Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 10:24 Ráðleggingar um ósannreyndar meðferðir eins og hnykkingar og liðlosun geta seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð við algengum einkennum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira