Innlent

Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru

Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu.

Innlent

Mesta eignar­tjón síðan í Suður­lands­skjálftanum

Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008.

Innlent

Trausti Fannar skipaður for­maður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi kjarasamningagerð en félög á almennum markaði vilja setja viðræður við SA á bið fram yfir árámót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaganna.

Innlent

Á­fram líkur á eld­gosi

Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Innlent

Skag­firðingum boðið upp á ó­keypis jóla­hlað­borð á Sauð­ár­króki

„Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði.

Innlent

Höfðu ekki orku í að halda á­fram fyrr en í upp­hafi árs

Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. 

Innlent

Vanda­mál í ára­tugi

Ungmenni náðust á myndband þar sem þau héngu aftan á strætisvagni á Háaleitisbraut í Reykjavík, úr Lágmúla og yfir í Háteigshverfi. Framkvæmdastjóri Strætó segir um að ræða vandamál sem hafi þekkst í áratugi.

Innlent

Líkams­á­rás, um­ferðar­slys og þjófnaðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan hálf þrjú í nótt vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 105. Einn var handtekinn en sá sem ráðist var á neitaði að fara á bráðamóttöku þrátt fyrir að áverkar væru á honum.

Innlent

Edda Björk hand­tekin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær.

Innlent

Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Al­þingi

Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku.

Innlent

Segir aukna eftir­spurn eftir fitu­flutnings­að­gerðum í kinnum

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá læknahúsinu Dea Medica segist finna fyrir talsverðri aukningu lýtaaðgerða sem ganga út á að fjarlægja brjóstapúða og setja eigin fitu í staðinn. Þá furðar hún sig á aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að fjarlægja fitu úr kinnum. 

Innlent

Byrjað að fylla í sprunguna

Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu og telur bótaskyldu fyrir hendi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjáum myndir af lögninni.

Innlent