Handbolti

„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“

„Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 

Handbolti

Spennan gríðar­leg þegar ein um­ferð er eftir

Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu.

Handbolti

Upp­gjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrir­heit fyrir Fram

Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 

Handbolti

„Það er bara einn titill eftir“

Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nógu vel til að geta tekið stig af toppliði Vals í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.

Handbolti

Neyddir til að spila í miðri þjóðar­sorg

Þrátt fyrir þjóðarsorgina sem ríkir í Norður-Makedóníu, eftir að eldsvoði á skemmtistað kostaði að minnsta kosti 59 manns lífið um helgina, neyddist handboltalið þjóðarinnar til þess að spila gegn Slóveníu í gær í undankeppni EM í handbolta.

Handbolti

„Betri ára yfir okkur“

„Mér fannst bara stemningin hjá okkur vera betri eiginlega allan leikinn,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigur gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Fram 28-26.

Handbolti

„Þetta var góður gluggi fyrir marga“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, var léttur í lund eftir sigur á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Ísland vann gríska liðið í annað sinn á fjórum dögum, að þessu sinni með tólf marka mun, 33-21.

Handbolti