Lífið

Al­veg sama þótt hann tapi mörgum milljónum

Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa.

Lífið

„Þetta situr enn þá í mér í dag“

Aron Pálmarsson segir tapið gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum 2012 enn sitja í honum og það séu stærstu vonbrigðin á ferlinum. Hann segist sáttur við þá ákvörðun að vera endanlega hættur í handbolta, þrátt fyrir að það sé stórmót framundan hjá landsliðinu.

Lífið

Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal gáfu frumburðinum nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Daman kom í heiminn 26. júní og var í skírnarkjól frá foreldrunum.

Lífið

Segist ekki dauður heldur „sprell­lifandi“

Bandaríski leikarinn Danny Trejo segir fregnir af dauða sínum ekki sannar heldur sé hann „sprelllifandi“. Fréttir af dauða hans hafa dreift sér um samfélagsmiðla og aðrir Hollywood-leikarar látið blekkjast.

Lífið

Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Hugi Ólafur.

Lífið

Ástin kviknaði á Kaffi­barnum

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, og Erla Lind Guðmunds­dótt­ir, nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, eru nýtt par.

Lífið

Heitustu trendin í haust

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Lífið

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist

Ó­víst hvort Ís­land verði með í Euro­vision

Stjórn Rúv hefur gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og ekki liggur fyrir hvort Ísland verði með líkt og staðan er núna. Þetta staðfestir stjórnarformaður Rúv í samtali við Vísi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir samráðsvinna á vettvangi EBU hvað lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni.

Lífið

Fá­klædd og flott á dreglinum

Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. 

Tíska og hönnun

Þykkari augn­hár og auga­brúnir – vísindin á bak við UKLASH

Þétt augnhár og skarpar augabrúnir eru meira en tískufyrirbæri – þær ramma inn andlitið og gefa svip. Maskari, gerviaugnhár og microblading er frábærar lausnir, en nútímaserum bjóða hins vegar upp á milda og vísindalega studda lausn sem styður við heilbrigðan vöxt og er einfalt og árangsríkt til að byrja á heima fyrir.

Lífið samstarf

Brúðarbíllinn gömul dráttar­vél frá lang­afa

„Um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr,“ segir hin nýgifta Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst síðastliðnum, að heiðnum sið. Freyja ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr.

Lífið

Stjörnulífið: „Skemmti­legasta kvöld lífs míns“

Liðin vika var umvafin fallegum brúðkaupum, stórafmælum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Íslendingar eru alltaf á faraldsfæti og nú þegar haustið er farið að láta á sér kræla hafa fjölmargir flogið suður á bóginn í leit að hlýrra loftslagi til að lengja sumarið örlítið.

Lífið