Óeirðir brutust út í Leeds þegar flytja átti börn í fóstur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 10:35 Óeirðirnar stóðu yfir inn í nóttina og ummerkin blöstu við í morgunsárið. AP/Katie Dickinson Óeirðir brutust út í Harehills í Leeds á Englandi í gær eftir að yfirvöld komu og sóttu börn sem flytja átti í fóstur. Lögreglubifreið var meðal annars velt á hliðina og kveikt í strætisvagni. Íbúum í nágrenninu var sagt að halda sig heima. Samkvæmt lögreglu barst tilkynning um yfirstandandi atvik um klukkan 17 í gær, þar sem starfsmenn á vegum yfirvalda og börn komu við sögu. Fólk dreif að og var starfsfólkinu og börnunum komið í skjól. Ef marka má frásagnir á samfélagsmiðlum var verið að sækja nokkur börn og flytja af heimili þeirra eftir að enn annað barn var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka. Um er að ræða Rómafólk og hafa yfirvöld verið sökuð um rasisma í tengslum við afgreiðslu málsins. Fleiri lögreglumenn voru sendir á vettvang en vitni lýsa því hvernig ráðist var á bifreiðar sem voru aðeins að reyna að komast framhjá mannfjöldanum. Ökumaður strætisvagnsins var meðal þeirra sem áttu leið hjá en hann sá sér ekki annað fært en að yfirgefa vagninn eftir að kastað var í hann. BREAKING: ROMANIAN COMMUNITY VS THE POLICE MAJOR RIOTS IN HAREHILLS, LEEDSSocial services removed 5 children from parents after a 7 month old baby was taken to hospital with a head injury.They attacked the Police and are setting things on fire.#Harehills, #Leeds #UK #Riots pic.twitter.com/pYp12oMdWL— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) July 18, 2024 Kveikt var í strætisvagninum þegar hiti færðist í leikinn og náðu logarnir yfir húsþökin í nágrenninu. Þykkan svartan reyk lagði frá svæðinu og sást hann í margra kílómetra fjarlægð. Eldur logaði í rútunni í nokkrar klukkustundir en íbúar reyndu að slökkva hann með vatni úr húsum sínum. Samkvæmt Guardian hefur myndskeiðum verið deilt þar sem fólk kastar hlutum í lögreglubifreiðina áður en henni var velt á hliðina. Þá loguðu eldar úti á götu og varð þeim haldið við með lauslegum hlutum í nágrenninu. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper hefur fordæmt uppákomuna en sitt sýnist hverjum á samfélagsmiðlum. Hefur lögreglan meðal annars verið fordæmd fyrir að halda sig fjarri eftir að óeirðirnar brutust út og þá hafa yfirvöld og lögregla, eins og fyrr segir, verið sökuð um rasisma. Fjölmenning Bretland England Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Íbúum í nágrenninu var sagt að halda sig heima. Samkvæmt lögreglu barst tilkynning um yfirstandandi atvik um klukkan 17 í gær, þar sem starfsmenn á vegum yfirvalda og börn komu við sögu. Fólk dreif að og var starfsfólkinu og börnunum komið í skjól. Ef marka má frásagnir á samfélagsmiðlum var verið að sækja nokkur börn og flytja af heimili þeirra eftir að enn annað barn var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka. Um er að ræða Rómafólk og hafa yfirvöld verið sökuð um rasisma í tengslum við afgreiðslu málsins. Fleiri lögreglumenn voru sendir á vettvang en vitni lýsa því hvernig ráðist var á bifreiðar sem voru aðeins að reyna að komast framhjá mannfjöldanum. Ökumaður strætisvagnsins var meðal þeirra sem áttu leið hjá en hann sá sér ekki annað fært en að yfirgefa vagninn eftir að kastað var í hann. BREAKING: ROMANIAN COMMUNITY VS THE POLICE MAJOR RIOTS IN HAREHILLS, LEEDSSocial services removed 5 children from parents after a 7 month old baby was taken to hospital with a head injury.They attacked the Police and are setting things on fire.#Harehills, #Leeds #UK #Riots pic.twitter.com/pYp12oMdWL— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) July 18, 2024 Kveikt var í strætisvagninum þegar hiti færðist í leikinn og náðu logarnir yfir húsþökin í nágrenninu. Þykkan svartan reyk lagði frá svæðinu og sást hann í margra kílómetra fjarlægð. Eldur logaði í rútunni í nokkrar klukkustundir en íbúar reyndu að slökkva hann með vatni úr húsum sínum. Samkvæmt Guardian hefur myndskeiðum verið deilt þar sem fólk kastar hlutum í lögreglubifreiðina áður en henni var velt á hliðina. Þá loguðu eldar úti á götu og varð þeim haldið við með lauslegum hlutum í nágrenninu. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper hefur fordæmt uppákomuna en sitt sýnist hverjum á samfélagsmiðlum. Hefur lögreglan meðal annars verið fordæmd fyrir að halda sig fjarri eftir að óeirðirnar brutust út og þá hafa yfirvöld og lögregla, eins og fyrr segir, verið sökuð um rasisma.
Fjölmenning Bretland England Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira