Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 12:08 Lögregluþjónar leiða Hinrik XIII, prins af Reuss ætti, eftir að hann var handtekinn í morgun. AP/DPA/Boris Roessler Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. Hann 71 árs gamli Hinrik kallar sig prins og er sagður tilheyra Reuss-ættinni, sem drottnaði á árum áður yfir hluta Austur-Þýskalands. Reuters vitnar í þýska saksóknara sem segja Hinrik hafa leitað til ráðamanna í Rússlandi því hann hafi talið Rússa mikilvæga í þeirri nýjum heimsskipan sem hann vildi mynda. Engar vísbendingar eru um að Rússar hafi svarað honum. Aðrir meðlimir Reuss-ættarinnar höfðu áður útskúfað Hinriki vegna öfga hans. Hinrik og aðrir sem voru handteknir eru sagðir tengjast Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. Alls voru 25 handteknir í aðgerðum morgunsins, þar af einn Rússi. Einn þeirra var handtekinn í Austurríki og annar á Ítalíu. Hópurinn er einnig sagður innihalda Birgit Malasack-Winkemann, fyrrverandi þingkonu þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Sjá einnig: Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Saksóknarar segja 27 aðra grunaða um aðild að ráðabrugginu. Þýski miðillinn DW segir yfirmann í sérsveitum Þýskalands vera meðal hinna grunuðu auk annarra hermanna í þýska hernum. Hinrik og aðrir sem voru handteknir í morgun eru sagðir hafa ætlað sér að gera árás á þýska þinghúsið og taka þar fólk í gíslingu. Síðan hafi þeir ætlað að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Hinriks. Fram hefur komið að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. DW segir einnig að tilefni aðgerða lögreglunnar í morgun hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Fólk sem tengist hreyfingunni er sagt aðhyllast margvíslegum samsæriskenningum eins og Q-anon og trúa því að einhvers konar djúpríki stjórni Þýskalandi. Þýskaland Tengdar fréttir 29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59 Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54 Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hann 71 árs gamli Hinrik kallar sig prins og er sagður tilheyra Reuss-ættinni, sem drottnaði á árum áður yfir hluta Austur-Þýskalands. Reuters vitnar í þýska saksóknara sem segja Hinrik hafa leitað til ráðamanna í Rússlandi því hann hafi talið Rússa mikilvæga í þeirri nýjum heimsskipan sem hann vildi mynda. Engar vísbendingar eru um að Rússar hafi svarað honum. Aðrir meðlimir Reuss-ættarinnar höfðu áður útskúfað Hinriki vegna öfga hans. Hinrik og aðrir sem voru handteknir eru sagðir tengjast Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. Alls voru 25 handteknir í aðgerðum morgunsins, þar af einn Rússi. Einn þeirra var handtekinn í Austurríki og annar á Ítalíu. Hópurinn er einnig sagður innihalda Birgit Malasack-Winkemann, fyrrverandi þingkonu þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Sjá einnig: Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Saksóknarar segja 27 aðra grunaða um aðild að ráðabrugginu. Þýski miðillinn DW segir yfirmann í sérsveitum Þýskalands vera meðal hinna grunuðu auk annarra hermanna í þýska hernum. Hinrik og aðrir sem voru handteknir í morgun eru sagðir hafa ætlað sér að gera árás á þýska þinghúsið og taka þar fólk í gíslingu. Síðan hafi þeir ætlað að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Hinriks. Fram hefur komið að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. DW segir einnig að tilefni aðgerða lögreglunnar í morgun hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Fólk sem tengist hreyfingunni er sagt aðhyllast margvíslegum samsæriskenningum eins og Q-anon og trúa því að einhvers konar djúpríki stjórni Þýskalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir 29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59 Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54 Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59
Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54
Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30