Lífið

Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin

Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin.

Lífið

Kanónur í jólakósí

Einhverjir ástsælustu rithöfundar landsins buðu desember velkominn með huggulegu jólakvöldi í Ásmundarsal. Margt var um manninn og jólastemningin tók yfir. 

Menning

Fagnaði af­mælinu með sínum kærustu vin­konum

Það er nóg um að vera þessi dægrin hjá hlaðvarpsstjórnandanum Helga Jean Claessen. Um helgina hélt hann útgáfuhóf fyrir nýútkomna bók sína, Helga hjartað, og í dag fagnaði hann 44 ára afmæli með hádegisverði á Kringlukránni með kærum vinkonum sínum og helsta samstarfsfélaga.

Lífið

Rúv býður upp á hollenskt fréttastef

Fréttastofa Ríkisútvarpsins kynnti nýverið með stolti nýtt fréttastef. Viðbrögðin hafa verið blendin en það var fyrst að brúnin á mönnum fór að síga þegar spurðist að stefið væri ættað úr erlendri „djingla-verksmiðju“.

Lífið

Gummi Ben mætti með Michelin-kokk

Í síðasta þætti af Ísskápastríði á Sýn mættu tveir frábærir gestir. Skemmtikrafturinn Eza Ruza og síðan matreiðslumaðurinn Gunnar Karl Gíslason sem oftast er kenndur við veitingarstaðinn Dill.

Lífið

Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg

Leikkonan Judi Dench hefur óvænt komið framleiðandanum Harvey Weinstein til varnar og segir hann hafa þolað nóg. Hún segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum hans og hafi verið heppin að lenda aldrei í honum í þeim tíu myndum sem þau gerðu sama. Weinstein hefur afplánað um fimm ár af 39 ára dómi.

Lífið

Þrír Geirar skírðir í Jóns­húsi

Bræðurnir Hjalti Geir, Árni Geir og Tryggvi Geir voru allir þrír skírðir af séra Sigfúsi Kristjánssyni í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 7. desember síðastliðinn. Foreldrarnir Klara og Geir voru kát með Geirana sína þrjá.

Lífið

Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn

Nýjasti gestur vefþáttanna Bítið í bílnum er ekki þekktur fyrir söng en kom hins vegar gríðarlega á óvart með sínum sönghæfileikum. Þessi nýju vefþættir snúast um það að þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni, þau Heimir, Lilja og Ómar, kíkja á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali.

Lífið

Ástin blómstrar í appel­sínu­gulu leðri

Stjörnuparið Timothée Chalamet leikari og Kylie Jenner raunveruleikastjarna stálu senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Marty Supreme í gærkvöldi. Það eru stöðugar sögusagnir um sambandsslit en parið afsannaði þær í gærkvöldi og klæddu sig meira að segja í stíl. 

Tíska og hönnun

Bjóða upp á jóla­kaffi allar helgar fram að jólum

Lavazza sérverslunin í Hagkaup í Smáralind er sannkölluð gullkista kaffisælkerans. Þar fæst úrval af kaffi, kaffifylgihlutum, gjafavörum og handgerðu súkkulaði. Kaffibarþjónar munu standa vaktina og bjóða uppá upp á ilmandi jólakaffi allar helgar fram að jólum.

Lífið samstarf

„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig á­byrgan“

Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“.  Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið.

Menning

Brjálað að gera á „Brjálað að gera“

Jólastemningin náði nýjum hæðum í Ásmundarsal um helgina þegar Jólasýningin 2025, Brjálað að gera!, var opnuð við frábæra þátttöku gesta. Nafnið reyndist sannarlega lýsandi – frá fyrstu mínútu var líf og fjör í salnum og aðsóknin sló öll fyrri met. 

Menning

Vilja minnka allt þetta nei­kvæða suð

Einhverjir koma kannski af fjöllum þegar rætt er um hljóðdempandi listaverk en hönnuðurinn og listamaðurinn Markús Bjarnason hefur á undanförnum árum sérhæft sig í þeim. Hann var að opna sýningu með þessu listformi sem einkennist af miklu notagildi.

Menning

Þessi eru til­nefnd til Golden Globe-verðlauna

Verðlaunahátíðin Golden Globe tilkynnti rétt í þessu hvaða leikarar, þættir, kvikmyndir og aðrir sem koma að bransanum hljóta tilnefningu og eiga möguleika á að taka gullstyttuna með sér heim næstkomandi janúar. 

Lífið

Stjörnum prýtt af­mæli Nínu

Ungstirnin Maron Birnir og Elvar létu sig ekki vanta í afmæli Nínu um helgina. Sportbarinn vinsæli fagnaði árs afmæli og fjöldi íslenskra stjarna komu saman, tóku skot og fögnuðu fram á nótt.

Lífið

Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin

Jólagleðin hefur tekið yfir andrúmsloftið og samfélagsmiðlar eru farnir að fyllast af glæsileika, glamúr og almennu fjöri í anda jólanna. Stjörnur landsins gefa ekkert eftir á þessum árstíma og hleypa landsmönnum inn í hin ýmsu skemmtilegu augnablik, hvort sem það er frá ferðalögum, partýstandi, huggulegheitum, ástinni eða öðru.

Lífið

Fótboltastelpan sem endaði í kristnum há­skóla í suður­ríkjunum

Þegar Júlía Dagbjört Styrmisdóttir setti stefnuna á háskólanám á fótboltastyrk átti hún allra síst von á því að enda í suðuríkjum Bandaríkjanna. Hún átti heldur ekki von á því að enda í kristnum háskóla, þar sem messur og trúarlegar samkomur eru fastur hluti af háskólalífinu. Og hún átti allra síst von á því að finna ástina í lífi sínu. Það varð engu að síður raunin.

Lífið

Að­eins of leiðin­legt til að vera skemmti­legt

Áhorfendur fylgjast með hinum leiðinlega Felix fá hverja delluna á fætur annarri með þeim afleiðingum að hann verður sér til skammar eða er skammaður af konu sinni, Klöru. Kringumstæðurnar eru grátbroslegar en hvorki grínið né aukapersónurnar eru nægilega sterkar til að veita leiðindum Felix nægilegt mótvægi. Felix er svo plássfrekur að áhorfendur kynnast Klöru aldrei almennilega.

Gagnrýni

Bein út­sending: Litlu jól Blökastsins

Litlu jól Blökastsins fara fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpi Vísis klukkan 19:30 í dag. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson munu þar opna yfir fimmtíu jólagjafir og draga út áskrifanda fyrir hverja gjöf.

Jól

Deila fyrstu myndunum af hvort öðru

Poppsöngkonan Katy Perry birti myndir af sér og nýja kærastanum Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, á Instagram. Parið eyddi nokkrum dögum saman í Japan þar sem þau bæði smökkuðu japanska matargerð en hittu einnig fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Lífið