Erlent

Geta A-vítamíndropar læknað laskað lyktarskyn?

A-vítamíndropar gætu hjálpað við að laga horfið eða breytt lyktarskyn vegna sýkingar af völdum SARS-CoV-2. University of East Anglia hefur boðað rannsókn til að kanna þennan möguleika, sem mun taka tólf vikur.

Erlent

Hraunstraumurinn vellur út í sjó

Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið.

Erlent

Flúðu eiturgas frá eldgosinu

Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur.

Erlent

Atlanta-morðinginn lýsir yfir sakleysi

Maður sem hóf skothríð á þremur nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum og úthverfi borgarinnar í mars segist saklaus gagnvart nýjustu ákærunum gegn honum. Maðurinn skaut átta til bana og þar af sex konur af asískum uppruna.

Erlent

NASA horfir lengra út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra.

Erlent

Kanna hvort sprengju hafi verið komið fyrir í Gautaborg

Lögreglan í Gautaborg rannsakar nú hvort að sprengju kunni að hafa verið komið fyrir við fjölbýlishús þar sem mikil sprenging varð snemma í morgun. Fjórir íbúar hússins eru alvarlega slasaðir en að minnsta kosti sextán voru fluttir á sjúkrahús.

Erlent

Bandaríkin skrefinu nær vanskilum

Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni.

Erlent

Hver er þessi Olaf Scholz?

Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum.

Erlent

Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel

Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel.

Erlent

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Erlent

Eggi kastað í Macron

Mótmælandi kastaði eggi í Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Samhliða því kallaði hann: „Viva la revolution“ eða „lengi lifi byltingin“. Eggið brotnaði ekki heldur skoppaði af öxl forsetans.

Erlent

Dauðsföll vegna ofskammta í nýjum hæðum vestanhafs

Dauðsföll vegna ofskammta af verkjalyfjum hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) hefur varað við því að verkjalyf sem ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum vestanhafs innihaldi fentanýl eða metamfetamín og það hafi leitt til fjölmargra dauðsfalla.

Erlent

Kol­a­skort­ur og raf­magns­leys­i Kína

Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum.

Erlent

Öflugur skjálfti við Krít

Öflugur skjálfti varð suður af grísku eyjunni Krít í morgun. Skjálftinn mælist 5,9 að stærð og voru upptök hans um tuttugu kílómetra suðaustur af borginni Heraklion og á um tíu kílómetra dýpi. Fyrstu fréttir hermdu að skjálftinn hafi verið 6,5 að stærð.

Erlent

Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt

Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað.

Erlent