Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2025 23:17 Malbikið í átt að Látrabjargi endar núna í sunnanverðum Patreksfirði, skammt vestan við bæinn Hvalsker. Egill Aðalsteinsson Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á jörðinni menn verða svo heppnir að upplifa almyrkvann. Þeir þykja vera ein tilkomumesta sýning náttúrunnar þegar myrkur verður um miðjan dag. Þessi almyrkvi mun sjást á mjórri rönd sem liggur um Grænland, Ísland, Atlantshaf, Portúgal, norðanverðan Spán og að eyjunni Mallorca. Almyrkvinn mun sjást á Íslandi, Grænlandi og á Spáni.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Síðast sást almyrkvi á Íslandi 30. júní árið 1954, en bara syðst á landinu, varði lengst í Mýrdal og Vestmannaeyjum. En það er til marks um hvað þetta er sjaldgæft fyrirbæri að síðast sást almyrkvi í Reykjavík árið 1433, fyrir næstum sexhundruð árum, og næsti almyrkvi í Reykjavík verður árið 2245, eftir 220 ár. Sólmyrkvinn á næsta ári verður síðdegis þann 12. ágúst. Hann sést sem deildarmyrkvi allstaðar á Íslandi en bara sem almyrkvi vestast landinu og mislengi eftir stöðum. Til dæmis á Lækjartorgi í Reykjavík í 59 sekúndur en í Mosfellsbæ í 30 sekúndur en lengur á Suðurnesjum; í Sandgerði til dæmis í 1 mínútur og 45 sekúndur. Almyrkvinn 12. ágúst á næsta ári. Hann mun sjást á vestasta hluta Íslands en mislengi eftir stöðum. Deildarmyrkvi mun sjást á öllu landinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það eru utanvert Snæfellsnes og Vestfirðir sem eru mest spennandi. Í Ólafsvík sést almyrkvinn í tvær mínútur og þrjár sekúndur, á Ísafirði í eina mínútu og 31 sekúndu en á Látrabjargi mun almyrkvinn standa yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur. Það er því búist við því að Bjargtangar, vestasti oddi Íslands, verði heitasti staðurinn á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Og vonandi að mannfjöldinn fari varlega á brún 440 metra hás Látrabjargsins þegar þar verður myrkur. Fá Bjargtöngum, vestasta odda Íslands.KMU Og sennilega verða fleiri ferðamenn á jörðinni Látrum en þar hafa nokkurn tímann sést áður en þetta gamla eyðiþorp er núna sumarhúsabyggð. En mesta áskorunin verður vegurinn út á Látrabjarg og hann er vægast sagt vondur. Þetta er malarvegur, mjór og holóttur. Átta ár eru liðin frá því síðast var lagt bundið á hluta vegarins um sunnaverðan Patreksfjörð. Þarna er ennþá 35 kílómetra langur malarvegur í átt að Látrabjargi. Vegarkaflarnir tveir sem verða lagðir bundnu slitlagi. Þeir eru alls um sex kílómetra langir.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En núna er Vegagerðin búin að bjóða út endurbætur og lagningu bundins slitlags á tvo kafla Örlygshafnarvegar. Við Látra koma nærri tveir kílómetrar slitlags og síðan einnig fjórir kílómetrar við Sauðlauksdal. Þessum endurbótum á að ljúka þann 10. ágúst á næsta ári, tveimur dögum fyrir almyrkvann. En þá verða samt ennþá 29 kílómetra eftir ómalbikaðir. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Sólin Tunglið Vesturbyggð Snæfellsbær Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37 Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á jörðinni menn verða svo heppnir að upplifa almyrkvann. Þeir þykja vera ein tilkomumesta sýning náttúrunnar þegar myrkur verður um miðjan dag. Þessi almyrkvi mun sjást á mjórri rönd sem liggur um Grænland, Ísland, Atlantshaf, Portúgal, norðanverðan Spán og að eyjunni Mallorca. Almyrkvinn mun sjást á Íslandi, Grænlandi og á Spáni.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Síðast sást almyrkvi á Íslandi 30. júní árið 1954, en bara syðst á landinu, varði lengst í Mýrdal og Vestmannaeyjum. En það er til marks um hvað þetta er sjaldgæft fyrirbæri að síðast sást almyrkvi í Reykjavík árið 1433, fyrir næstum sexhundruð árum, og næsti almyrkvi í Reykjavík verður árið 2245, eftir 220 ár. Sólmyrkvinn á næsta ári verður síðdegis þann 12. ágúst. Hann sést sem deildarmyrkvi allstaðar á Íslandi en bara sem almyrkvi vestast landinu og mislengi eftir stöðum. Til dæmis á Lækjartorgi í Reykjavík í 59 sekúndur en í Mosfellsbæ í 30 sekúndur en lengur á Suðurnesjum; í Sandgerði til dæmis í 1 mínútur og 45 sekúndur. Almyrkvinn 12. ágúst á næsta ári. Hann mun sjást á vestasta hluta Íslands en mislengi eftir stöðum. Deildarmyrkvi mun sjást á öllu landinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það eru utanvert Snæfellsnes og Vestfirðir sem eru mest spennandi. Í Ólafsvík sést almyrkvinn í tvær mínútur og þrjár sekúndur, á Ísafirði í eina mínútu og 31 sekúndu en á Látrabjargi mun almyrkvinn standa yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur. Það er því búist við því að Bjargtangar, vestasti oddi Íslands, verði heitasti staðurinn á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Og vonandi að mannfjöldinn fari varlega á brún 440 metra hás Látrabjargsins þegar þar verður myrkur. Fá Bjargtöngum, vestasta odda Íslands.KMU Og sennilega verða fleiri ferðamenn á jörðinni Látrum en þar hafa nokkurn tímann sést áður en þetta gamla eyðiþorp er núna sumarhúsabyggð. En mesta áskorunin verður vegurinn út á Látrabjarg og hann er vægast sagt vondur. Þetta er malarvegur, mjór og holóttur. Átta ár eru liðin frá því síðast var lagt bundið á hluta vegarins um sunnaverðan Patreksfjörð. Þarna er ennþá 35 kílómetra langur malarvegur í átt að Látrabjargi. Vegarkaflarnir tveir sem verða lagðir bundnu slitlagi. Þeir eru alls um sex kílómetra langir.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En núna er Vegagerðin búin að bjóða út endurbætur og lagningu bundins slitlags á tvo kafla Örlygshafnarvegar. Við Látra koma nærri tveir kílómetrar slitlags og síðan einnig fjórir kílómetrar við Sauðlauksdal. Þessum endurbótum á að ljúka þann 10. ágúst á næsta ári, tveimur dögum fyrir almyrkvann. En þá verða samt ennþá 29 kílómetra eftir ómalbikaðir.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Sólin Tunglið Vesturbyggð Snæfellsbær Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37 Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37
Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15