Óeirðir brutust út í Leeds þegar flytja átti börn í fóstur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 10:35 Óeirðirnar stóðu yfir inn í nóttina og ummerkin blöstu við í morgunsárið. AP/Katie Dickinson Óeirðir brutust út í Harehills í Leeds á Englandi í gær eftir að yfirvöld komu og sóttu börn sem flytja átti í fóstur. Lögreglubifreið var meðal annars velt á hliðina og kveikt í strætisvagni. Íbúum í nágrenninu var sagt að halda sig heima. Samkvæmt lögreglu barst tilkynning um yfirstandandi atvik um klukkan 17 í gær, þar sem starfsmenn á vegum yfirvalda og börn komu við sögu. Fólk dreif að og var starfsfólkinu og börnunum komið í skjól. Ef marka má frásagnir á samfélagsmiðlum var verið að sækja nokkur börn og flytja af heimili þeirra eftir að enn annað barn var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka. Um er að ræða Rómafólk og hafa yfirvöld verið sökuð um rasisma í tengslum við afgreiðslu málsins. Fleiri lögreglumenn voru sendir á vettvang en vitni lýsa því hvernig ráðist var á bifreiðar sem voru aðeins að reyna að komast framhjá mannfjöldanum. Ökumaður strætisvagnsins var meðal þeirra sem áttu leið hjá en hann sá sér ekki annað fært en að yfirgefa vagninn eftir að kastað var í hann. BREAKING: ROMANIAN COMMUNITY VS THE POLICE MAJOR RIOTS IN HAREHILLS, LEEDSSocial services removed 5 children from parents after a 7 month old baby was taken to hospital with a head injury.They attacked the Police and are setting things on fire.#Harehills, #Leeds #UK #Riots pic.twitter.com/pYp12oMdWL— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) July 18, 2024 Kveikt var í strætisvagninum þegar hiti færðist í leikinn og náðu logarnir yfir húsþökin í nágrenninu. Þykkan svartan reyk lagði frá svæðinu og sást hann í margra kílómetra fjarlægð. Eldur logaði í rútunni í nokkrar klukkustundir en íbúar reyndu að slökkva hann með vatni úr húsum sínum. Samkvæmt Guardian hefur myndskeiðum verið deilt þar sem fólk kastar hlutum í lögreglubifreiðina áður en henni var velt á hliðina. Þá loguðu eldar úti á götu og varð þeim haldið við með lauslegum hlutum í nágrenninu. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper hefur fordæmt uppákomuna en sitt sýnist hverjum á samfélagsmiðlum. Hefur lögreglan meðal annars verið fordæmd fyrir að halda sig fjarri eftir að óeirðirnar brutust út og þá hafa yfirvöld og lögregla, eins og fyrr segir, verið sökuð um rasisma. Fjölmenning Bretland England Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Íbúum í nágrenninu var sagt að halda sig heima. Samkvæmt lögreglu barst tilkynning um yfirstandandi atvik um klukkan 17 í gær, þar sem starfsmenn á vegum yfirvalda og börn komu við sögu. Fólk dreif að og var starfsfólkinu og börnunum komið í skjól. Ef marka má frásagnir á samfélagsmiðlum var verið að sækja nokkur börn og flytja af heimili þeirra eftir að enn annað barn var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka. Um er að ræða Rómafólk og hafa yfirvöld verið sökuð um rasisma í tengslum við afgreiðslu málsins. Fleiri lögreglumenn voru sendir á vettvang en vitni lýsa því hvernig ráðist var á bifreiðar sem voru aðeins að reyna að komast framhjá mannfjöldanum. Ökumaður strætisvagnsins var meðal þeirra sem áttu leið hjá en hann sá sér ekki annað fært en að yfirgefa vagninn eftir að kastað var í hann. BREAKING: ROMANIAN COMMUNITY VS THE POLICE MAJOR RIOTS IN HAREHILLS, LEEDSSocial services removed 5 children from parents after a 7 month old baby was taken to hospital with a head injury.They attacked the Police and are setting things on fire.#Harehills, #Leeds #UK #Riots pic.twitter.com/pYp12oMdWL— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) July 18, 2024 Kveikt var í strætisvagninum þegar hiti færðist í leikinn og náðu logarnir yfir húsþökin í nágrenninu. Þykkan svartan reyk lagði frá svæðinu og sást hann í margra kílómetra fjarlægð. Eldur logaði í rútunni í nokkrar klukkustundir en íbúar reyndu að slökkva hann með vatni úr húsum sínum. Samkvæmt Guardian hefur myndskeiðum verið deilt þar sem fólk kastar hlutum í lögreglubifreiðina áður en henni var velt á hliðina. Þá loguðu eldar úti á götu og varð þeim haldið við með lauslegum hlutum í nágrenninu. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper hefur fordæmt uppákomuna en sitt sýnist hverjum á samfélagsmiðlum. Hefur lögreglan meðal annars verið fordæmd fyrir að halda sig fjarri eftir að óeirðirnar brutust út og þá hafa yfirvöld og lögregla, eins og fyrr segir, verið sökuð um rasisma.
Fjölmenning Bretland England Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira