Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tor­sóttur sigur enskra gegn Andorra

Enska karlalandsliðið í fótbolta fékk smáþjóðina Andorra í heimsókn í dag í undankeppni HM 2026. Fyrirfram hefðu Englendingar átt að valta yfir gestina en það gekk illa að koma boltanum í netið.

Fótbolti
Fréttamynd

Emilía sneri aftur eftir meiðsli

Eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir fyrir Leipzig í 0-2 sigri á Köln í upphafsleik tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Stærsti sigur Ís­lands ekki gegn smá­þjóð

Það er ekki á hverjum degi sem íslenska landsliðið skorar fimm mörk í leik. Ísland lagði Aserbaísjan í gærkvöldi með fimm mörkum gegn engu en þetta var aðeins áttundi leikurinn í sögu landsliðsins þar sem liðið skorar fimm mörk eða fleiri.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjarmað að Santos á blaða­manna­fundi eftir leik

Þjálfari Aserbaísjan, Portúgalinn Fernando Santos, sat fyrir svörum blaðamanna eftir tap hans manna í kvöld. Það er óhætt að segja að aserskum blaðamönnum hafi hitnað í hamsi þegar þeir fengu tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fyrri hálf­leikurinn lagði grunninn“

Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fagnið var fyrir mömmu og pabba“

Ísland burstaði Aserbaíjsan 5-0 í undankeppni HM í kvöld. Liðið setti í sjötta gír í seinni hálfleik og var með öll völd á vellinum. Eftir hæga byrjun virtist Guðlaugur Victor Pálsson kveikja í liðinu með marki rétt fyrir hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Héldum á­fram og drápum leikinn“

Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í keppnisleik fyrir Íslands hönd í kvöld er liðið lagði Aserbaíjsan 5-0 á Laugardalsvelli. Hákon Arnar spilaði allan leikinn og var stoltur af liðinu eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak Berg­mann: Stoltur af þjóðinni í kvöld

Ísak Bergmann Jóhannesson var gripinn í viðtal strax eftir sigurinn gegn Aserbaísjan í kvöld. Hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri og var einn af betri mönnum vallarins. Ísland byrjar undankeppni HM ´26 eins vel og hægt er.

Fótbolti