Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 10:50 Myndirnar munu hafa verið í dreifingu í sumar og á að vera búið að eyða þeim. Foreldrar stúlknanna óttast að þær stingi aftur upp kollinum. Getty Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind. Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind.
Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05