Tengdafaðir Alaba og stjörnukokkurinn Frank Heppner handtekinn Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 13:56 Frank Heppner er sagður vera einn þeirra sem var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn. Frank Heppner, þýskur stjörnukokkur og tengdafaðir knattspyrnumannsins David Alaba, er meðal þeirra sem hafa verið handteknir vegna tengsla við hægri öfga-hópinn Reichsburger. Heppner var handtekinn á veitingastað sínum í Austurríki í aðgerðum lögreglunnar. Að minnsta kosti 25 voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn er lögreglan framkvæmdi húsleitir hjá fólki sem tengdist hægri öfga-hópnum Reichsburger. Fram hefur komið að meðal þeirra handteknu séu 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, og fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu. Fréttastofa Sky greinir nú frá því að stjörnukokkurinn Frank Heppner hafi einnig verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Hann var staddur á veitingastað sínum í Austurríki, Kitzbuhel, þegar hann var tekinn. Samkvæmt grein Sky átti Heppner að taka við mötuneyti nýju ríkisstjórnarinnar. Þá átti hann líka að elda ofan í hermenn landsins. Heppner hefur starfað á mörgum af fínustu veitingastöðum Evrópu en hann sérhæfir sig í evrópsk-asískri matargerð. Dóttir hans, Shalimar Heppner, starfar sem samskiptafulltrúi og fyrirsæta. Hún er í sambandi með knattspyrnumanninum David Alaba sem spilar fyrir Real Madrid á Spáni. David Alaba var hluti af austurríska liðinu sem Ísland sigraði á EM 2016 og tryggði sig þannig áfram í sextán liða úrslit mótsins. Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Að minnsta kosti 25 voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn er lögreglan framkvæmdi húsleitir hjá fólki sem tengdist hægri öfga-hópnum Reichsburger. Fram hefur komið að meðal þeirra handteknu séu 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, og fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu. Fréttastofa Sky greinir nú frá því að stjörnukokkurinn Frank Heppner hafi einnig verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Hann var staddur á veitingastað sínum í Austurríki, Kitzbuhel, þegar hann var tekinn. Samkvæmt grein Sky átti Heppner að taka við mötuneyti nýju ríkisstjórnarinnar. Þá átti hann líka að elda ofan í hermenn landsins. Heppner hefur starfað á mörgum af fínustu veitingastöðum Evrópu en hann sérhæfir sig í evrópsk-asískri matargerð. Dóttir hans, Shalimar Heppner, starfar sem samskiptafulltrúi og fyrirsæta. Hún er í sambandi með knattspyrnumanninum David Alaba sem spilar fyrir Real Madrid á Spáni. David Alaba var hluti af austurríska liðinu sem Ísland sigraði á EM 2016 og tryggði sig þannig áfram í sextán liða úrslit mótsins.
Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08
25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37