Fótbolti Dier stal stigi af svekktum City mönnum AS Mónakó tók á móti Manchester City og slapp með 2-2 jafntefli í annarri umferð Meistaradeildarinnar. City var mun betri aðilinn og fékk fullt af færum til að klára leikinn en Eric Dier stal stigi á lokamínútunum fyrir Mónakó. Fótbolti 1.10.2025 18:33 Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Arsenal tók á móti Olympiacos og vann 2-0 sigur í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 1.10.2025 18:33 Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Barcelona komst yfir en þurfti að sætta sig við 1-2 tap gegn PSG í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Goncalo Ramos skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Fótbolti 1.10.2025 18:33 Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið FH sigraði Stjörnuna 3-4 í frábærum knattspyrnuleik á Samsungvellinum í Garðabænum í kvöld. FH liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn, en torsóttur var hann gegn öflugum Stjörnukonum sem hefur svo sannarlega vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Íslenski boltinn 1.10.2025 17:16 Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Newcastle sótti afar öruggan 4-0 sigur á útivelli gegn Union Saint-Gilloise í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 1.10.2025 16:22 Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. Íslenski boltinn 1.10.2025 15:25 „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. Fótbolti 1.10.2025 14:56 Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Fótboltaþjálfarinn Ólafur Kristjánsson færir sig um set í Laugardalnum eftir tímabilið. Hann hættir sem þjálfari kvennaliðs Þróttar og tekur við starfi aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Ólafur segir að það hafi verið erfitt að ákveða að hætta hjá Þrótti en starfið hjá KSÍ hafi verið of heillandi til að hafna því. Íslenski boltinn 1.10.2025 14:33 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. Fótbolti 1.10.2025 13:24 Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson missir aftur af landsleikjum vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október á Laugardalsvelli, í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 1.10.2025 13:05 Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. Fótbolti 1.10.2025 12:45 Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Eftir að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, tilkynnti Robin Olsen að hann yrði ekki aðalmarkvörður í komandi landsleikjum tilkynnti þessi 35 ára markvörður að hann væri hættur í landsliðinu. Að minnsta kosti á meðan Daninn væri enn þjálfari. Fótbolti 1.10.2025 12:00 Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Borgarráð Mílanóborgar á Ítalíu hefur samþykkt að selja San Siro leikvanginn, einn frægasta fótboltaleikvang heims. Fótbolti 1.10.2025 11:03 Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Manchester United lánaði Marcus Rashford til Barcelona á þessu tímabili en íþróttastjóri spænska félagsins segir að það séu samt engar kvaðir á Börsungum næsta sumar. Fótbolti 1.10.2025 10:31 Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Spænska knattspyrnufélagið Valencia mun leita réttar síns fyrir dómstólum en félagið er mjög ósátt með heimildarmynd um brasilíska knattspyrnumanninn Vinícius Júnior. Fótbolti 1.10.2025 09:43 Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Það var fullt af leikjum í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörk úr leikjunum hér inn á Vísi. Fótbolti 1.10.2025 09:02 Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Liverpool tapaði í gærkvöldi sínum öðrum leik á stuttum tíma þegar liðið lá 1-0 fyrir tyrkneska félaginu Galatasaray í Meistaradeildinni. Enski boltinn 1.10.2025 08:00 Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Vanalega er það mikið kappsmál fyrir íþróttavöruframleiðendur að það viti sem flestir að þekktustu íþróttalið heims spili í þeirra búningum. Það á þó ekki við þegar kemur að ísraelska landsliðinu í fótbolta. Fótbolti 1.10.2025 07:31 Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Enski boltinn 1.10.2025 07:00 Fékk óvart rautt spjald Knattspyrnustjóri Sheffield United fékk ekki að stýra liði sínu í seinni hálfleik á móti Southampton eftir atvik í hálfleik. Enski boltinn 1.10.2025 06:34 „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir stöðu mála í Vesturbænum og þá stöðu sem KR finnur sig í þegar þrjár umferðir eru eftir af Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 30.9.2025 23:01 Tottenham bjargaði stigi í Noregi Tottenham Hotspur rétt svo náði í stig gegn Bodö/Glimt þegar liðin mættust í norðurhluta Noregs í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Atlético Madríd skoraði þá fimm mörk annan leikinn í röð. Fótbolti 30.9.2025 21:40 „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. Íslenski boltinn 30.9.2025 20:49 Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Víkingur vann 3-0 sigur gegn Val á heimavelli. Linda Líf Boama kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik en Ashley Jordan Clark kom inn á í seinni hálfleik og kláraði leikinn með tveimur mörkum. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 30.9.2025 20:46 Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Heimir Guðjónsson mun hætta sem þjálfari FH þegar tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lýkur. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld, þriðjudag. Samningur Heimis rennur út að tímabilinu loknu og hefur verið ákveðið að framlengja hann ekki. Íslenski boltinn 30.9.2025 19:35 Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 30.9.2025 18:31 Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. Fótbolti 30.9.2025 18:31 Arnar Þór látinn fara frá Gent Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur verið látinn fara sem íþróttastjóri Gent sem leikur í efstu deild í Belgíu. Fótbolti 30.9.2025 18:02 Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Þróttur sigraði Breiðablik 3-2 í æsispennandi markaleik á AVIS-vellinum í kvöld. Breiðablik gat með sigri unnið Íslandsmeistaratitilinn en það gekk ekki eftir. Íslenski boltinn 30.9.2025 17:16 Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 30.9.2025 16:15 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Dier stal stigi af svekktum City mönnum AS Mónakó tók á móti Manchester City og slapp með 2-2 jafntefli í annarri umferð Meistaradeildarinnar. City var mun betri aðilinn og fékk fullt af færum til að klára leikinn en Eric Dier stal stigi á lokamínútunum fyrir Mónakó. Fótbolti 1.10.2025 18:33
Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Arsenal tók á móti Olympiacos og vann 2-0 sigur í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 1.10.2025 18:33
Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Barcelona komst yfir en þurfti að sætta sig við 1-2 tap gegn PSG í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Goncalo Ramos skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Fótbolti 1.10.2025 18:33
Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið FH sigraði Stjörnuna 3-4 í frábærum knattspyrnuleik á Samsungvellinum í Garðabænum í kvöld. FH liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn, en torsóttur var hann gegn öflugum Stjörnukonum sem hefur svo sannarlega vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Íslenski boltinn 1.10.2025 17:16
Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Newcastle sótti afar öruggan 4-0 sigur á útivelli gegn Union Saint-Gilloise í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 1.10.2025 16:22
Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. Íslenski boltinn 1.10.2025 15:25
„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. Fótbolti 1.10.2025 14:56
Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Fótboltaþjálfarinn Ólafur Kristjánsson færir sig um set í Laugardalnum eftir tímabilið. Hann hættir sem þjálfari kvennaliðs Þróttar og tekur við starfi aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Ólafur segir að það hafi verið erfitt að ákveða að hætta hjá Þrótti en starfið hjá KSÍ hafi verið of heillandi til að hafna því. Íslenski boltinn 1.10.2025 14:33
Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. Fótbolti 1.10.2025 13:24
Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson missir aftur af landsleikjum vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október á Laugardalsvelli, í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 1.10.2025 13:05
Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. Fótbolti 1.10.2025 12:45
Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Eftir að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, tilkynnti Robin Olsen að hann yrði ekki aðalmarkvörður í komandi landsleikjum tilkynnti þessi 35 ára markvörður að hann væri hættur í landsliðinu. Að minnsta kosti á meðan Daninn væri enn þjálfari. Fótbolti 1.10.2025 12:00
Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Borgarráð Mílanóborgar á Ítalíu hefur samþykkt að selja San Siro leikvanginn, einn frægasta fótboltaleikvang heims. Fótbolti 1.10.2025 11:03
Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Manchester United lánaði Marcus Rashford til Barcelona á þessu tímabili en íþróttastjóri spænska félagsins segir að það séu samt engar kvaðir á Börsungum næsta sumar. Fótbolti 1.10.2025 10:31
Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Spænska knattspyrnufélagið Valencia mun leita réttar síns fyrir dómstólum en félagið er mjög ósátt með heimildarmynd um brasilíska knattspyrnumanninn Vinícius Júnior. Fótbolti 1.10.2025 09:43
Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Það var fullt af leikjum í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörk úr leikjunum hér inn á Vísi. Fótbolti 1.10.2025 09:02
Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Liverpool tapaði í gærkvöldi sínum öðrum leik á stuttum tíma þegar liðið lá 1-0 fyrir tyrkneska félaginu Galatasaray í Meistaradeildinni. Enski boltinn 1.10.2025 08:00
Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Vanalega er það mikið kappsmál fyrir íþróttavöruframleiðendur að það viti sem flestir að þekktustu íþróttalið heims spili í þeirra búningum. Það á þó ekki við þegar kemur að ísraelska landsliðinu í fótbolta. Fótbolti 1.10.2025 07:31
Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Enski boltinn 1.10.2025 07:00
Fékk óvart rautt spjald Knattspyrnustjóri Sheffield United fékk ekki að stýra liði sínu í seinni hálfleik á móti Southampton eftir atvik í hálfleik. Enski boltinn 1.10.2025 06:34
„Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir stöðu mála í Vesturbænum og þá stöðu sem KR finnur sig í þegar þrjár umferðir eru eftir af Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 30.9.2025 23:01
Tottenham bjargaði stigi í Noregi Tottenham Hotspur rétt svo náði í stig gegn Bodö/Glimt þegar liðin mættust í norðurhluta Noregs í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Atlético Madríd skoraði þá fimm mörk annan leikinn í röð. Fótbolti 30.9.2025 21:40
„Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. Íslenski boltinn 30.9.2025 20:49
Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Víkingur vann 3-0 sigur gegn Val á heimavelli. Linda Líf Boama kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik en Ashley Jordan Clark kom inn á í seinni hálfleik og kláraði leikinn með tveimur mörkum. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 30.9.2025 20:46
Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Heimir Guðjónsson mun hætta sem þjálfari FH þegar tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lýkur. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld, þriðjudag. Samningur Heimis rennur út að tímabilinu loknu og hefur verið ákveðið að framlengja hann ekki. Íslenski boltinn 30.9.2025 19:35
Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 30.9.2025 18:31
Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. Fótbolti 30.9.2025 18:31
Arnar Þór látinn fara frá Gent Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur verið látinn fara sem íþróttastjóri Gent sem leikur í efstu deild í Belgíu. Fótbolti 30.9.2025 18:02
Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Þróttur sigraði Breiðablik 3-2 í æsispennandi markaleik á AVIS-vellinum í kvöld. Breiðablik gat með sigri unnið Íslandsmeistaratitilinn en það gekk ekki eftir. Íslenski boltinn 30.9.2025 17:16
Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 30.9.2025 16:15