Erlendir þrjótar reyna að brjótast inn til Harris og Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 08:53 Ýmis erlend ríki sjá sér hag í að reyna að hafa áhrif á úrslit bandarískra kosninga. Framboð bæði Trump og Harris hafa verið vöruð við tilraunum erlendra aðila til þess að komast í innri samskipti þeirra. AP/Charles Rex Arbogast Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði framboði Kamölu Harris viðvart um að erlendir aðilar sem sækjast eftir að hafa áhrif á forsetakosningarnar beini spjótum sínum að henni. Framboð Donalds Trump segist fórnarlamb íranskra tölvuþrjóta. Talsmaður framboðs Harris segir við Reuters-fréttastofuna að FBI hafi látið vita af ógninni í síðasta mánuði. Framboðið hafi öflugar netvarnir og hafi ekki orðið vart við að þrjótum hafi orðið ágengt við að komast inn í innri kerfi þess. Alríkislögreglan rannsakar einnig það sem Trump-framboðið fullyrðir að hafi verið tölvuinnbrot íranskra tölvuþrjóta eftir að nokkrir bandarískir fjölmiðlar fengu send gögn frá framboðinu frá óþekktum heimildarmanni, þar á meðal úttekt á J.D. Vance frá því áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. Fjölmiðlarnir hafa kosið að sitja á þeim gögnum frekar en að gera sér mat úr þeim. Engar sannanir hafa verið lagðar fram um að lekinn frá framboði Trump hafi verið írönsk tölvuárás. Stjórnvöld í Teheran þvertaka fyrir að hafa staðið að árás á framboðið. Þrátt fyrir það telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir ætli sér að ala á sundrung í bandarísku samfélagi í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember með það fyrir augum að grafa undan framboði Trump, að sögn Washington Post. Rannsókn FBI á lekanum frá Trump-framboðinu er sögð beinast að því hvort að Íranir hafi beitt svokölluðum netveiðum (e. phishing) gegn Roger Stone, nánum bandamanni Trump, og ráðgjöfum Harris til þess að komast í innri samskipti framboðanna tveggja. Erlend ríki hafa í auknum mæli reynt að hafa áhrif á kosningar vestanhafs á leynilegan hátt á undanförnum árum. Þekktastar eru tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með tröllaher sem dreifði misvísandi skilaboðum á samfélagsmiðlum en kínversk og írönsk stjórnvöld eru einnig talin hafa beitt sér í undanförnum kosningum. Ekki nógu „ferskt“ eða „fréttnæmt“ til birtingar Ákvörðun þeirra fjölmiðla sem fengu gögnin innan úr framboði Trump upp í hendurnar um að gera ekkert með hefur verið umdeild. Þegar Wikileaks birti tölvupósta kosningastjóra Hillary Clinton sem rússneskir tölvuþrjótar komust yfir árið 2016 varð efni þeirra uppspretta endalausra frétta helstu fjölmiðla landsins. Matt Murray, ritstjóri Washington Post, segir við eigin blað að innihald gagnanna hafi ekki verið talið nógu fréttnæmt til birtingar. Hann telur að hann sjálfur og hinir fjölmiðlarnir sem fengu gögnin hafi tekið tillit til hver er líklegur til þess að hafa lekið gögnunum og í hvaða tilgangi. „Á endanum virkaði þetta ekki nógu ferskt eða fréttnæmt,“ segir Murray. Aðrir hafa bent á að þrátt fyrir að margt af því sem var í skýrslu framboðsins um Vance hafi verið opinberar upplýsingar, þar á meðal fyrri ummæli hans um Trump, hafi einnig verið að finna mat framboðsins á því sem það telur veikleika Vance sem frambjóðanda. Ritstjóri vefritsins ProPublica taldi það mat fréttnæmt og efaðist um ákvörðun fjölmiðlanna sem fengu gögnin um að birta ekki í viðtali við AP-fréttastofuna. Bandarískir meginstraumsfjölmiðlar hafa þrátt fyrir það orðið varari um sig þegar þeir fá upp í hendurnar gögn af vafasömum uppruna. Þannig létu margir þeirra vera að segja frá innihaldi tölvupósta sem fundust á fartölvu Hunters Biden, sonar Joes Biden forseta, skömmu fyrir kosningarnar 2020 þrátt fyrir að síðar hefði verið staðfest að í það minnsta einhverjir póstanna væru ósviknir. Repúblikanar og bandamenn Trump gerðu mikið úr póstunum og héldu því fram að þeir sýndu fram á meinta spillingu og lögbrot Joes Biden. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þeim aldrei tekist að færa sönnur fyrir þeim ásökunum sínum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Talsmaður framboðs Harris segir við Reuters-fréttastofuna að FBI hafi látið vita af ógninni í síðasta mánuði. Framboðið hafi öflugar netvarnir og hafi ekki orðið vart við að þrjótum hafi orðið ágengt við að komast inn í innri kerfi þess. Alríkislögreglan rannsakar einnig það sem Trump-framboðið fullyrðir að hafi verið tölvuinnbrot íranskra tölvuþrjóta eftir að nokkrir bandarískir fjölmiðlar fengu send gögn frá framboðinu frá óþekktum heimildarmanni, þar á meðal úttekt á J.D. Vance frá því áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. Fjölmiðlarnir hafa kosið að sitja á þeim gögnum frekar en að gera sér mat úr þeim. Engar sannanir hafa verið lagðar fram um að lekinn frá framboði Trump hafi verið írönsk tölvuárás. Stjórnvöld í Teheran þvertaka fyrir að hafa staðið að árás á framboðið. Þrátt fyrir það telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir ætli sér að ala á sundrung í bandarísku samfélagi í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember með það fyrir augum að grafa undan framboði Trump, að sögn Washington Post. Rannsókn FBI á lekanum frá Trump-framboðinu er sögð beinast að því hvort að Íranir hafi beitt svokölluðum netveiðum (e. phishing) gegn Roger Stone, nánum bandamanni Trump, og ráðgjöfum Harris til þess að komast í innri samskipti framboðanna tveggja. Erlend ríki hafa í auknum mæli reynt að hafa áhrif á kosningar vestanhafs á leynilegan hátt á undanförnum árum. Þekktastar eru tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með tröllaher sem dreifði misvísandi skilaboðum á samfélagsmiðlum en kínversk og írönsk stjórnvöld eru einnig talin hafa beitt sér í undanförnum kosningum. Ekki nógu „ferskt“ eða „fréttnæmt“ til birtingar Ákvörðun þeirra fjölmiðla sem fengu gögnin innan úr framboði Trump upp í hendurnar um að gera ekkert með hefur verið umdeild. Þegar Wikileaks birti tölvupósta kosningastjóra Hillary Clinton sem rússneskir tölvuþrjótar komust yfir árið 2016 varð efni þeirra uppspretta endalausra frétta helstu fjölmiðla landsins. Matt Murray, ritstjóri Washington Post, segir við eigin blað að innihald gagnanna hafi ekki verið talið nógu fréttnæmt til birtingar. Hann telur að hann sjálfur og hinir fjölmiðlarnir sem fengu gögnin hafi tekið tillit til hver er líklegur til þess að hafa lekið gögnunum og í hvaða tilgangi. „Á endanum virkaði þetta ekki nógu ferskt eða fréttnæmt,“ segir Murray. Aðrir hafa bent á að þrátt fyrir að margt af því sem var í skýrslu framboðsins um Vance hafi verið opinberar upplýsingar, þar á meðal fyrri ummæli hans um Trump, hafi einnig verið að finna mat framboðsins á því sem það telur veikleika Vance sem frambjóðanda. Ritstjóri vefritsins ProPublica taldi það mat fréttnæmt og efaðist um ákvörðun fjölmiðlanna sem fengu gögnin um að birta ekki í viðtali við AP-fréttastofuna. Bandarískir meginstraumsfjölmiðlar hafa þrátt fyrir það orðið varari um sig þegar þeir fá upp í hendurnar gögn af vafasömum uppruna. Þannig létu margir þeirra vera að segja frá innihaldi tölvupósta sem fundust á fartölvu Hunters Biden, sonar Joes Biden forseta, skömmu fyrir kosningarnar 2020 þrátt fyrir að síðar hefði verið staðfest að í það minnsta einhverjir póstanna væru ósviknir. Repúblikanar og bandamenn Trump gerðu mikið úr póstunum og héldu því fram að þeir sýndu fram á meinta spillingu og lögbrot Joes Biden. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þeim aldrei tekist að færa sönnur fyrir þeim ásökunum sínum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06