Innlent

Hagræðingartillögur í yfir­lestri

Til stendur að kynna hagræðingartillögur starfshóps forsætisráðherra úr tillögum almennings á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn. Þetta staðfestir formaður starfshópsins í samtali við fréttastofu. Til stóð að hópurinn lyki vinnu sinni í lok febrúar.

Innlent

For­eldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin

Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 

Innlent

Séra Vig­fús Þór Árna­son látinn

Séra Vig­fús Þór Árna­son, fyrrverandi sókn­ar­prest­ur á Sigluf­irði og í Grafar­vogi, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi þann 27. fe­brú­ar, 78 ára að aldri.

Innlent

Taka til­lit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um.

Innlent

Ráð­herra ætlar að banna síma í skólum

Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla.

Innlent

Fleiri strætó­ferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða

Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust.  Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið.

Innlent

Óttast launaskrið og aukna verð­bólgu

Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði.

Innlent

Upp­sögnin komi SFV í opna skjöldu

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí.

Innlent

Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar

Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði.

Innlent

María Heimisdóttir skipuð land­læknir

María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun.

Innlent

Ekki valin en draumurinn lifir

Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum.

Innlent

„Við skulum að­eins róa okkur, fókus“

Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig.

Innlent

Ríkis­stjórnin fundar í Reykja­nes­bæ

Fundur ríkisstjórnarinnar á morgun verður haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Ríkisstjórnin mun einnig eiga fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og með bæjarstjórn Grindavíkur.

Innlent

Vilja komast í bækur bankanna án dóms­úr­skurðar

Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Innlent

Flokki fólksins einum refsað

Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum.

Innlent

„Höfum veru­legar á­hyggjur af þeirri hlið málsins“

Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða.

Innlent