Um þúsund bréfberar misst fingur eða framan af fingri á fimm árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júlí 2024 08:33 Hundarnir sem ráðast á bréfbera eru af ýmsum tegundum. Getty Um þúsund bréfberar á Bretlandseyjum hafa misst fingur eða framan af fingri á síðustu fimm árum eftir að hafa verið bitnir af hundi þegar þeir voru að setja bréf inn um póstlúgu. Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05
Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58
Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent