Innlent Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar. Innlent 17.9.2025 09:50 Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Innlent 17.9.2025 07:32 Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Innlent 17.9.2025 07:29 Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna flestir á að taka slaginn í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Hildur Björnsdóttir stefnir ótrauð á að leiða flokkinn til sigurs. Guðlaugur Þór Þórðarson er orðaður við endurkomu í borginni en segist sem stendur ekki velta öðru fyrir sér en starfi sínu sem þingmaður. Innlent 17.9.2025 07:01 „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ „Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“ Innlent 17.9.2025 00:04 Ekkert bólaði á ræðumanni Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag. Innlent 16.9.2025 22:20 Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Innlent 16.9.2025 22:06 Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi. Innlent 16.9.2025 21:43 Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Stjórnarformaður strætó segir að borið hafi á því að hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir mikilvægt að bregðast við vegna orðræðu sem hún lýsir sem hatursbylgju. Innlent 16.9.2025 21:32 Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Hvalveiðimaðurinn Kristján Loftsson gengst við því að hafa sagt „fuck off“ við sænskan fjárfesti á umhverfisþingi í dag. Hann kveðst ekki hafa fengið frið frá „atvinnubetlaranum“ og ekki haft áhuga á að ræða við hann. Innlent 16.9.2025 18:54 Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem segir Ísraelsríki hafa framið þjóðarmorð á Gasa. Innlent 16.9.2025 18:01 Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum. Innlent 16.9.2025 17:30 Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Starfsmaður Sólheima í Grímsnesi á uppsagnarfresti segir að sér líði eins og hann sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru. Hann rekur sögu mikillar starfsmannaveltu og segir starfsmenn ekki treysta yfirstjórn stofnunarinnar, sem hafi með öllu misst klefann. Innlent 16.9.2025 17:15 „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. Innlent 16.9.2025 15:56 Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sænskur fjárfestir sem styrkti gerð heimildarmyndar Davids Attenborough um hafið segir að Kristján Loftsson, hvalveiðimaður, hafi ausið yfir sig fúkyrðum á Umhverfisþingi í dag. Uppákoman hafi ekki verið stórmál en hins vegar taki hann svikabrigls Kristjáns um myndina alvarlega. Innlent 16.9.2025 15:42 Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent árið 2024 miðað við árið áður. Stöðugildi á vegum ríkisins voru við síðustu áramót 29.054. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Um 65 prósent stöðugildanna tilheyra konum, eða rúm 18 þúsund og flest heyra undir heilbrigðisráðuneytið, eða alls 13 þúsund. Innlent 16.9.2025 14:52 Reikna með gosi í lok mánaðar Mælingar sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og undanfarið. Niðurstöður líkanreikninga áætla að um átta til níu milljónir rúmmetra kviku hafi safnast frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um tólf milljónir rúmmetra. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er en hættumat er óbreytt enn sem komið er. Innlent 16.9.2025 14:10 Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa rænt bíl af manni í veiðivötnum og ekið undir áhrifum áfengis og kannabisefna af vettvangi. Innlent 16.9.2025 13:40 Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Sóttvarnalæknir segir fullyrðingar hagsmunasamtaka um nýtt mótefni gegn RS-veiru vera rangar og efast um áhrif auglýsingar samtakanna. Hún segir að ef árangur af notkun lyfsins verði sambærilegur og í nágrannalöndum muni 300 færri börn þurfa að leita læknisaðstoðar. Innlent 16.9.2025 13:11 Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Ótrúlegur árekstur átti sér stað á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í upphafi september þar sem fólksbíll tókst á loft og skoppaði nánast yfir jeppa. Mildi þykir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Innlent 16.9.2025 12:36 Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati. Innlent 16.9.2025 12:15 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. Innlent 16.9.2025 12:08 Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. Innlent 16.9.2025 12:03 Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Í hádegisfréttum fjöllum við um skýrslu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kom út í morgun. Innlent 16.9.2025 11:41 Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Kópavogsbær hefur heimilað Sorpu að reka endurvinnslustöð sína að Dalvegi til 1. febrúar næstkomandi. Upphaflega stóð að loka stöðinni í september í fyrra Innlent 16.9.2025 11:13 Munu áfram stýra fastanefndunum Engar breytingar verða frá fyrra þingi varðandi formenn fastanefnda Alþingis. Innlent 16.9.2025 10:52 Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu þriggja náttúruverndarsamtaka um að undibúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun yrðu stöðvaðar á meðan á kæruferli vegna framkvæmdaleyfis stendur yfir. Innlent 16.9.2025 10:24 Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum. Innlent 16.9.2025 09:56 Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Valtýr Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir heilbrigðisstarfsfólk á spennt að hefja notkun á nýju mótefni við RS-veirunni. Hann segir fullyrðingar hagsmunahóps um að lyfið hafi farið í hraðferð við leyfisveitingu ekki standast og að góð reynsla hafi myndast á notkun lyfsins á bæði Frakklandi og á Spáni. Innlent 16.9.2025 09:43 Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu. Innlent 16.9.2025 09:17 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar. Innlent 17.9.2025 09:50
Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Innlent 17.9.2025 07:32
Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Innlent 17.9.2025 07:29
Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna flestir á að taka slaginn í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Hildur Björnsdóttir stefnir ótrauð á að leiða flokkinn til sigurs. Guðlaugur Þór Þórðarson er orðaður við endurkomu í borginni en segist sem stendur ekki velta öðru fyrir sér en starfi sínu sem þingmaður. Innlent 17.9.2025 07:01
„Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ „Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“ Innlent 17.9.2025 00:04
Ekkert bólaði á ræðumanni Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag. Innlent 16.9.2025 22:20
Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Innlent 16.9.2025 22:06
Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi. Innlent 16.9.2025 21:43
Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Stjórnarformaður strætó segir að borið hafi á því að hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir mikilvægt að bregðast við vegna orðræðu sem hún lýsir sem hatursbylgju. Innlent 16.9.2025 21:32
Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Hvalveiðimaðurinn Kristján Loftsson gengst við því að hafa sagt „fuck off“ við sænskan fjárfesti á umhverfisþingi í dag. Hann kveðst ekki hafa fengið frið frá „atvinnubetlaranum“ og ekki haft áhuga á að ræða við hann. Innlent 16.9.2025 18:54
Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem segir Ísraelsríki hafa framið þjóðarmorð á Gasa. Innlent 16.9.2025 18:01
Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum. Innlent 16.9.2025 17:30
Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Starfsmaður Sólheima í Grímsnesi á uppsagnarfresti segir að sér líði eins og hann sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru. Hann rekur sögu mikillar starfsmannaveltu og segir starfsmenn ekki treysta yfirstjórn stofnunarinnar, sem hafi með öllu misst klefann. Innlent 16.9.2025 17:15
„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. Innlent 16.9.2025 15:56
Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sænskur fjárfestir sem styrkti gerð heimildarmyndar Davids Attenborough um hafið segir að Kristján Loftsson, hvalveiðimaður, hafi ausið yfir sig fúkyrðum á Umhverfisþingi í dag. Uppákoman hafi ekki verið stórmál en hins vegar taki hann svikabrigls Kristjáns um myndina alvarlega. Innlent 16.9.2025 15:42
Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent árið 2024 miðað við árið áður. Stöðugildi á vegum ríkisins voru við síðustu áramót 29.054. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Um 65 prósent stöðugildanna tilheyra konum, eða rúm 18 þúsund og flest heyra undir heilbrigðisráðuneytið, eða alls 13 þúsund. Innlent 16.9.2025 14:52
Reikna með gosi í lok mánaðar Mælingar sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og undanfarið. Niðurstöður líkanreikninga áætla að um átta til níu milljónir rúmmetra kviku hafi safnast frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um tólf milljónir rúmmetra. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er en hættumat er óbreytt enn sem komið er. Innlent 16.9.2025 14:10
Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa rænt bíl af manni í veiðivötnum og ekið undir áhrifum áfengis og kannabisefna af vettvangi. Innlent 16.9.2025 13:40
Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Sóttvarnalæknir segir fullyrðingar hagsmunasamtaka um nýtt mótefni gegn RS-veiru vera rangar og efast um áhrif auglýsingar samtakanna. Hún segir að ef árangur af notkun lyfsins verði sambærilegur og í nágrannalöndum muni 300 færri börn þurfa að leita læknisaðstoðar. Innlent 16.9.2025 13:11
Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Ótrúlegur árekstur átti sér stað á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í upphafi september þar sem fólksbíll tókst á loft og skoppaði nánast yfir jeppa. Mildi þykir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Innlent 16.9.2025 12:36
Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati. Innlent 16.9.2025 12:15
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. Innlent 16.9.2025 12:08
Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. Innlent 16.9.2025 12:03
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Í hádegisfréttum fjöllum við um skýrslu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kom út í morgun. Innlent 16.9.2025 11:41
Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Kópavogsbær hefur heimilað Sorpu að reka endurvinnslustöð sína að Dalvegi til 1. febrúar næstkomandi. Upphaflega stóð að loka stöðinni í september í fyrra Innlent 16.9.2025 11:13
Munu áfram stýra fastanefndunum Engar breytingar verða frá fyrra þingi varðandi formenn fastanefnda Alþingis. Innlent 16.9.2025 10:52
Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu þriggja náttúruverndarsamtaka um að undibúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun yrðu stöðvaðar á meðan á kæruferli vegna framkvæmdaleyfis stendur yfir. Innlent 16.9.2025 10:24
Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum. Innlent 16.9.2025 09:56
Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Valtýr Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir heilbrigðisstarfsfólk á spennt að hefja notkun á nýju mótefni við RS-veirunni. Hann segir fullyrðingar hagsmunahóps um að lyfið hafi farið í hraðferð við leyfisveitingu ekki standast og að góð reynsla hafi myndast á notkun lyfsins á bæði Frakklandi og á Spáni. Innlent 16.9.2025 09:43
Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu. Innlent 16.9.2025 09:17