Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Hugmyndir um framtíð Toppstöðvarinnar voru lagðar fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum en þar stendur til að opna „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta“. Innlent 26.9.2025 06:51 Telja dagana frá síðasta innbroti Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Innlent 26.9.2025 06:46 Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem líkamsárás og fjárkúgun koma við sögu. Óskað var aðstoðar lögreglu vegna málsins í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26.9.2025 06:22 Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín. Innlent 25.9.2025 23:35 „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Innlent 25.9.2025 23:32 Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 25.9.2025 22:55 „Þau eru að herja á börnin okkar“ Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Innlent 25.9.2025 21:33 Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Blóðbankinn í Reykjavík hefur verið fluttur á einn fjölfarnarsta stað borgarinnar. Blóðgjafi til fimmtíu ára segir nýtt húsnæði mikla bragarbót og hvetur unga sem aldna til að sinna þessari samfélagsskyldu sinni. Innlent 25.9.2025 21:00 Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. Innlent 25.9.2025 20:34 Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Í ljósi stöðunnar í heimsmálum sér Rauði krossinn á Íslandi tilefni til þess að minna á átakið Vertu klár. Þar er fólk hvatt til þess að hafa vistir og búnað til þriggja daga komi til neyðarástands eins og átaka eða alvarlegrar náttúruvár. Berghildur Erla kannaði málið. Innlent 25.9.2025 20:26 Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Innlent 25.9.2025 19:35 Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið. Innlent 25.9.2025 18:02 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. Innlent 25.9.2025 17:02 Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu. Innlent 25.9.2025 16:55 Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið. Innlent 25.9.2025 16:15 Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Íbúi í Súðavík keyrði fram á stærðarinnar grjót sem runnið hafði úr Kirkjubólshlíð. Um er að ræða veg sem íbúar á svæðinu aka nær daglega. Innlent 25.9.2025 15:59 Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum Krabbameinsfélagið stendur fyrir málþingi í dag þar sem meðal annars verður farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum. Málþingið er árlegt og er haldið í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna. Innlent 25.9.2025 15:45 „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. Innlent 25.9.2025 15:09 Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Skæð fuglaflensa greindist í talsverðum fjölda fugla sem fundust dauðir við Blönduós fyrir skömmu og í einni kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Innlent 25.9.2025 13:51 Uppsagnir hjá Norðuráli í dag 25 starfsmönnum verður sagt upp hjá Norðuráli í dag. Ástæðan er sögð vera aukinn framleiðslukostnaður. Innlent 25.9.2025 13:05 Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Innlent 25.9.2025 12:55 Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. Innlent 25.9.2025 12:38 Austurstræti orðið að göngugötu Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Innlent 25.9.2025 12:19 Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Reykjavíkurborg hefur fallið frá framkvæmdum við Streng þar sem átti að koma fyrir grenndargámastöð. Íbúar höfðu kvartað yfir fyrirhugaðri staðsetningu og sendu fjölda áskorana á borgina. Innlent 25.9.2025 12:10 Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. Innlent 25.9.2025 12:02 Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Innlent 25.9.2025 11:44 Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Í hádegisfréttum fjöllum við um hið dularfulla drónaflug sem hefur sett Danmörku á aðra hliðina. Innlent 25.9.2025 11:40 „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skoðun sína varðandi bókun 35 ekki skipta máli þegar búið verður að innleiða hana með lögum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks þráspurði hann út í afstöðu hans gagnvart málinu en hann hefur ítrekað lýst því yfir að innleiðing bókunar 35 yrði stjórnarskrárbrot. Innlent 25.9.2025 11:38 Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Forhönnun er lokið vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru á Lækjartorgi í Reykjavík. Ekki er þó hægt að halda áfram með næsta skref sem er verkhönnun á meðan beðið er eftir flóðamati frá Veitum. Málið er enn í vinnslu hjá Veitum þar sem útboðsgögn eru í undirbúningi og óljóst hvenær verkefninu lýkur. Innlent 25.9.2025 07:45 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Skjálfti af stærðinni 3,2 mældist í Mýrdalsjökli rétt eftir klukkan eitt í nótt. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Innlent 25.9.2025 06:19 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Hugmyndir um framtíð Toppstöðvarinnar voru lagðar fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum en þar stendur til að opna „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta“. Innlent 26.9.2025 06:51
Telja dagana frá síðasta innbroti Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Innlent 26.9.2025 06:46
Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem líkamsárás og fjárkúgun koma við sögu. Óskað var aðstoðar lögreglu vegna málsins í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26.9.2025 06:22
Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín. Innlent 25.9.2025 23:35
„Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Innlent 25.9.2025 23:32
Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 25.9.2025 22:55
„Þau eru að herja á börnin okkar“ Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Innlent 25.9.2025 21:33
Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Blóðbankinn í Reykjavík hefur verið fluttur á einn fjölfarnarsta stað borgarinnar. Blóðgjafi til fimmtíu ára segir nýtt húsnæði mikla bragarbót og hvetur unga sem aldna til að sinna þessari samfélagsskyldu sinni. Innlent 25.9.2025 21:00
Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. Innlent 25.9.2025 20:34
Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Í ljósi stöðunnar í heimsmálum sér Rauði krossinn á Íslandi tilefni til þess að minna á átakið Vertu klár. Þar er fólk hvatt til þess að hafa vistir og búnað til þriggja daga komi til neyðarástands eins og átaka eða alvarlegrar náttúruvár. Berghildur Erla kannaði málið. Innlent 25.9.2025 20:26
Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Innlent 25.9.2025 19:35
Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið. Innlent 25.9.2025 18:02
Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. Innlent 25.9.2025 17:02
Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu. Innlent 25.9.2025 16:55
Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið. Innlent 25.9.2025 16:15
Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Íbúi í Súðavík keyrði fram á stærðarinnar grjót sem runnið hafði úr Kirkjubólshlíð. Um er að ræða veg sem íbúar á svæðinu aka nær daglega. Innlent 25.9.2025 15:59
Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum Krabbameinsfélagið stendur fyrir málþingi í dag þar sem meðal annars verður farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum. Málþingið er árlegt og er haldið í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna. Innlent 25.9.2025 15:45
„Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. Innlent 25.9.2025 15:09
Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Skæð fuglaflensa greindist í talsverðum fjölda fugla sem fundust dauðir við Blönduós fyrir skömmu og í einni kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Innlent 25.9.2025 13:51
Uppsagnir hjá Norðuráli í dag 25 starfsmönnum verður sagt upp hjá Norðuráli í dag. Ástæðan er sögð vera aukinn framleiðslukostnaður. Innlent 25.9.2025 13:05
Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Innlent 25.9.2025 12:55
Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. Innlent 25.9.2025 12:38
Austurstræti orðið að göngugötu Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Innlent 25.9.2025 12:19
Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Reykjavíkurborg hefur fallið frá framkvæmdum við Streng þar sem átti að koma fyrir grenndargámastöð. Íbúar höfðu kvartað yfir fyrirhugaðri staðsetningu og sendu fjölda áskorana á borgina. Innlent 25.9.2025 12:10
Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. Innlent 25.9.2025 12:02
Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Innlent 25.9.2025 11:44
Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Í hádegisfréttum fjöllum við um hið dularfulla drónaflug sem hefur sett Danmörku á aðra hliðina. Innlent 25.9.2025 11:40
„Skoðun mín skiptir ekki máli“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skoðun sína varðandi bókun 35 ekki skipta máli þegar búið verður að innleiða hana með lögum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks þráspurði hann út í afstöðu hans gagnvart málinu en hann hefur ítrekað lýst því yfir að innleiðing bókunar 35 yrði stjórnarskrárbrot. Innlent 25.9.2025 11:38
Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Forhönnun er lokið vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru á Lækjartorgi í Reykjavík. Ekki er þó hægt að halda áfram með næsta skref sem er verkhönnun á meðan beðið er eftir flóðamati frá Veitum. Málið er enn í vinnslu hjá Veitum þar sem útboðsgögn eru í undirbúningi og óljóst hvenær verkefninu lýkur. Innlent 25.9.2025 07:45
3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Skjálfti af stærðinni 3,2 mældist í Mýrdalsjökli rétt eftir klukkan eitt í nótt. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Innlent 25.9.2025 06:19