Enski boltinn

Son setti þrennu í stórsigri Tottenham

Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur.

Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Bristol City í ensku B-deildinni í kanttspyrnu í dag. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp sigurmark heimamanna.

Enski boltinn

Foster leggur hanskana á hilluna

Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna.

Enski boltinn

Kanté gæti farið frítt frá Chelsea

Þó að franski landsliðsmiðjumaðurinn N‘Golo Kanté hafi verið lykilmaður hjá Chelsea um árabil þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn síðustu ár. Hann gæti yfirgefið félagið frítt næsta sumar.

Enski boltinn

Ósammála frestunum á Englandi

Sparkspekingarnir Gary Neville, Peter Crouch og Piers Morgan eru ekki sammála þeirri ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta öllum leikjum helgarinnar en leikjunum var frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar. 

Enski boltinn

Boehly vildi að Tuchel spilaði leik­kerfið 4-4-3

Í ítarlegri grein The Athletic um brottrekstur Thomas Tuchel og hvað leiddi til hans er farið djúpt ofan í það sem hefur gengið á hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea undanfarna mánuði. Þar kemur fram að Todd Boehly, bandarískur eigandi félagsins, hafi stungið upp á að Tuchel myndi spila leikkerfið 4-4-3.

Enski boltinn