Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 14:37 Ljósir flekkir í Cheyava-fossa steininum frá Mars eru lífræn efnasambönd en óvíst er hvort að uppruni þeirra er líffræðilegur eða ekki. NASA/JPL-Caltech/MSSS Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA. Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA.
Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25
Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00