025 19:50