Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 11:08 Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, tilkynntu um áformin á óvæntum blaðamannafundi í dag. EPA/EMIL HELMS Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“ Danmörk NATO Rússland Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“
Danmörk NATO Rússland Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent