Erlent

Biden segir lík­lega um að ræða belgi frá einka­aðilum

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja.

Erlent

Nýr þing­maður leitar sér hjálpar vegna þung­lyndis

John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra.

Erlent

Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli

Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu.

Erlent

Brenndu banka i Beirút

Mótmælendur réðust að bönkum í Beirút og Trípólí í morgun og brenndu minnst sex þeirra til að mótmæla takmörkunum á úttektum úr bönkum í Líbanon. Mótmælendur kveiktu einnig í dekkjum og stöðvuðu umferð.

Erlent

Áður óséð myndefni af Titanic

Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Myndefnið var tekið upp árið 1986, einungis ári eftir að staðsetning skipsflaksins fannst. Meirihluti myndefnisins hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings.

Erlent

Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu

Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu.

Erlent

Gaetz ekki ákærður vegna mansals

Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segist hafa fengið staðfestingu þess að hann verði ekki ákærður af saksóknurum sem höfðu hann til rannsóknar vegna mansals. Gaetz er umdeildur þingmaður og ötull stuðningsmaður Donalds Trumps.

Erlent

Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys

Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu.

Erlent

Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland

Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu.

Erlent

Færði heims­byggðinni þakkir fyrir að­stoðina

Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, þakkaði í dag öllum þeim ríkjum sem hafa boðið fram aðstoð sína eftir skjálftana mannskæðu í síðustu viku en að hans sögn hafa hundrað ríki boðist til að aðstoða og eru björgunarsveitir frá 76 löndum núna í Tyrklandi. 

Erlent

Gagn­rýnd­i aðra bak­hjarl­a fyr­ir hæg­a­gang með skrið­drek­a

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga.

Erlent

Réðst á lögmann sinn

Tuttugu og fimm ára kona réðst á lögmann sinn við fyrirtöku í þinghaldi í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í gær. Konan er ákærð fyrir að hafa myrt mann, misnotað hann kynferðislega og sundurlimað lík hans.

Erlent

Versn­and­i fæð­u­­skort­ur í Norð­ur-Kór­e­u

Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs.

Erlent

Lögmaður Trumps í sigti saksóknara

Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól.

Erlent

Sturgeon segir af sér

Nicola Sturgeon hyggst segja af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands. Hún hefur gegnt embættinu síðan árið 2014 en enginn hefur verið ráðherra landsins svo lengi. 

Erlent

Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys

Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins.

Erlent

Engin merki um geimverur að sögn Hvíta hússins

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók það skýrt fram á fréttamannafundi í gær að ekkert bendi til þess að hlutirnir þrír sem skotnir voru niður yfir Bandaríkjunum og Kanada á dögunum tengist geimverum.

Erlent

Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust

Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024.

Erlent

Haley fer fram gegn Trump

Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu.

Erlent

Ýmsir kostir við njósna­belgi en vont að vera nappaður

Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum.

Erlent