Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 18:49 Casey Bloys forstjóri HBO á frumsýningu Game of Thrones House of the Dragon í fyrra. EPA Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone. Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Sjá meira
Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone.
Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Sjá meira