Innlent

Ó­vissan heldur á­fram um út­boð næstu jarð­ganga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vísar því til Alþingis að ákvarða hvort bíða eigi með útboð næstu jarðganga þar til séð verður hvernig ný bortækni reynist. Hann vonast til að það skýrist fyrir vorið hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð.

Innlent

Minnsta fylgi VG frá upp­hafi

Fylgi ríkisstjórnarinnar heldur áfram að minnka samkvæmt nýjum þjóðarpúls frá Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um eitt prósentustig á milli kannanna og situr nú í 33 prósentum.

Innlent

Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag

Innlent

Á­fengi úr ís­lenskri mjólk á Sauð­ár­króki

Íslenskri mjólk er nú breytt að hluta til í áfengi hjá Íslensku mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er að framleiða etanól úr mjólkursykrinum. Ekki stendur þó til að fara að framleiða áfengi til sölu að svo stöddu en sá tímapunktur gæti þó komið fyrr en varir.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við förum yfir atburðarás dagsins í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Edda var framseld til Noregs síðdegis eftir að Landsréttur staðfesti ákvörðun héraðsdóms um framsal. Við ræðum við lögmann Eddu og systur hennar í fréttatímanum klukkan 18:30.

Innlent

Edda Björk farin úr landi

Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári.

Innlent

Nýr kafli hafinn á Reykja­nesi

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga fer áfram minnkandi og flestir skjálftarnir undir einum að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag.

Innlent

Piltar fyrir Lands­rétt í manndrápsmáli

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum.

Innlent

Segir allar á­kvarðanir í máli Eddu Bjarkar sam­kvæmt lögum

Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 

Innlent

Nýja skrifstofubyggingin nefnd Smiðja

Ný skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið heitið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu.

Innlent

Sex líf­eyris­sjóðir í ó­vissu eftir nýjan dóm

Miklar líkur eru á að Lífeyrissjóður verzlunarmanna áfrýi dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem ógilti í gær breytingar á lífeyrisréttindum hjá sjóðnum eftir aldri.  Þetta segir lögmaður sjóðsins. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir nokkra lífeyrissjóði en nú er verið er að reikna kostnaðinn út yrði þetta endanlega niðurstaða.

Innlent

Norskir lög­reglu­menn mættir til Kefla­víkur

Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 

Innlent

Hent niður af svölunum af sam­nemanda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fall nemanda í Garðaskóla af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í síðustu viku til rannsóknar. Nemandanum var hent niður af samnemanda.

Innlent

Segir gróf­lega brotið á réttindum Eddu Bjarkar

Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni.  

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál Eddu Bjarkar Arnardóttir sem situr nú í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði en norsk yfirvöld vilja fá hana framselda. 

Innlent

„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“

Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra.

Innlent