Erlent Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Erlent 4.5.2023 17:53 Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Erlent 4.5.2023 16:09 Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári. Erlent 4.5.2023 09:19 FDA leggur blessun sína yfir fyrsta bóluefnið gegn RS vírus Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir bóluefni gegn RS vírus, algengri kvefveiru sem er yfirleitt tiltölulega meinlaus en getur valdið dauða hjá ungabörnum og eldra fólki. Erlent 4.5.2023 08:05 Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. Erlent 4.5.2023 07:23 Rússar gerðu árásir á úkraínskar borgir í morgun Sprengingar hafa heyrst víða um Úkraínu í nótt og í morgun, degi eftir að Rússar sökuðu Úkraínumenn um að gera drónaárás á Kreml í Moskvu. Erlent 4.5.2023 07:11 Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus. Erlent 3.5.2023 23:54 Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. Erlent 3.5.2023 22:37 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Erlent 3.5.2023 21:50 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. Erlent 3.5.2023 15:55 Handtaka fólk sem hylmdi yfir með fjöldamorðingjanum í Texas Lögreglan í Texas handtók í dag nokkra einstaklinga sem eru grunaðir um hjálpa karlmanni sem skaut fimm nágranna sína til bana á föstudag að komast undir réttvísinni í fjóra sólarhringa. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi þar sem hann faldi sig undir þvotti. Erlent 3.5.2023 15:54 Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Erlent 3.5.2023 15:45 Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, og lögðu hald á síma hans í höfuðborginni Brasilíu í morgun. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meintum fölsunum á bólusetningarskírteinum vegna Covid-19. Erlent 3.5.2023 14:59 Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. Erlent 3.5.2023 14:04 Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Erlent 3.5.2023 13:36 Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. Erlent 3.5.2023 13:27 Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. Erlent 3.5.2023 12:18 Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. Erlent 3.5.2023 12:12 Líkamsleifar týnds manns fundust í krókódíl Líkamsleifar ástralsks manns sem týndist fundust í krókódíl. Maðurinn hvarf er hann var að veiða með vinum sínum í þjóðgarði í norðanverðri Ástralíu. Leit að manninum hafði staðið yfir í tvo daga þegar líkamsleifarnar fundust í krókódílnum. Erlent 3.5.2023 10:13 Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og Niinistö Volodomír Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti halda sameiginlegan blaðamannafund að loknum tvíhliða fundi þeirra í Helsinki þar sem Selenskí sækir leiðtogafund Norðurlandanna. Erlent 3.5.2023 10:03 Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. Erlent 3.5.2023 09:25 „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. Erlent 3.5.2023 07:57 Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. Erlent 3.5.2023 07:49 Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. Erlent 3.5.2023 07:47 Selenskí var ekki látinn vita af lekanum áður en hann komst í fréttirnar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hvorki Hvíta húsið né hermálayfirvöld vestanhafs hafa látið sig vita af gagnalekanum á dögunum áður en fréttir birtust af honum í fjölmiðlum. Hann segir lekann koma niður á bæði stjórnvöldum í Washington og í Kænugarði. Erlent 3.5.2023 06:59 Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. Erlent 2.5.2023 22:38 Fyrsti leiðtogafundur Norðurlanda eftir inngöngu Finna í NATO Forseti Finnlands og forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna koma á morgun saman í Helsinki til fyrsta sameiginlegs fundar þeirra frá því Finnar urðu formlega aðilar að NATO hinn 4. apríl. Þá er unnið að myndun nýrrar samsteypustjórnar hægri flokka í landinu. Erlent 2.5.2023 21:35 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. Erlent 2.5.2023 21:00 Kastaði haglaskotum í höllina Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp. Erlent 2.5.2023 20:40 Biden sendir hermenn að landamærum Mexíkó Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað varnarmálaráðuneytinu að senda 1.500 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Það gerði hann vegna mikils fjölda fólks sem er að reyna að komast inn í landið um landamærin. Erlent 2.5.2023 18:54 « ‹ 167 168 169 170 171 172 173 174 175 … 334 ›
Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Erlent 4.5.2023 17:53
Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Erlent 4.5.2023 16:09
Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári. Erlent 4.5.2023 09:19
FDA leggur blessun sína yfir fyrsta bóluefnið gegn RS vírus Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir bóluefni gegn RS vírus, algengri kvefveiru sem er yfirleitt tiltölulega meinlaus en getur valdið dauða hjá ungabörnum og eldra fólki. Erlent 4.5.2023 08:05
Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. Erlent 4.5.2023 07:23
Rússar gerðu árásir á úkraínskar borgir í morgun Sprengingar hafa heyrst víða um Úkraínu í nótt og í morgun, degi eftir að Rússar sökuðu Úkraínumenn um að gera drónaárás á Kreml í Moskvu. Erlent 4.5.2023 07:11
Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus. Erlent 3.5.2023 23:54
Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. Erlent 3.5.2023 22:37
„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Erlent 3.5.2023 21:50
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. Erlent 3.5.2023 15:55
Handtaka fólk sem hylmdi yfir með fjöldamorðingjanum í Texas Lögreglan í Texas handtók í dag nokkra einstaklinga sem eru grunaðir um hjálpa karlmanni sem skaut fimm nágranna sína til bana á föstudag að komast undir réttvísinni í fjóra sólarhringa. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi þar sem hann faldi sig undir þvotti. Erlent 3.5.2023 15:54
Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Erlent 3.5.2023 15:45
Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, og lögðu hald á síma hans í höfuðborginni Brasilíu í morgun. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meintum fölsunum á bólusetningarskírteinum vegna Covid-19. Erlent 3.5.2023 14:59
Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. Erlent 3.5.2023 14:04
Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Erlent 3.5.2023 13:36
Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. Erlent 3.5.2023 13:27
Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. Erlent 3.5.2023 12:18
Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. Erlent 3.5.2023 12:12
Líkamsleifar týnds manns fundust í krókódíl Líkamsleifar ástralsks manns sem týndist fundust í krókódíl. Maðurinn hvarf er hann var að veiða með vinum sínum í þjóðgarði í norðanverðri Ástralíu. Leit að manninum hafði staðið yfir í tvo daga þegar líkamsleifarnar fundust í krókódílnum. Erlent 3.5.2023 10:13
Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og Niinistö Volodomír Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti halda sameiginlegan blaðamannafund að loknum tvíhliða fundi þeirra í Helsinki þar sem Selenskí sækir leiðtogafund Norðurlandanna. Erlent 3.5.2023 10:03
Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. Erlent 3.5.2023 09:25
„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. Erlent 3.5.2023 07:57
Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. Erlent 3.5.2023 07:49
Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. Erlent 3.5.2023 07:47
Selenskí var ekki látinn vita af lekanum áður en hann komst í fréttirnar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hvorki Hvíta húsið né hermálayfirvöld vestanhafs hafa látið sig vita af gagnalekanum á dögunum áður en fréttir birtust af honum í fjölmiðlum. Hann segir lekann koma niður á bæði stjórnvöldum í Washington og í Kænugarði. Erlent 3.5.2023 06:59
Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. Erlent 2.5.2023 22:38
Fyrsti leiðtogafundur Norðurlanda eftir inngöngu Finna í NATO Forseti Finnlands og forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna koma á morgun saman í Helsinki til fyrsta sameiginlegs fundar þeirra frá því Finnar urðu formlega aðilar að NATO hinn 4. apríl. Þá er unnið að myndun nýrrar samsteypustjórnar hægri flokka í landinu. Erlent 2.5.2023 21:35
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. Erlent 2.5.2023 21:00
Kastaði haglaskotum í höllina Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp. Erlent 2.5.2023 20:40
Biden sendir hermenn að landamærum Mexíkó Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað varnarmálaráðuneytinu að senda 1.500 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Það gerði hann vegna mikils fjölda fólks sem er að reyna að komast inn í landið um landamærin. Erlent 2.5.2023 18:54