Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Pútín hlustar á leiðtoga hersins og þjóðaröryggismála á fundi um ástandið í Kúrsk sem var sjónvarpað frá í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. AP/Gavriil Grigorov, Spútnik Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. Óvænt áhlaup úkraínskra hersveita á Kúrsk-hérað í síðustu viku kom stjórnvöldum í Kreml í opna skjöldu. Harðir bardagar hafa nú geisað þar í hátt í viku án þess að Rússum hafi tekist að stökkva Úkraínumönnunum á flótta. Pútín sagði innrásina virðast vera tilraun stjórnvalda í Kænugarði til þess að ná betri samningsstöðu fyrir mögulegar friðarviðræður í framtíðinni og tefja sókn Rússa í austanverðri Úkraínu. Fyrir Úkraínumönnum vaki einnig að valda óróa innan Rússlands en þar hefði þeim mistekist. Hélt forsetinn því fram að sjálfboðaliðum í herinn hefði fjölgað vegna innrásarinnar. „Óvinurinn fær vafalaust verðug viðbrögð og það er enginn vafi um að við náum öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með yfirmönnum hersins og þjóðaröryggis í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir kokhreystið hafi Pútín virst önugur á fundinum sem var sýndur í rússnesku sjónvarpi. Þegar Alexei Smirnov, héraðsstjóri í Kúrsk hafi talað um hversu djúpt inn í héraðið Úkraínumenn hefðu náð stoppaði Pútín hann og bað hann um að tala frekar um hvernig verið væri að aðstoða héraðsbúa. Þúsundir á flótta Áður en Pútín stöðvaði hann sagði Smirnov að Úkraínumenn hefðu nú 28 þorp á valdi sínu og að um 121.000 íbúar héraðsins hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Flytja þyrfti um 59.000 manns til viðbótar í burtu. Hélt héraðsstjórinn því fram að tólf óbreyttir borgarar hefðu fallið til þessa að 121 særst, þar á meðal tíu börn. Erfitt reyndist að finna allar úkraínskar herdeildir sem fara nú um Kúrsk. Sagði Smirnov að sumir úkraínskir hermennn notuðu fölsk rússnesk skilríki. Í nágrannahéraðinu Belgorod var einnig tilkynnt um rýmingar nærri úkraínsku landamærunum í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum og markmiðum Úkraínumanna í Kúrsk. Óljóst er hvort að fyrir þeim vaki að halda landsvæðum þar eða gera leifturárásir þaðan. Úkraínumenn eru enn sagðir halda hluta bæjarsins Sudzha þar sem mikilvæg millistöð fyrir jarðgasleiðslu til Evrópu liggur. AP hefur eftir Pasi Paroinen frá finnsku samtökunum Black Bird Group sem fylgjast með stríðinu að róðurinn hjá Úkraínumönnum fari nú að þyngjast í Kúrsk þegar liðsauki rússneskra varaliðsmanna berst þangað. Gordon Corera, sérfræðingur BBC í öryggismálum, segir að þó að nær ómögulegt sé fyrir Úkraínumenn að halda Kúrsk í ljósi aflsmunar þá gæti innrásin leitt til þess að Rússar telji sig knúna til þess að færa herdeildir til rússneskra landamærahéraða til að fyrirbyggja frekari atlögur Úkraínumanna. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Óvænt áhlaup úkraínskra hersveita á Kúrsk-hérað í síðustu viku kom stjórnvöldum í Kreml í opna skjöldu. Harðir bardagar hafa nú geisað þar í hátt í viku án þess að Rússum hafi tekist að stökkva Úkraínumönnunum á flótta. Pútín sagði innrásina virðast vera tilraun stjórnvalda í Kænugarði til þess að ná betri samningsstöðu fyrir mögulegar friðarviðræður í framtíðinni og tefja sókn Rússa í austanverðri Úkraínu. Fyrir Úkraínumönnum vaki einnig að valda óróa innan Rússlands en þar hefði þeim mistekist. Hélt forsetinn því fram að sjálfboðaliðum í herinn hefði fjölgað vegna innrásarinnar. „Óvinurinn fær vafalaust verðug viðbrögð og það er enginn vafi um að við náum öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með yfirmönnum hersins og þjóðaröryggis í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir kokhreystið hafi Pútín virst önugur á fundinum sem var sýndur í rússnesku sjónvarpi. Þegar Alexei Smirnov, héraðsstjóri í Kúrsk hafi talað um hversu djúpt inn í héraðið Úkraínumenn hefðu náð stoppaði Pútín hann og bað hann um að tala frekar um hvernig verið væri að aðstoða héraðsbúa. Þúsundir á flótta Áður en Pútín stöðvaði hann sagði Smirnov að Úkraínumenn hefðu nú 28 þorp á valdi sínu og að um 121.000 íbúar héraðsins hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Flytja þyrfti um 59.000 manns til viðbótar í burtu. Hélt héraðsstjórinn því fram að tólf óbreyttir borgarar hefðu fallið til þessa að 121 særst, þar á meðal tíu börn. Erfitt reyndist að finna allar úkraínskar herdeildir sem fara nú um Kúrsk. Sagði Smirnov að sumir úkraínskir hermennn notuðu fölsk rússnesk skilríki. Í nágrannahéraðinu Belgorod var einnig tilkynnt um rýmingar nærri úkraínsku landamærunum í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum og markmiðum Úkraínumanna í Kúrsk. Óljóst er hvort að fyrir þeim vaki að halda landsvæðum þar eða gera leifturárásir þaðan. Úkraínumenn eru enn sagðir halda hluta bæjarsins Sudzha þar sem mikilvæg millistöð fyrir jarðgasleiðslu til Evrópu liggur. AP hefur eftir Pasi Paroinen frá finnsku samtökunum Black Bird Group sem fylgjast með stríðinu að róðurinn hjá Úkraínumönnum fari nú að þyngjast í Kúrsk þegar liðsauki rússneskra varaliðsmanna berst þangað. Gordon Corera, sérfræðingur BBC í öryggismálum, segir að þó að nær ómögulegt sé fyrir Úkraínumenn að halda Kúrsk í ljósi aflsmunar þá gæti innrásin leitt til þess að Rússar telji sig knúna til þess að færa herdeildir til rússneskra landamærahéraða til að fyrirbyggja frekari atlögur Úkraínumanna.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17
Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39