Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 23:45 Morgan Ortgus er fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. EPA Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. Í öryggisráðinu eru alls fimmtán lönd, þar af tíu lönd sem eru skipuð á tveggja ára fresti. Fimm lönd eru hins vegar alltaf með sæti í ráðinu og hafa því neitunarvald en það eru Bandaríkin, Kína, Frakkland, Rússland og Bretland. Löndin tíu sem eru nú í ráðinu eru Alsír, Danmörk, Grikkland, Gvæjana, Pakistan, Panama, Suður-Kórea, Síerra Leóne, Slóvenía og Sómalía. Á fundi ráðsins í dag var kosið um hvort krafist yrði „tafarlauss, skilyrðislauss og varanlegs vopnahlés á Gasaströndinni.“ Áður en fulltrúarnir greiddu atkvæði sagði Morgan Ortagus, fulltrúi Bandaríkjanna, að atkvæði hennar fyrir hönd Bandaríkjanna „kæmi ekki á óvart.“ Ástæðan sé að í kröfunni komi ekki fram fordæming á gjörðum Hamas-samtakanna né viðurkenning á rétti Ísraela til að verja sig. „Þessi ályktun neitar að viðurkenna og leitast við að snúa aftur til misheppnaðs kerfis sem hefur gert Hamas kleift að auðga og styrkja sig á kostnað óbreyttra borgara í neyð,“ sagði Ortagus. Þetta er í sjötta skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu gegn kröfunni, síðast í júní. Þjóðarmorð og hungursneyð Það eru einungis tveir dagar síðan greint var frá því að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Það var í fyrsta skipti sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi að um þjóðarmorð væri að ræða. Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni en um miðjan ágústmánuð viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð ríkti þar. Frá því að komist var að þeirri niðurstöðu hafa 154 dáið úr hungri, þar af fjórir á síðasta sólarhringnum. Þá hafa alls 98 verið drepnir af hermönnum Ísraelshers síðasta sólarhringinn og 385 særðir. Ísraelsher herjar nú á Gasa-borg en Ísraelsher opnaði flóttaleið í gærmorgun sem átti að vera íbúum borgarinnar opin í tvo sólarhringa. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa flúið borgina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Í öryggisráðinu eru alls fimmtán lönd, þar af tíu lönd sem eru skipuð á tveggja ára fresti. Fimm lönd eru hins vegar alltaf með sæti í ráðinu og hafa því neitunarvald en það eru Bandaríkin, Kína, Frakkland, Rússland og Bretland. Löndin tíu sem eru nú í ráðinu eru Alsír, Danmörk, Grikkland, Gvæjana, Pakistan, Panama, Suður-Kórea, Síerra Leóne, Slóvenía og Sómalía. Á fundi ráðsins í dag var kosið um hvort krafist yrði „tafarlauss, skilyrðislauss og varanlegs vopnahlés á Gasaströndinni.“ Áður en fulltrúarnir greiddu atkvæði sagði Morgan Ortagus, fulltrúi Bandaríkjanna, að atkvæði hennar fyrir hönd Bandaríkjanna „kæmi ekki á óvart.“ Ástæðan sé að í kröfunni komi ekki fram fordæming á gjörðum Hamas-samtakanna né viðurkenning á rétti Ísraela til að verja sig. „Þessi ályktun neitar að viðurkenna og leitast við að snúa aftur til misheppnaðs kerfis sem hefur gert Hamas kleift að auðga og styrkja sig á kostnað óbreyttra borgara í neyð,“ sagði Ortagus. Þetta er í sjötta skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu gegn kröfunni, síðast í júní. Þjóðarmorð og hungursneyð Það eru einungis tveir dagar síðan greint var frá því að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Það var í fyrsta skipti sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi að um þjóðarmorð væri að ræða. Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni en um miðjan ágústmánuð viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð ríkti þar. Frá því að komist var að þeirri niðurstöðu hafa 154 dáið úr hungri, þar af fjórir á síðasta sólarhringnum. Þá hafa alls 98 verið drepnir af hermönnum Ísraelshers síðasta sólarhringinn og 385 særðir. Ísraelsher herjar nú á Gasa-borg en Ísraelsher opnaði flóttaleið í gærmorgun sem átti að vera íbúum borgarinnar opin í tvo sólarhringa. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa flúið borgina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira