Erlent Úlfar réðust á skokkara í dýralífsgarði 36 ára kona liggur nú á gjörgæslu í Frakklandi eftir að úlfar réðust á hana. Konan skokkaði frá húsinu sem hún dvaldi í í Thoiry-garðinum rétt fyrir utan París í dag og endaði fyrir slysni í dýralífsgarði sem á aðeins að vera opinn fyrir bifreiðar. Erlent 23.6.2024 16:05 Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Erlent 23.6.2024 10:52 Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. Erlent 23.6.2024 09:09 Þrír látnir og tugir særðir eftir loftárás á Karkív Að minnsta kosti þrír létu lífið eftir rússneska loftárás á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu í dag. Þar að auki særðust 52. Erlent 22.6.2024 23:30 Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Erlent 22.6.2024 20:01 Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað. Erlent 22.6.2024 18:01 Ein helsta perla Ítalíu lokuð ferðamönnum Bæjarstjóri Capri-eyju á Ítalíu fyrirskipaði að ferðamönnum yrði meinaður aðgangur að eyjunni klukkan níu í morgun. Neyðarástand ríkir á eyjunni vegna skorts á vatni. Erlent 22.6.2024 17:00 Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erlent 22.6.2024 13:01 Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. Erlent 22.6.2024 12:48 Táningur ákærður fyrir morð sjö ára drengs Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti. Erlent 22.6.2024 09:40 Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Erlent 22.6.2024 08:37 Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Erlent 21.6.2024 22:31 Fær ekki frest og hefur afplánun 1. júlí Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað umleitan Steve Bannon, sem eitt sinn var helsti bandamaður Donald Trump, um frest á afplánun. Erlent 21.6.2024 12:56 Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. Erlent 21.6.2024 10:46 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21.6.2024 08:00 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Erlent 21.6.2024 07:32 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Erlent 20.6.2024 23:42 Sinubruni ógnar einum uppáhaldsgolfvelli íslenskra ferðamanna Stór eldur logar í sinu við á Orihuela Costa á sunnanverðum Spáni. Eldurinn er nokkuð umfangsmikill og logar á milli golfvallanna við Campoamor og Las Ramblas, báðir eru mjög vinsælir meðal íslenskra ferðamanna og golfunnenda og eiga margir Íslendingar sumarhús á svæðinu. Erlent 20.6.2024 20:07 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Erlent 20.6.2024 18:43 Óttast að árásarmaðurinn flýi land Dómari í héraðsdómi Kaupmannahöfn hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem ákærður er fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þann sjöunda júní síðastliðinn um tvær vikur. Dómari segist óttast að hann muni flýja land. Erlent 20.6.2024 18:25 Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. Erlent 20.6.2024 15:25 Vinsæll fjallvegur í Noregi lokaður út árið vegna grjóthruns Tröllastígurinn, einn flottasti vegur heims og vinsæll ferðamannastaður í Noregi, verður lokaður út árið vegna hættu á grjóthruni. Deilur eru um það hvort fylki eða ríkið eigi að borga fyrir viðhald. Erlent 20.6.2024 11:52 Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Erlent 20.6.2024 08:47 Krefst fræðslu um gyðingahatur eftir að tólf ára stúlku var nauðgað Tveir þrettán ára drengir hafa verið ákærðir fyrir að nauðga tólf ára stúlku í Frakklandi. Stúlkan er gyðingur og segir drengina hafa viðhaft hatursorðræðu um hana á meðan þeir nauðguðu henni. Frakklandsforseti hefur beint því til skólakerfisins að efla fræðslu um gyðingahatur. Erlent 20.6.2024 08:03 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. Erlent 20.6.2024 07:53 Banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu. Bannið tekur gildi eftir fimm ár og hefur verið fagnað af umhverfisverndarsinnum. Erlent 20.6.2024 06:48 Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Erlent 19.6.2024 23:56 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Erlent 19.6.2024 22:00 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. Erlent 19.6.2024 20:08 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. Erlent 19.6.2024 17:47 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 334 ›
Úlfar réðust á skokkara í dýralífsgarði 36 ára kona liggur nú á gjörgæslu í Frakklandi eftir að úlfar réðust á hana. Konan skokkaði frá húsinu sem hún dvaldi í í Thoiry-garðinum rétt fyrir utan París í dag og endaði fyrir slysni í dýralífsgarði sem á aðeins að vera opinn fyrir bifreiðar. Erlent 23.6.2024 16:05
Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Erlent 23.6.2024 10:52
Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. Erlent 23.6.2024 09:09
Þrír látnir og tugir særðir eftir loftárás á Karkív Að minnsta kosti þrír létu lífið eftir rússneska loftárás á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu í dag. Þar að auki særðust 52. Erlent 22.6.2024 23:30
Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Erlent 22.6.2024 20:01
Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað. Erlent 22.6.2024 18:01
Ein helsta perla Ítalíu lokuð ferðamönnum Bæjarstjóri Capri-eyju á Ítalíu fyrirskipaði að ferðamönnum yrði meinaður aðgangur að eyjunni klukkan níu í morgun. Neyðarástand ríkir á eyjunni vegna skorts á vatni. Erlent 22.6.2024 17:00
Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erlent 22.6.2024 13:01
Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. Erlent 22.6.2024 12:48
Táningur ákærður fyrir morð sjö ára drengs Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti. Erlent 22.6.2024 09:40
Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Erlent 22.6.2024 08:37
Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Erlent 21.6.2024 22:31
Fær ekki frest og hefur afplánun 1. júlí Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað umleitan Steve Bannon, sem eitt sinn var helsti bandamaður Donald Trump, um frest á afplánun. Erlent 21.6.2024 12:56
Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. Erlent 21.6.2024 10:46
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21.6.2024 08:00
Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Erlent 21.6.2024 07:32
Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Erlent 20.6.2024 23:42
Sinubruni ógnar einum uppáhaldsgolfvelli íslenskra ferðamanna Stór eldur logar í sinu við á Orihuela Costa á sunnanverðum Spáni. Eldurinn er nokkuð umfangsmikill og logar á milli golfvallanna við Campoamor og Las Ramblas, báðir eru mjög vinsælir meðal íslenskra ferðamanna og golfunnenda og eiga margir Íslendingar sumarhús á svæðinu. Erlent 20.6.2024 20:07
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Erlent 20.6.2024 18:43
Óttast að árásarmaðurinn flýi land Dómari í héraðsdómi Kaupmannahöfn hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem ákærður er fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þann sjöunda júní síðastliðinn um tvær vikur. Dómari segist óttast að hann muni flýja land. Erlent 20.6.2024 18:25
Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. Erlent 20.6.2024 15:25
Vinsæll fjallvegur í Noregi lokaður út árið vegna grjóthruns Tröllastígurinn, einn flottasti vegur heims og vinsæll ferðamannastaður í Noregi, verður lokaður út árið vegna hættu á grjóthruni. Deilur eru um það hvort fylki eða ríkið eigi að borga fyrir viðhald. Erlent 20.6.2024 11:52
Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Erlent 20.6.2024 08:47
Krefst fræðslu um gyðingahatur eftir að tólf ára stúlku var nauðgað Tveir þrettán ára drengir hafa verið ákærðir fyrir að nauðga tólf ára stúlku í Frakklandi. Stúlkan er gyðingur og segir drengina hafa viðhaft hatursorðræðu um hana á meðan þeir nauðguðu henni. Frakklandsforseti hefur beint því til skólakerfisins að efla fræðslu um gyðingahatur. Erlent 20.6.2024 08:03
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. Erlent 20.6.2024 07:53
Banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu. Bannið tekur gildi eftir fimm ár og hefur verið fagnað af umhverfisverndarsinnum. Erlent 20.6.2024 06:48
Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Erlent 19.6.2024 23:56
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Erlent 19.6.2024 22:00
Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. Erlent 19.6.2024 20:08
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. Erlent 19.6.2024 17:47