Erlent

Úlfar réðust á skokkara í dýralífsgarði

36 ára kona liggur nú á gjörgæslu í Frakklandi eftir að úlfar réðust á hana. Konan skokkaði frá húsinu sem hún dvaldi í í Thoiry-garðinum rétt fyrir utan París í dag og endaði fyrir slysni í dýralífsgarði sem á aðeins að vera opinn fyrir bifreiðar. 

Erlent

Hefja könnun á nýjum flug­velli fyrir Fær­eyjar

Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja.

Erlent

Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa

Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun.

Erlent

Hljóp ber­fætt undan sprengjuregninu

Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum.

Erlent

Banna skamm­tíma­leigu til túr­ista í Barcelona

Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni.

Erlent

Græn­lendingar opna nýja alþjóðaflugstöð

Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega.

Erlent

Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife

Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist.

Erlent

Rutte næsti fram­kvæmda­stjóri NATO

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka.

Erlent

Óttast að á­rásar­maðurinn flýi land

Dómari í héraðsdómi Kaupmannahöfn hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem ákærður er fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þann sjöunda júní síðastliðinn um tvær vikur. Dómari segist óttast að hann muni flýja land.

Erlent

Ungur breskur maður týndur á Tenerife

Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG.

Erlent