Erlendir þrjótar reyna að brjótast inn til Harris og Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 08:53 Ýmis erlend ríki sjá sér hag í að reyna að hafa áhrif á úrslit bandarískra kosninga. Framboð bæði Trump og Harris hafa verið vöruð við tilraunum erlendra aðila til þess að komast í innri samskipti þeirra. AP/Charles Rex Arbogast Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði framboði Kamölu Harris viðvart um að erlendir aðilar sem sækjast eftir að hafa áhrif á forsetakosningarnar beini spjótum sínum að henni. Framboð Donalds Trump segist fórnarlamb íranskra tölvuþrjóta. Talsmaður framboðs Harris segir við Reuters-fréttastofuna að FBI hafi látið vita af ógninni í síðasta mánuði. Framboðið hafi öflugar netvarnir og hafi ekki orðið vart við að þrjótum hafi orðið ágengt við að komast inn í innri kerfi þess. Alríkislögreglan rannsakar einnig það sem Trump-framboðið fullyrðir að hafi verið tölvuinnbrot íranskra tölvuþrjóta eftir að nokkrir bandarískir fjölmiðlar fengu send gögn frá framboðinu frá óþekktum heimildarmanni, þar á meðal úttekt á J.D. Vance frá því áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. Fjölmiðlarnir hafa kosið að sitja á þeim gögnum frekar en að gera sér mat úr þeim. Engar sannanir hafa verið lagðar fram um að lekinn frá framboði Trump hafi verið írönsk tölvuárás. Stjórnvöld í Teheran þvertaka fyrir að hafa staðið að árás á framboðið. Þrátt fyrir það telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir ætli sér að ala á sundrung í bandarísku samfélagi í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember með það fyrir augum að grafa undan framboði Trump, að sögn Washington Post. Rannsókn FBI á lekanum frá Trump-framboðinu er sögð beinast að því hvort að Íranir hafi beitt svokölluðum netveiðum (e. phishing) gegn Roger Stone, nánum bandamanni Trump, og ráðgjöfum Harris til þess að komast í innri samskipti framboðanna tveggja. Erlend ríki hafa í auknum mæli reynt að hafa áhrif á kosningar vestanhafs á leynilegan hátt á undanförnum árum. Þekktastar eru tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með tröllaher sem dreifði misvísandi skilaboðum á samfélagsmiðlum en kínversk og írönsk stjórnvöld eru einnig talin hafa beitt sér í undanförnum kosningum. Ekki nógu „ferskt“ eða „fréttnæmt“ til birtingar Ákvörðun þeirra fjölmiðla sem fengu gögnin innan úr framboði Trump upp í hendurnar um að gera ekkert með hefur verið umdeild. Þegar Wikileaks birti tölvupósta kosningastjóra Hillary Clinton sem rússneskir tölvuþrjótar komust yfir árið 2016 varð efni þeirra uppspretta endalausra frétta helstu fjölmiðla landsins. Matt Murray, ritstjóri Washington Post, segir við eigin blað að innihald gagnanna hafi ekki verið talið nógu fréttnæmt til birtingar. Hann telur að hann sjálfur og hinir fjölmiðlarnir sem fengu gögnin hafi tekið tillit til hver er líklegur til þess að hafa lekið gögnunum og í hvaða tilgangi. „Á endanum virkaði þetta ekki nógu ferskt eða fréttnæmt,“ segir Murray. Aðrir hafa bent á að þrátt fyrir að margt af því sem var í skýrslu framboðsins um Vance hafi verið opinberar upplýsingar, þar á meðal fyrri ummæli hans um Trump, hafi einnig verið að finna mat framboðsins á því sem það telur veikleika Vance sem frambjóðanda. Ritstjóri vefritsins ProPublica taldi það mat fréttnæmt og efaðist um ákvörðun fjölmiðlanna sem fengu gögnin um að birta ekki í viðtali við AP-fréttastofuna. Bandarískir meginstraumsfjölmiðlar hafa þrátt fyrir það orðið varari um sig þegar þeir fá upp í hendurnar gögn af vafasömum uppruna. Þannig létu margir þeirra vera að segja frá innihaldi tölvupósta sem fundust á fartölvu Hunters Biden, sonar Joes Biden forseta, skömmu fyrir kosningarnar 2020 þrátt fyrir að síðar hefði verið staðfest að í það minnsta einhverjir póstanna væru ósviknir. Repúblikanar og bandamenn Trump gerðu mikið úr póstunum og héldu því fram að þeir sýndu fram á meinta spillingu og lögbrot Joes Biden. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þeim aldrei tekist að færa sönnur fyrir þeim ásökunum sínum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Talsmaður framboðs Harris segir við Reuters-fréttastofuna að FBI hafi látið vita af ógninni í síðasta mánuði. Framboðið hafi öflugar netvarnir og hafi ekki orðið vart við að þrjótum hafi orðið ágengt við að komast inn í innri kerfi þess. Alríkislögreglan rannsakar einnig það sem Trump-framboðið fullyrðir að hafi verið tölvuinnbrot íranskra tölvuþrjóta eftir að nokkrir bandarískir fjölmiðlar fengu send gögn frá framboðinu frá óþekktum heimildarmanni, þar á meðal úttekt á J.D. Vance frá því áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. Fjölmiðlarnir hafa kosið að sitja á þeim gögnum frekar en að gera sér mat úr þeim. Engar sannanir hafa verið lagðar fram um að lekinn frá framboði Trump hafi verið írönsk tölvuárás. Stjórnvöld í Teheran þvertaka fyrir að hafa staðið að árás á framboðið. Þrátt fyrir það telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir ætli sér að ala á sundrung í bandarísku samfélagi í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember með það fyrir augum að grafa undan framboði Trump, að sögn Washington Post. Rannsókn FBI á lekanum frá Trump-framboðinu er sögð beinast að því hvort að Íranir hafi beitt svokölluðum netveiðum (e. phishing) gegn Roger Stone, nánum bandamanni Trump, og ráðgjöfum Harris til þess að komast í innri samskipti framboðanna tveggja. Erlend ríki hafa í auknum mæli reynt að hafa áhrif á kosningar vestanhafs á leynilegan hátt á undanförnum árum. Þekktastar eru tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með tröllaher sem dreifði misvísandi skilaboðum á samfélagsmiðlum en kínversk og írönsk stjórnvöld eru einnig talin hafa beitt sér í undanförnum kosningum. Ekki nógu „ferskt“ eða „fréttnæmt“ til birtingar Ákvörðun þeirra fjölmiðla sem fengu gögnin innan úr framboði Trump upp í hendurnar um að gera ekkert með hefur verið umdeild. Þegar Wikileaks birti tölvupósta kosningastjóra Hillary Clinton sem rússneskir tölvuþrjótar komust yfir árið 2016 varð efni þeirra uppspretta endalausra frétta helstu fjölmiðla landsins. Matt Murray, ritstjóri Washington Post, segir við eigin blað að innihald gagnanna hafi ekki verið talið nógu fréttnæmt til birtingar. Hann telur að hann sjálfur og hinir fjölmiðlarnir sem fengu gögnin hafi tekið tillit til hver er líklegur til þess að hafa lekið gögnunum og í hvaða tilgangi. „Á endanum virkaði þetta ekki nógu ferskt eða fréttnæmt,“ segir Murray. Aðrir hafa bent á að þrátt fyrir að margt af því sem var í skýrslu framboðsins um Vance hafi verið opinberar upplýsingar, þar á meðal fyrri ummæli hans um Trump, hafi einnig verið að finna mat framboðsins á því sem það telur veikleika Vance sem frambjóðanda. Ritstjóri vefritsins ProPublica taldi það mat fréttnæmt og efaðist um ákvörðun fjölmiðlanna sem fengu gögnin um að birta ekki í viðtali við AP-fréttastofuna. Bandarískir meginstraumsfjölmiðlar hafa þrátt fyrir það orðið varari um sig þegar þeir fá upp í hendurnar gögn af vafasömum uppruna. Þannig létu margir þeirra vera að segja frá innihaldi tölvupósta sem fundust á fartölvu Hunters Biden, sonar Joes Biden forseta, skömmu fyrir kosningarnar 2020 þrátt fyrir að síðar hefði verið staðfest að í það minnsta einhverjir póstanna væru ósviknir. Repúblikanar og bandamenn Trump gerðu mikið úr póstunum og héldu því fram að þeir sýndu fram á meinta spillingu og lögbrot Joes Biden. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þeim aldrei tekist að færa sönnur fyrir þeim ásökunum sínum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06