Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2024 21:05 Mynd úr eftirlitsmyndavél sem deilt var af embætti Úkraínuforseta sýnir reyk stíga upp úr kæliturni orkuversins í borginni Energodar. Fjölmiðlaskrifstofa úkraínska forsetaembættisins Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. Að sögn þeirra hefur ekki mælst aukin geislavirkni í kringum orkuverið sem hefur verið undir stjórn rússneskra hersveita frá því fljótlega eftir upphaf allsherjarinnrár í Úkraínu árið 2022. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir sérfræðinga á vegum hennar hafa séð svartan reyk frá norðurhluta kjarnorkuversins eftir að hafa heyrt nokkrar sprengingar. Starfsmenn versins eru sagðir hafa tilkynnt drónaárás á einn kæliturninn. Stofnunin segir atvikið ekki hafa áhrif á öryggi kjarnorkuversins. „Í kjölfar sprengiárásar úkraínska hersins á bæinn Energodar kviknaði eldur í kælikerfi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins,“ segir Yevgeny Balitsky, héraðsstjóri Zaporizhzhia-héraðs á samskiptamiðlinum Telegram. Rússar útnefndu hann héraðsstjóra eftir að þeir náðu svæðinu á sitt vald. Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024 Geislun sögð mælast eðlileg Volodímír Selenskí Úkraínuforseti segir að „rússneskir hernámsmenn hafi kveikt eld“ í orkuverinu. Í færslu sem hann birti um klukkan 19 segir hann mælingar sýna að geislunarstig sé eðlilegt. Hann birtir myndskeið úr eftirlitsmyndavél sem sýnir svartan reyk streyma úr einum kæliturnunum og eld loga fyrir neðan. Balitsky segir sömuleiðis að geislun í kringum orkuverið hafi mælst eðlileg, að því er fram kemur í frétt France24. Innanríkisráðherra Úkraínu segist fylgjast náið með ástandinu og gögnum frá mælistöðvum nálægt kjarnorkuverinu. Að sögn héraðsstjórans Balitsky er búið að slökkva á öllum sex einingum versins. „Það er engin hætta á gufusprengingu eða öðrum afleiðingum,“ segir hann og bættir við að slökkviliðsmenn séu á staðnum að berjast við eldinn. Kjarnorkuverið stendur við austurbakka Dnipro-árinnar þar sem átakalína Rússa og Úkraínumanna liggur en Úkraínuher hefur hinn árbakkann undir sinni stjórn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað hvatt til stillingar á svæðinu og óttast að kærulausar hernaðaraðgerðir gætu leitt til umfangsmikils kjarnorkuslyss. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Að sögn þeirra hefur ekki mælst aukin geislavirkni í kringum orkuverið sem hefur verið undir stjórn rússneskra hersveita frá því fljótlega eftir upphaf allsherjarinnrár í Úkraínu árið 2022. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir sérfræðinga á vegum hennar hafa séð svartan reyk frá norðurhluta kjarnorkuversins eftir að hafa heyrt nokkrar sprengingar. Starfsmenn versins eru sagðir hafa tilkynnt drónaárás á einn kæliturninn. Stofnunin segir atvikið ekki hafa áhrif á öryggi kjarnorkuversins. „Í kjölfar sprengiárásar úkraínska hersins á bæinn Energodar kviknaði eldur í kælikerfi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins,“ segir Yevgeny Balitsky, héraðsstjóri Zaporizhzhia-héraðs á samskiptamiðlinum Telegram. Rússar útnefndu hann héraðsstjóra eftir að þeir náðu svæðinu á sitt vald. Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024 Geislun sögð mælast eðlileg Volodímír Selenskí Úkraínuforseti segir að „rússneskir hernámsmenn hafi kveikt eld“ í orkuverinu. Í færslu sem hann birti um klukkan 19 segir hann mælingar sýna að geislunarstig sé eðlilegt. Hann birtir myndskeið úr eftirlitsmyndavél sem sýnir svartan reyk streyma úr einum kæliturnunum og eld loga fyrir neðan. Balitsky segir sömuleiðis að geislun í kringum orkuverið hafi mælst eðlileg, að því er fram kemur í frétt France24. Innanríkisráðherra Úkraínu segist fylgjast náið með ástandinu og gögnum frá mælistöðvum nálægt kjarnorkuverinu. Að sögn héraðsstjórans Balitsky er búið að slökkva á öllum sex einingum versins. „Það er engin hætta á gufusprengingu eða öðrum afleiðingum,“ segir hann og bættir við að slökkviliðsmenn séu á staðnum að berjast við eldinn. Kjarnorkuverið stendur við austurbakka Dnipro-árinnar þar sem átakalína Rússa og Úkraínumanna liggur en Úkraínuher hefur hinn árbakkann undir sinni stjórn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað hvatt til stillingar á svæðinu og óttast að kærulausar hernaðaraðgerðir gætu leitt til umfangsmikils kjarnorkuslyss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18