Erlent

Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden

Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum.

Erlent

Aftökur og aflimanir hefjast á ný

Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum.

Erlent

Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega.

Erlent

Einn látinn og tólf særðir í skotárás í Bandaríkjunum

Minnst einn er látinn og tólf særðir eftir skotárás í matvöruverslun í Tennessee í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn hóf skothríð í Kroger-verslun í Collierville, sem er úthverfi Memphis. Þegar lögregluþjóna bar að garði komu þeir að árásarmanninum látnum.

Erlent

Stjórnar­myndunar­við­ræður í fullum gangi í Noregi

Þrír flokkra af vinstri væng og miðju norskra stjórnmála koma saman til síns fyrsta fundar til að ræða mögulega stjórnarmyndun í dag. Framtíð olíuiðnaðarins, skattamál og samskiptin við Evrópusambandið eru talin helstu ágreiningsmál flokkanna.

Erlent

Al­ríkis­lög­reglan leitar að unnusta Petito

Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani.

Erlent

Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur

Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála.

Erlent

R. Kel­ly mun ekki bera vitni í eigin máli

Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans.

Erlent

Enn einn slagurinn um skuldaþak með yfirvofandi hættu á vanskilum

Ekkert samkomulag hefur enn náðst á Bandaríkjaþingi um fjárlög eða nauðsynlega hækkun skuldaþaks ríkissjóðs þegar innan við tvær vikur eru þar til núverandi fjárlagaári lýkur. Bandaríski ríkissjóðurinn gæti jafnframt endað í vanskilum í næsta mánuði sem er talið geta haft afleiðingar sem jafnast á við fjármálahrunið árið 2008.

Erlent

Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta

Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði.

Erlent

Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum

Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu.

Erlent