Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 11:25 Bandaríkjamenn hafa ákært nokkra meðlimi kínverska tölvuþrjótahópsins APT41 á undanförnum árum. Getty/EPA Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira