Erlent

Þing­maðurinn ljúgandi hættir við nefnda­setu

Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 

Erlent

Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins

Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. 

Erlent

49 börn drukknuðu í skóla­ferð

51 manns létu lífið er bát hvolfdi á Tanda Dam-vatninu nærri borginni Kohat í Pakistan, þar af 49 börn. Börnin voru ásamt kennurum og skipstjóra í skólaferð á vatninu. 

Erlent

Alec Baldwin á­kærður fyrir mann­dráp af gá­leysi

Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. 

Erlent

Fimm til við­bótar reknir vegna dauða Nichols

Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við.

Erlent

Biden segir „nei“ við þotum til handa Úkraínu­mönnum

„Nei,“ svaraði Joe Biden Bandaríkjaforseti einfaldlega þegar hann var spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkjamenn myndu senda F-16 herþotur til Úkraínu. Úkraínumenn kalla nú eftir herþotum eftir að hafa verið lofað skriðdrekum.

Erlent

Fyrr­verandi heims­meistari annar þeirra látnu

Kyle Smaine, fyrrverandi heimsmeistari í skíðum í hálfpípu (e. half-pipe), er annar þeirra sem létust í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Smaine var 31 árs gamall og hafði ekki keppt í skíðaíþróttum í fimm ár. 

Erlent

Tveir létu lífið í snjóflóði í Japan

Tveir karlmenn létu lífið í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Mennirnir voru hluti af fimm manna hóp sem var að skíða í Hakuba Norikura-fjallinu en hinir þrír komust undan flóðinu. 

Erlent

Talsmaður Pútíns segir Boris ljúga um meinta eldflaugarhótun

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, segir ekki rétt að Pútín hafi ógnað Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Boris sagði í nýrri heimildarþáttarröð BBC um átökin í Úkraínu og aðdraganda innrásar Rússa í landið að skömmu fyrir innrásina hefði Pútín ógnað sér og Bretlandi.

Erlent