Enski boltinn

Kea­ne bæði skúrkurinn og hetjan

Leikur Everton og Tottenham Hotspur var í járnum þangað til Abdoulaye Doucoure fékk rautt spjald á 58. mínútu og gestirnir fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Gestirnir fengu hins vegar einni rautt spjald og Michael Keane jafnaði metin með einu óvæntasta langskoti síðari ára. Lokatölur á Goodison Park í kvöld 1-1.

Enski boltinn

Leicester hafði strax sam­band við Potter

Leicester City rak Brendan Rodgers úr starfi sem þjálfari liðsins eftir tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag. Graham Potter var rekinn degi síðar úr starfi þjálfari Chelsea og hafði Leicester City strax samband.

Enski boltinn

Sjá báðir eftir hegðun sinni

Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum.

Enski boltinn

Lána­sjóður Roman Abramo­vich: „Lánaði Vites­se rúm­lega 17 milljarða“

Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea.

Enski boltinn