Segir Johnson hafa spurt hvort „hárblásari“ dygði gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 07:36 Cummings hefur verið afar gagnrýninn á Johnson en er sjálfur verið afar umdeildur. AP/PA/James Manning Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, spurði vísindamennina Chris Witty og Patrick Vallance að því hvort hægt væri að útrýma SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19, með „sérstökum hárblásara“. Þetta kemur fram í vitnisburði Dominic Cummings, sem þá var helsti ráðgjafi Johnson, til nefndar sem rannsakar framgöngu stjórnvalda á Bretlandseyjum í kórónuveirufaraldrinum. Cummings sagði augnablikið hafa verið dapurlegt en Johnson hafi sent YouTube-myndskeið á vísindamennina þar sem maður sést nota einhvers konar blásara til að blása upp í nefið á sér og innt þá álits. Eftir að Cummings var látinn fara hefur hann verið duglegur við að gagnrýna forsætisráðherrann fyrrverandi og greinir einnig frá því í vitnisburði sínum að Johnson hafi beðið hann um að finna „dauðan kött“ til að koma fréttum af Covid-19 af síðum dagblaðanna, þar sem hann var orðinn hundleiður á þeim. „Dauður köttur“ er í þessu samhengi eitthvað fjaðrafok sem Cummings átti að stofna til til að beina athygli fjölmiðla annað. Cummings segir í vitnisburðinum að Johnson hafi verið mjög annars hugar þessi misserin; hann hafi verið að vinna að ævisögu Shakespeare og átt í fjárhagslegum erfiðleikum vegna skilnaðar sem hann var að ganga í gegnum og endurbóta sem þáverandi kærastan hans var að láta gera á forsætisráðherrabústaðnum. Þá var fyrrverandi kærasta hans að gagnrýna hann í fjölmiðlum. Cummings segir stjórnvöldum hafa gjörsamlega mistekist í faraldrinum og að viðkvæmir hópar hefðu verið algjörlega vanræktir þegar gripið var til aðgerða á borð við útgöngubann. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Þetta kemur fram í vitnisburði Dominic Cummings, sem þá var helsti ráðgjafi Johnson, til nefndar sem rannsakar framgöngu stjórnvalda á Bretlandseyjum í kórónuveirufaraldrinum. Cummings sagði augnablikið hafa verið dapurlegt en Johnson hafi sent YouTube-myndskeið á vísindamennina þar sem maður sést nota einhvers konar blásara til að blása upp í nefið á sér og innt þá álits. Eftir að Cummings var látinn fara hefur hann verið duglegur við að gagnrýna forsætisráðherrann fyrrverandi og greinir einnig frá því í vitnisburði sínum að Johnson hafi beðið hann um að finna „dauðan kött“ til að koma fréttum af Covid-19 af síðum dagblaðanna, þar sem hann var orðinn hundleiður á þeim. „Dauður köttur“ er í þessu samhengi eitthvað fjaðrafok sem Cummings átti að stofna til til að beina athygli fjölmiðla annað. Cummings segir í vitnisburðinum að Johnson hafi verið mjög annars hugar þessi misserin; hann hafi verið að vinna að ævisögu Shakespeare og átt í fjárhagslegum erfiðleikum vegna skilnaðar sem hann var að ganga í gegnum og endurbóta sem þáverandi kærastan hans var að láta gera á forsætisráðherrabústaðnum. Þá var fyrrverandi kærasta hans að gagnrýna hann í fjölmiðlum. Cummings segir stjórnvöldum hafa gjörsamlega mistekist í faraldrinum og að viðkvæmir hópar hefðu verið algjörlega vanræktir þegar gripið var til aðgerða á borð við útgöngubann.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira