Erlent

Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi

Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga.

Erlent

Þúsundir hafi látist í hitabylgjunum í Bretlandi í sumar

Á þriðja þúsund manns, 65 ára og eldri, létust á meðan hitabylgjum í Bretlandi stóð í sumar en alls voru umfram dauðsföll 2.803 talsins í sumar og hefur umfram dánartíðni hjá þessum aldurshóp ekki verið meiri frá árinu 2004. Hátt í fimmtán hundruð umfram dauðsföll voru skráð á einu tímabili í ágúst.

Erlent

Telja Trump enn vera með opinber gögn

Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma.

Erlent

Sagt upp því á­fanginn var of erfiður

Kennara við Háskólann í New York var nýlega sagt upp eftir að nemendur hans kvörtuðu yfir því að áfangi hans væri of erfiður. Samstarfsmenn kennarans hafa kvartað yfir uppsögninni.

Erlent

Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin

Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma.

Erlent

Mannréttindaráðið hafnar að ræða brot Kínverja á úígúrum

Meirihluti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu vestrænna ríkja um að ræða ætluð mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda á úígúrum og öðrum múslimum í Xinjiang-héraði. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu ráðsins sem það hafnar tillögu af þessu tagi.

Erlent

Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur

Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum.

Erlent

Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða

Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands.

Erlent

Anna Sor­okin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi

Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum.

Erlent

Flugu herþotum að Suður-Kóreu

Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu.

Erlent

Ian líklega mannskæðasti fellibylur Flórída frá 1935

Fellibylurinn Ian er líklega sá mannskæðasti sem gengið hefur yfir Flórída frá árinu 1935. Fjöldi dauðsfalla er enn á reiki og tala miðlar vestanhafs um að allt að 120 dauðsföll vegna fellibylsins hafi verið staðfest. Enn er verið að leita í rústum húsa.

Erlent

Inn­limun, bak­slag og yfir­taka

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu.

Erlent

Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa

OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni.

Erlent

Telja Úkraínu­menn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns

Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins.

Erlent

Vilja dæla vopnum til Taívans

Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið.

Erlent