Golf Tiger fellur út af topp tíu listanum Tiger Woods dettur út af topp tíu á heimslistanum í golfi eftir helgina þegar næsti listi verður gefinn út. Tiger er sem stendur í áttunda sæti. Golf 19.5.2011 16:30 Tiger ætlar að ná US Open Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu. Golf 17.5.2011 22:45 Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018 Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni. Golf 17.5.2011 19:15 Choi hafði betur gegn Toms í bráðabana á Players Kóreumaðurinn K.J. Choi sigraði á Players meistaramótinu á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi í gær á TPC Sawgrass vellinum. Choi hafði betur í bráðabana gegn David Toms frá Bandaríkjunum. Þeir hófu leik í bráðabananum á einkennisholu vallarins, 17. braut, sem er par 3 hola og er vatn allt í kringum flötina. Toms þrípúttaði á 17. flöt og fékk skolla en Choi gerði engin mistök og fékk par. Golf 16.5.2011 09:00 Birgir Leifur náði 3.-4. sæti Birgir Leifur Hafþórsson náði frábærum árangri á móti í Áskorendaröð Evrópu sem fór fram í Toskaníuhéraði á Ítalíu um helgina. Golf 15.5.2011 13:21 Birgir Leifur höggi á eftir efsta manni Birgir Leifur Hafþórsson er í 2.-6. sæti eftir þrjá daga á móti í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram á Ítalíu. Golf 14.5.2011 19:33 Tiger dró sig úr keppni Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn. Golf 12.5.2011 21:13 Birgir Leifur í öðru sæti Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári. Golf 12.5.2011 18:15 Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Golf 12.5.2011 13:00 Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Golf 11.5.2011 11:30 Golfgoðsögn látin Golfgoðsögnin Seve Ballesteros lést í nótt af völdum heilaæxlis. Hann var 54 ára gamall. Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu Ballesteros í morgun kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu í Padrena, umvafinn ástvinum sínum. Ballesteros var áhrifamikill frumkvöðull í golfíþróttinni á Spáni. Hann vann meðal annars fimm risamót á ferli sínum. Spænsku blöðin kalla hann jafnvel „upphafsmann spænska golfsins“. Golf 7.5.2011 09:59 Tiger keppir á Players-mótinu Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn og keppa í Players Championship-mótinu sem hefst á fimmtudaginn næstkomandi. Golf 7.5.2011 06:00 Tiger meiddur og kominn í frí Tiger Woods mun ekki taka þátt í Wells Fargo-meistaramótinu þar sem hann er meiddur á hné. Meiðslin hlaut hann í þriðja hring Masters á dögunum. Golf 27.4.2011 12:00 Westwood í efsta sæti heimslistans Englendingurinn Lee Westwood komst í dag í efsta sæti heimslistans í golfi en hann fagnaði sigri á móti í Indónesíu. Golf 24.4.2011 23:36 Manassero með stáltaugar en McIlroy brotnaði á ný Margir eru nú farnir að efast um að Rory McIlroy geti staðið undir því álagi sem fylgir því að vera í efsta sæti á lokadegi atvinnumóts í golfi. Norður-Írinn klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu um s.l. helgi með eftirminnilegum hætti þar sem hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn. Golf 17.4.2011 14:15 Rory McIlroy lætur verkin tala eftir skellinn á Masters Rory McIlroy hefur náð að hrista af sér hrollinn eftir ömurlegan lokahring á Mastersmótinu í golfi á dögunum en Norður-Írinn er efstur á Maybank meistaramótinu á Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli McIlroy náði að leika 9 holur á öðrum keppnisdegi áður en keppni var frestað vegna myrkurs en gera þurfti hlé á keppninni vegna úrkomu í Malasíu. Golf 16.4.2011 15:00 Masters: Rory McIlroy ætlar að koma sterkari til baka Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. McIlroy lék á 80 höggum eða +8 en hann var samtals á -12 eftir þriðja keppnisdaginn og hann var efstur á mótinu í samtals 63 holur af alls 72. McIlroy bar sig vel í gær þrátt fyrir áfallið og hann lofar því að koma sterkari til baka. Golf 11.4.2011 12:00 Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. Golf 11.4.2011 11:15 Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. Golf 11.4.2011 09:45 Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. Golf 10.4.2011 22:50 Masters: Rástímar á lokadeginum Úrslitin á Mastersmótinu í golfi ráðast í dag og síðasta ráshópur fer af stað kl. 18.40 að íslenskum tíma. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot en hann er samtals á 12 höggum undir pari en fjórir kylfingar eru jafnir á -8 í 2.-5. sæti. Golf 10.4.2011 13:00 Masters: Staðan fyrir lokadaginn Hinn 21 árs gamli Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi. McIlroy hefur verið í efsta sæti mótsins alla þrjá keppnisdagana og í 19 af síðustu 20 Mastersmótum hefur sigurvegarinn verið í síðasta ráshóp á þriðja keppnisdegi mótsins – líkt og McIlroy var í dag. Keppni hefst um miðjan dag á sunnudag og verður bein útsending á Stöð 2 sport og hefst útsending um kl. 19. Golf 10.4.2011 00:45 Masters: Rory McIlroy með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi en hann styrkti stöðu sína á þriðja keppnisdeginum. McIlroy, sem er aðeins 21 árs gamall, lék á 70 höggum í dag eða -2 en hann hefur verið í efsta sæti alla þrjá keppnisdagana. McIlroy er samtals á 12 höggum undir pari og hann hefur sýnt mikinn styrk fram til þessa á fyrsta risamóti ársins. Golf 9.4.2011 23:15 Masters: Rástímar á þriðja keppnisdegi - Els verður einn í ráshóp Keppni á þriðja keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi hefst kl. 14.35 í dag að íslenskum tíma en þá fer Ernie Els frá Suður-Afríku af stað –og er hann í þeirri óvenjulegu stöðu að vera einn í ráshóp. Aðeins 49 kylfingar hefja leik í dag og eru tveir í hverjum ráshóp – en Els leikur einn og mun dómari telja höggin hans. Bein útsending frá þriðja hringum hefst kl. 19.30 á Stöð 2 sport en síðasti ráshópur með þeim Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Jason Day frá Ástralíu fer af stað kl. 18.45. Golf 9.4.2011 14:00 Masters:Tiger Woods ætlar sér ekkert annað en sigur Tiger Woods hefur ekki verið líkur sjálfum sér í golfíþróttinni undanfarna 17 mánuði. Í gær sýndi Woods gamla takta og þokaði sér í þriðja sætið á Mastersmótinu á Augusta vellinum og segir bandaríski kylfingurinn að allur undirbúningur hans á undanförnum mánuðum hafi miðað að því að toppa á réttum tíma í byrjun apríl 2011. Golf 9.4.2011 12:17 Masters: Rory McIlroy efstur en Tiger Woods sýndi gamla takta Norður-Írinn Rory McIlroy heldur sínu striki á Mastersmótinu í golfi og er hann efstur á 10 höggum undir pari vallar þegar keppni er hálfnuð. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli kylfingur er efstur að loknum 36 holum á risamóti. Tiger Woods átti frábæran dag en hann þokaði sér upp í þriðja sætið með því fá 9 fugla og 3 skolla á hringum í dag sem hann lék á -6 eða 66 höggum. Golf 8.4.2011 23:27 Masters: Mickelson bætir stöðu sína Það lítur út fyrir að spennan verði mikil á Mastersmótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu en keppni á öðrum keppnisdegi hófst um hádegi að íslenskum tíma og verður leikið fram undir miðnætti. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros voru efstir á 7 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn og þeir hafa báðir hafið leik í dag. McIlroy hefur leikið 2 holur þegar þetta er skrifað og fékk hann fugl á 2. Braut og er hann því á 8 höggum undir pari líkt og KJ Choi frá Suður-Kóreu en hann er einnig á 8 höggum undir pari. Golf 8.4.2011 17:40 Masters: McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni Rory McIlroy er ein "heitasta stjarnan“ í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. McIlroy, sem er aðeins 21 ár gamall lék á 7 höggum undir pari vallar eða 65 höggum og deilir hann efsta sætinu með Spánverjanum Alvaro Quiros. Golf 8.4.2011 13:15 Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti. Golf 8.4.2011 11:45 Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. Golf 8.4.2011 01:00 « ‹ 143 144 145 146 147 148 149 150 151 … 178 ›
Tiger fellur út af topp tíu listanum Tiger Woods dettur út af topp tíu á heimslistanum í golfi eftir helgina þegar næsti listi verður gefinn út. Tiger er sem stendur í áttunda sæti. Golf 19.5.2011 16:30
Tiger ætlar að ná US Open Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu. Golf 17.5.2011 22:45
Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018 Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni. Golf 17.5.2011 19:15
Choi hafði betur gegn Toms í bráðabana á Players Kóreumaðurinn K.J. Choi sigraði á Players meistaramótinu á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi í gær á TPC Sawgrass vellinum. Choi hafði betur í bráðabana gegn David Toms frá Bandaríkjunum. Þeir hófu leik í bráðabananum á einkennisholu vallarins, 17. braut, sem er par 3 hola og er vatn allt í kringum flötina. Toms þrípúttaði á 17. flöt og fékk skolla en Choi gerði engin mistök og fékk par. Golf 16.5.2011 09:00
Birgir Leifur náði 3.-4. sæti Birgir Leifur Hafþórsson náði frábærum árangri á móti í Áskorendaröð Evrópu sem fór fram í Toskaníuhéraði á Ítalíu um helgina. Golf 15.5.2011 13:21
Birgir Leifur höggi á eftir efsta manni Birgir Leifur Hafþórsson er í 2.-6. sæti eftir þrjá daga á móti í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram á Ítalíu. Golf 14.5.2011 19:33
Tiger dró sig úr keppni Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn. Golf 12.5.2011 21:13
Birgir Leifur í öðru sæti Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári. Golf 12.5.2011 18:15
Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Golf 12.5.2011 13:00
Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Golf 11.5.2011 11:30
Golfgoðsögn látin Golfgoðsögnin Seve Ballesteros lést í nótt af völdum heilaæxlis. Hann var 54 ára gamall. Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu Ballesteros í morgun kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu í Padrena, umvafinn ástvinum sínum. Ballesteros var áhrifamikill frumkvöðull í golfíþróttinni á Spáni. Hann vann meðal annars fimm risamót á ferli sínum. Spænsku blöðin kalla hann jafnvel „upphafsmann spænska golfsins“. Golf 7.5.2011 09:59
Tiger keppir á Players-mótinu Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn og keppa í Players Championship-mótinu sem hefst á fimmtudaginn næstkomandi. Golf 7.5.2011 06:00
Tiger meiddur og kominn í frí Tiger Woods mun ekki taka þátt í Wells Fargo-meistaramótinu þar sem hann er meiddur á hné. Meiðslin hlaut hann í þriðja hring Masters á dögunum. Golf 27.4.2011 12:00
Westwood í efsta sæti heimslistans Englendingurinn Lee Westwood komst í dag í efsta sæti heimslistans í golfi en hann fagnaði sigri á móti í Indónesíu. Golf 24.4.2011 23:36
Manassero með stáltaugar en McIlroy brotnaði á ný Margir eru nú farnir að efast um að Rory McIlroy geti staðið undir því álagi sem fylgir því að vera í efsta sæti á lokadegi atvinnumóts í golfi. Norður-Írinn klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu um s.l. helgi með eftirminnilegum hætti þar sem hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn. Golf 17.4.2011 14:15
Rory McIlroy lætur verkin tala eftir skellinn á Masters Rory McIlroy hefur náð að hrista af sér hrollinn eftir ömurlegan lokahring á Mastersmótinu í golfi á dögunum en Norður-Írinn er efstur á Maybank meistaramótinu á Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli McIlroy náði að leika 9 holur á öðrum keppnisdegi áður en keppni var frestað vegna myrkurs en gera þurfti hlé á keppninni vegna úrkomu í Malasíu. Golf 16.4.2011 15:00
Masters: Rory McIlroy ætlar að koma sterkari til baka Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. McIlroy lék á 80 höggum eða +8 en hann var samtals á -12 eftir þriðja keppnisdaginn og hann var efstur á mótinu í samtals 63 holur af alls 72. McIlroy bar sig vel í gær þrátt fyrir áfallið og hann lofar því að koma sterkari til baka. Golf 11.4.2011 12:00
Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. Golf 11.4.2011 11:15
Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. Golf 11.4.2011 09:45
Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. Golf 10.4.2011 22:50
Masters: Rástímar á lokadeginum Úrslitin á Mastersmótinu í golfi ráðast í dag og síðasta ráshópur fer af stað kl. 18.40 að íslenskum tíma. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot en hann er samtals á 12 höggum undir pari en fjórir kylfingar eru jafnir á -8 í 2.-5. sæti. Golf 10.4.2011 13:00
Masters: Staðan fyrir lokadaginn Hinn 21 árs gamli Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi. McIlroy hefur verið í efsta sæti mótsins alla þrjá keppnisdagana og í 19 af síðustu 20 Mastersmótum hefur sigurvegarinn verið í síðasta ráshóp á þriðja keppnisdegi mótsins – líkt og McIlroy var í dag. Keppni hefst um miðjan dag á sunnudag og verður bein útsending á Stöð 2 sport og hefst útsending um kl. 19. Golf 10.4.2011 00:45
Masters: Rory McIlroy með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi en hann styrkti stöðu sína á þriðja keppnisdeginum. McIlroy, sem er aðeins 21 árs gamall, lék á 70 höggum í dag eða -2 en hann hefur verið í efsta sæti alla þrjá keppnisdagana. McIlroy er samtals á 12 höggum undir pari og hann hefur sýnt mikinn styrk fram til þessa á fyrsta risamóti ársins. Golf 9.4.2011 23:15
Masters: Rástímar á þriðja keppnisdegi - Els verður einn í ráshóp Keppni á þriðja keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi hefst kl. 14.35 í dag að íslenskum tíma en þá fer Ernie Els frá Suður-Afríku af stað –og er hann í þeirri óvenjulegu stöðu að vera einn í ráshóp. Aðeins 49 kylfingar hefja leik í dag og eru tveir í hverjum ráshóp – en Els leikur einn og mun dómari telja höggin hans. Bein útsending frá þriðja hringum hefst kl. 19.30 á Stöð 2 sport en síðasti ráshópur með þeim Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Jason Day frá Ástralíu fer af stað kl. 18.45. Golf 9.4.2011 14:00
Masters:Tiger Woods ætlar sér ekkert annað en sigur Tiger Woods hefur ekki verið líkur sjálfum sér í golfíþróttinni undanfarna 17 mánuði. Í gær sýndi Woods gamla takta og þokaði sér í þriðja sætið á Mastersmótinu á Augusta vellinum og segir bandaríski kylfingurinn að allur undirbúningur hans á undanförnum mánuðum hafi miðað að því að toppa á réttum tíma í byrjun apríl 2011. Golf 9.4.2011 12:17
Masters: Rory McIlroy efstur en Tiger Woods sýndi gamla takta Norður-Írinn Rory McIlroy heldur sínu striki á Mastersmótinu í golfi og er hann efstur á 10 höggum undir pari vallar þegar keppni er hálfnuð. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli kylfingur er efstur að loknum 36 holum á risamóti. Tiger Woods átti frábæran dag en hann þokaði sér upp í þriðja sætið með því fá 9 fugla og 3 skolla á hringum í dag sem hann lék á -6 eða 66 höggum. Golf 8.4.2011 23:27
Masters: Mickelson bætir stöðu sína Það lítur út fyrir að spennan verði mikil á Mastersmótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu en keppni á öðrum keppnisdegi hófst um hádegi að íslenskum tíma og verður leikið fram undir miðnætti. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros voru efstir á 7 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn og þeir hafa báðir hafið leik í dag. McIlroy hefur leikið 2 holur þegar þetta er skrifað og fékk hann fugl á 2. Braut og er hann því á 8 höggum undir pari líkt og KJ Choi frá Suður-Kóreu en hann er einnig á 8 höggum undir pari. Golf 8.4.2011 17:40
Masters: McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni Rory McIlroy er ein "heitasta stjarnan“ í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. McIlroy, sem er aðeins 21 ár gamall lék á 7 höggum undir pari vallar eða 65 höggum og deilir hann efsta sætinu með Spánverjanum Alvaro Quiros. Golf 8.4.2011 13:15
Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti. Golf 8.4.2011 11:45
Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. Golf 8.4.2011 01:00
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti