Hugmyndafræðilegur ágreiningur klýfur Murdoch-fjölskylduna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júlí 2024 11:23 Rupert og Lachlan eru sagðir standa saman í að vilja knýja breytingarnar í gegn, gegn vilja Prudence, Elisabeth og James. Getty/GC Images/Jean Catuffe Miklar deilur standa nú innan Murdoch-fjölskyldunnar eftir að ættfaðirinn og fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch freistaði þess að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem var stofnaður þegar hann skildi við aðra eiginkonu sína, Önnu Murdoch Mann. Meðal þess sem Mann krafðist þegar hún skildi við eiginmann sinn var að kveðið yrði á um það í skilnaðarsáttmálanum að þau fjögur börn sem Rupert átti á þessum tíma fengju öll jafnan atkvæðarétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Börnin fjögur voru Prudence, sem Rupert átti með fyrstu eiginkonu sinni Patriciu Booker, og Elisabeth, Lachlan og James, sem Rupert átti með Mann. Elisabeth og James árið 2010.Getty/Indigo Stofnaður var fjölskyldusjóður um fjölmiðlasamsteypuna News Corp með næstum óhagganlegum skilmálum, sem kveða á um að börnin fjögur hljóti öll jafnan rétt til ákvarðanatöku þegar faðir þeirra fellur frá. Rupert hefur síðan eignast tvær dætur til viðbótar með Wendi Deng, þriðju eiginkonu sinni en stúlkurnar, Grace og Chloe, munu erfa föður sinn til jafns við hin börnin en fá ekki atkvæðarétt. Samkvæmt New York Times standa deilurnar, sem fyrr segir, um tilraunir Rupert til að fá skilmálum sjóðsins breytt, á þann veg að Lachlan Murdoch, sem tók við stjórn News Corp árið 2019, fari alfarið með stjórn þess. Prudence fyrir brúðkaup föður síns og Jerry Hall.Getty/GC Images/Alex Huckle/Neil Mockford Það sé börnunum fyrir bestu að taka af þeim völdin Deilan virðist grundvallast á hugmyndafræðilegum ágreiningi en Lachlan hefur fylgt í fótspor föður síns hvað varðar stuðning hans við íhaldssamari öfl stjórnmálanna, á meðan systkini hans þrjú hafa til að mynda gagnrýnt fréttaflutning Fox News og viljað færa fjölmiðla fjölskyldunnar meira í átt að miðju. Prudence, Elizabeth og James eru sögð óánægð með þá stefnu sem Lachlan hefur tekið, meðal annars með tilliti til einarðs stuðnings Fox News við Donald Trump og Rupert er sagður hafa áhyggjur af því að þremenningarnir munu freista þess að koma Lachlan frá þegar fram líða stundir. Rupert er sagður hafa átt fund með Prudence og Elisabeth í Lundúnum þar sem hann lagði breytingarnar á sjóðnum fyrir þær og vonaðist til að ná sáttum. Þær eru hins vegar sagðar hafa brugðist hinar reiðustu við. Það mun væntanlega verða dómstóla að kveða á um það hvort Rupert er heimilt að gera umræddar breytingar á skilmálum fjölskyldusjóðsins en skilmálarnir leyfa breytingar sem gerðar eru í góðri trú og öllum til hagsbóta. Lögmenn hans munu halda því fram að það sé nauðsynlegt, þar sem erjur á milli „barnanna“ gætu komið niður á stefnu fjölmiðla News Corp og þannig rýrt virði þeirra. Það sé þannig Prudence, Elisabeth og James raunar í hag að Lachlan haldi einn um stjórnartaumana. Rupert ásamt Wendi Deng og dætrunum Grace og Chloe. Deng var þriðja eiginkona Ruperts en hann gekk nýlega í sitt fimmta hjónaband.Getty/Steven Ferdman Gríðarlegir hagsmunir í húfi Systkinin þrjú, sem hafa áður deilt, standa sameinuð gegn föður sínum og Lachlan í umræddu máli og hafa ráðið sameiginlega lögfræðinga. Deilurnar minna óneitanlega á hina gríðarvinsælu HBO þætti Succession, sem eru sagðir hafa verið byggðir á drama innan Murdoch fjölskyldunnar. Líkt og persónurnar í Succession eru erfingjar Murdoch langt í frá á flæðiskeri staddir en hver og einn þeirra, þar með taldar Grace og Chloe, fengu um það bil tvo milljarða dala í sinn hlut þegar Rupert ákvað að selja kvikmyndaver sín og aðrar eignir til Walt Disney Company. James Murdoch og eiginkona hans Kathryn tilkynntu á þeim tíma að þau hygðust nýta hluta fjármunanna til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt þeirra mála þar sem afstaða barnanna þriggja og umfjöllun Fox News fara ekki saman. Auk þess að stjórna Fox News á Murdoch-fjölskyldan, í gegnum News Corp, miðla á borð við Wall Street Journal, New York Post, The Sunday Times og The Sun í Bretlandi. Þá á News Corp miðla í Ástralíu og bókaútgáfuna HarperCollins. News Corp er metið á um 15 milljarða Bandaríkjadala en áhrif fyrirtækisins á almenna umræðu eru mögulega ómetanleg. Þannig gæti það skipt verulegu máli hvernig dómsmálið fer. Bandaríkin Bretland Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Meðal þess sem Mann krafðist þegar hún skildi við eiginmann sinn var að kveðið yrði á um það í skilnaðarsáttmálanum að þau fjögur börn sem Rupert átti á þessum tíma fengju öll jafnan atkvæðarétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Börnin fjögur voru Prudence, sem Rupert átti með fyrstu eiginkonu sinni Patriciu Booker, og Elisabeth, Lachlan og James, sem Rupert átti með Mann. Elisabeth og James árið 2010.Getty/Indigo Stofnaður var fjölskyldusjóður um fjölmiðlasamsteypuna News Corp með næstum óhagganlegum skilmálum, sem kveða á um að börnin fjögur hljóti öll jafnan rétt til ákvarðanatöku þegar faðir þeirra fellur frá. Rupert hefur síðan eignast tvær dætur til viðbótar með Wendi Deng, þriðju eiginkonu sinni en stúlkurnar, Grace og Chloe, munu erfa föður sinn til jafns við hin börnin en fá ekki atkvæðarétt. Samkvæmt New York Times standa deilurnar, sem fyrr segir, um tilraunir Rupert til að fá skilmálum sjóðsins breytt, á þann veg að Lachlan Murdoch, sem tók við stjórn News Corp árið 2019, fari alfarið með stjórn þess. Prudence fyrir brúðkaup föður síns og Jerry Hall.Getty/GC Images/Alex Huckle/Neil Mockford Það sé börnunum fyrir bestu að taka af þeim völdin Deilan virðist grundvallast á hugmyndafræðilegum ágreiningi en Lachlan hefur fylgt í fótspor föður síns hvað varðar stuðning hans við íhaldssamari öfl stjórnmálanna, á meðan systkini hans þrjú hafa til að mynda gagnrýnt fréttaflutning Fox News og viljað færa fjölmiðla fjölskyldunnar meira í átt að miðju. Prudence, Elizabeth og James eru sögð óánægð með þá stefnu sem Lachlan hefur tekið, meðal annars með tilliti til einarðs stuðnings Fox News við Donald Trump og Rupert er sagður hafa áhyggjur af því að þremenningarnir munu freista þess að koma Lachlan frá þegar fram líða stundir. Rupert er sagður hafa átt fund með Prudence og Elisabeth í Lundúnum þar sem hann lagði breytingarnar á sjóðnum fyrir þær og vonaðist til að ná sáttum. Þær eru hins vegar sagðar hafa brugðist hinar reiðustu við. Það mun væntanlega verða dómstóla að kveða á um það hvort Rupert er heimilt að gera umræddar breytingar á skilmálum fjölskyldusjóðsins en skilmálarnir leyfa breytingar sem gerðar eru í góðri trú og öllum til hagsbóta. Lögmenn hans munu halda því fram að það sé nauðsynlegt, þar sem erjur á milli „barnanna“ gætu komið niður á stefnu fjölmiðla News Corp og þannig rýrt virði þeirra. Það sé þannig Prudence, Elisabeth og James raunar í hag að Lachlan haldi einn um stjórnartaumana. Rupert ásamt Wendi Deng og dætrunum Grace og Chloe. Deng var þriðja eiginkona Ruperts en hann gekk nýlega í sitt fimmta hjónaband.Getty/Steven Ferdman Gríðarlegir hagsmunir í húfi Systkinin þrjú, sem hafa áður deilt, standa sameinuð gegn föður sínum og Lachlan í umræddu máli og hafa ráðið sameiginlega lögfræðinga. Deilurnar minna óneitanlega á hina gríðarvinsælu HBO þætti Succession, sem eru sagðir hafa verið byggðir á drama innan Murdoch fjölskyldunnar. Líkt og persónurnar í Succession eru erfingjar Murdoch langt í frá á flæðiskeri staddir en hver og einn þeirra, þar með taldar Grace og Chloe, fengu um það bil tvo milljarða dala í sinn hlut þegar Rupert ákvað að selja kvikmyndaver sín og aðrar eignir til Walt Disney Company. James Murdoch og eiginkona hans Kathryn tilkynntu á þeim tíma að þau hygðust nýta hluta fjármunanna til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt þeirra mála þar sem afstaða barnanna þriggja og umfjöllun Fox News fara ekki saman. Auk þess að stjórna Fox News á Murdoch-fjölskyldan, í gegnum News Corp, miðla á borð við Wall Street Journal, New York Post, The Sunday Times og The Sun í Bretlandi. Þá á News Corp miðla í Ástralíu og bókaútgáfuna HarperCollins. News Corp er metið á um 15 milljarða Bandaríkjadala en áhrif fyrirtækisins á almenna umræðu eru mögulega ómetanleg. Þannig gæti það skipt verulegu máli hvernig dómsmálið fer.
Bandaríkin Bretland Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira