Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 11:08 Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, tilkynntu um áformin á óvæntum blaðamannafundi í dag. EPA/EMIL HELMS Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“ Danmörk NATO Rússland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“
Danmörk NATO Rússland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira