Golf Tiger Woods er með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi og er hann með fjögurra högga forskot á Graeme McDowell frá Norður-Írlandi fyrir lokadaginn. Golf 5.12.2010 10:29 Birgir Leifur í neðsta sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í vondum málum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann er á 7 höggum yfir pari eftir 15 holur en þá varð að hætta keppni vegna frosts í jörðu. Birgir Leifur er í neðsta sæti af þeim keppendum sem komust af stað í dag. Golf 4.12.2010 18:18 Tiger með fínt forskot Tiger Woods er að spila hágæðagolf á Chevron-mótinu í Kaliforníu og hefur nú fjögurra högga forskot eftir tvo hringi. Tiger lék á 66 höggum í gær. Golf 4.12.2010 14:45 Tiger Woods heldur sínu striki og er líklegur til afreka Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum og er hann með fjögurra högga forskot þegar keppni er hálfnuð. Chevron meistaramótið er óhefðbundið golfmót fyrir atvinnumenn þar sem að aðeins 18 kylfingar taka þátt og gestgjafinn er sjálfur Tiger Woods. Golf 4.12.2010 01:37 Tiger Woods lék sitt besta golf og á enn möguleika á að sigra á þessu ári Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Golf 3.12.2010 11:22 Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples fyrirliða úrvalsliðsins sem stýrir bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í nóvember á næsta ári gegn Alþjóðlega úrvalsliðinu. Golf 3.12.2010 08:00 Tiger svaraði spurningum aðdáenda á Twitter Tiger Woods hefur unnið yfirvinnu síðustu mánuði til þess að laga ímynd sína og hann er hvergi nærri hættur. Kappinn er nú mættur á Twitter-samskiptasíðuna þar sem hann virðist ætla að vera öflugur. Golf 2.12.2010 11:15 Veðurguðirnir í Wales hafa enn áhrif á Ryderkeppnina í golfi Fjögurra daga Ryderkeppni í golfi verður á meðal þeirra hugmynda sem ræddar verða á stjórnarfundi PGA – og Evrópumótaraðarinnar í byrjun næsta árs. Golf 1.12.2010 14:17 Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október. Golf 1.12.2010 13:45 Birgir Leifur komst áfram og keppir um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi og mun hann taka þátt á lokaúrtökumótinu sem hefst þann 4. desember þar sem 160 kylfingar keppa um 30 laus sæti á næst stærstu atvinnumótaröð heims. Birgir endaði í 2.-3. sæti á mótinu á Arcos Garden. Golf 30.11.2010 12:06 Birgir lék vel áður en keppni frestað vegna veðurs í lokaumferðinni Keppni var frestað í morgun á Spáni á lokakeppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins í golfi fyrir Evrópumótaröðina vegna úrkomu og hvassviðris. Birgir Leifur Hafþórsson hafði leikið 8 holur í morgun þegar keppni var frestað og var hann einu höggi undir pari í dag og samtals á -3. Golf 29.11.2010 11:59 Karlsson sigraði Poulter í spennandi bráðabana – Kaymer efstur á peningalistanum Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum. Golf 28.11.2010 17:30 Birgir Leifur í 7.-8. sæti - enn í fínum málum Birgir Leifur Hafþórsson er enn í góðum málum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golf sem fer fram á Spáni. Golf 28.11.2010 16:16 Birgir Leifur er í 9.-12. sæti þegar keppni er hálfnuð á úrtökumótinu á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG bætti stöðu sína á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi með því að leika á 74 höggum í dag. Golf 27.11.2010 18:01 Fisher og Poulter eru efstir og jafnir þegar keppni er hálfnuð í Dubai Ensku kylfingarnir Ross Fisher og Ian Poulter eru efstir og jafnir þegar keppni er hálfnuð á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem fram fer í Dubai. Fisher lék á 8 höggum undir pari í dag og er samtals á 9 höggum undir pari, en Poulter lék á 66 höggum. Golf 26.11.2010 15:31 Birgir Leifur er ánægður með fyrsta hringinn á úrtökumótinu á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. Golf 26.11.2010 15:14 Martin Kaymer gæti unnið sér inn 310 milljónir kr. með sigri í Dubai Martin Kaymer gerði sig líklegan til þess að ná efsta sæti heimslistans í golfi með því að leika á 67 höggum í dag á fyrsta keppnisdegi Dubai heimsmótsins. Sigurvegari mótsins fær um 140 milljónir kr. í sinn hlut og sá sem verður í efsta sæti peningalistans fær um 170 milljónir kr. fyrir þann árangur. Ef sami aðilinn sigrar og endar í efsta sæti peningalistans fær hann samtals um 310 milljónir kr. Golf 25.11.2010 20:26 Mourinho tekur þátt í hörkubaráttu gegn Madrid Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Golf 19.11.2010 06:00 Tiger leggur línurnar í viðtali við ESPN Tiger Woods vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að laga ímynd sína. Það er bráðum liðið ár frá því að hann lenti í enn óútskýrðri uppákomu með fyrrum eiginkonu sinni, Elin, sem endaði með því að rúða í bíl hans var brotin með golfkylfu og hann keyrði á tré. Golf 18.11.2010 17:45 Ginola stefnir á atvinnumennsku í golfi „Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni. Golf 16.11.2010 14:45 Tiger búinn að missa af lestinni í Ástralíu Það er orðið endanlega ljóst að Tiger Woods nær ekki að verja titil sinn á ástralska meistaramótinu í golfi. Tiger fór þriðja hringinn á 71 höggi og er 10 höggum á eftir efsta manni, Adam Bland, fyrir lokadaginn. Golf 13.11.2010 13:00 Garcia heitur en Tiger kaldur Sergio Garcia spilaði sinn besta golfhring á árinu er hann lék annan hringinn á opna ástralska meistaramótinu á 65 höggum. Hann er sex höggum á eftir efsta manni, Adam Bland. Golf 12.11.2010 11:15 Birgir Leifur endaði í fjórða sæti á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í fjórða sæti á á Condado Open mótinu sem fram fer á Hi5 mótaröðinni á Spáni og lauk í dag. Birgir Leifur var í fimmta sæti fyrir lokadaginn og hækkaði sig því um eitt sæti í dag. Golf 11.11.2010 15:33 Tiger enn í basli með púttin Tiger Woods lék fyrsta hringinn á opna ástralska meistaramótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Golf 11.11.2010 15:30 Birgir Leifur í fimmta sæti eftir tvo hringi Birgir Leifur Hafþórsson hefur byrjað mjög vel á Condado Open-mótinu sem er liður í spænsku Hi5-mótaröðinni. Birgir Leifur er í fimmta sæti eftir tvo daga en hann hefur spilað fyrstu 36 holurnar á þremur höggum undir pari. Golf 10.11.2010 11:50 Molinari hafði betur gegn besta kylfingi heims í Kína Ítalinn Francesco Molinari sigraði á HSBC Champions golfmótinu sem lauk í morgun í Sanghæ, Kína. Molinari lék samtals á 19 höggum undir pari og lék einu höggi betur en besti kylfingur heims, Englendingurinn Lee Westwood, sem varð annar. Þeir tveir voru í algjörum sérflokki í mótinu. Golf 7.11.2010 14:30 Tiger byrjaði ágætlega í Kína Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem lék með Ryderliði Evrópu á Celtic Manor í haust, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á HSBC meistaramótinu í golfi í Kína. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék ágætlega og er hann á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Golf 4.11.2010 09:00 Tiger í efsta sæti í tæplega 12 ár Tiger Woods segir að það hafi alls ekki komið sér á óvart að enski kylfingurinn Lee Westwood velti honum úr efsta sæti heimslistans í gær. Woods hafði verið í efsta sæti heimslistans 281 viku samfellt og samtals í rétt um 12 ár. Golf 2.11.2010 14:45 Westwood kominn á topp heimslistans í golfi Það urðu kaflaskil í golfheiminum í dag þegar Englendingurinn Lee westwood hrifsaði toppsæti heimslistans af Tiger Woods. Tiger hafði setið á toppi listans samfleytt í 281 viku. Golf 1.11.2010 21:15 Íslenska golflandsliðið í 19. sæti á HM í Argentínu Íslenska karlalandsliðið i golfi endaði í 19. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem lauk í Argentínu í kvöld. Íslenska liðið lék alls á 447 höggum eða 24 höggum meira en heimsmeistarar Frakka. Golf 31.10.2010 22:45 « ‹ 146 147 148 149 150 151 152 153 154 … 178 ›
Tiger Woods er með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi og er hann með fjögurra högga forskot á Graeme McDowell frá Norður-Írlandi fyrir lokadaginn. Golf 5.12.2010 10:29
Birgir Leifur í neðsta sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í vondum málum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann er á 7 höggum yfir pari eftir 15 holur en þá varð að hætta keppni vegna frosts í jörðu. Birgir Leifur er í neðsta sæti af þeim keppendum sem komust af stað í dag. Golf 4.12.2010 18:18
Tiger með fínt forskot Tiger Woods er að spila hágæðagolf á Chevron-mótinu í Kaliforníu og hefur nú fjögurra högga forskot eftir tvo hringi. Tiger lék á 66 höggum í gær. Golf 4.12.2010 14:45
Tiger Woods heldur sínu striki og er líklegur til afreka Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum og er hann með fjögurra högga forskot þegar keppni er hálfnuð. Chevron meistaramótið er óhefðbundið golfmót fyrir atvinnumenn þar sem að aðeins 18 kylfingar taka þátt og gestgjafinn er sjálfur Tiger Woods. Golf 4.12.2010 01:37
Tiger Woods lék sitt besta golf og á enn möguleika á að sigra á þessu ári Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Golf 3.12.2010 11:22
Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples fyrirliða úrvalsliðsins sem stýrir bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í nóvember á næsta ári gegn Alþjóðlega úrvalsliðinu. Golf 3.12.2010 08:00
Tiger svaraði spurningum aðdáenda á Twitter Tiger Woods hefur unnið yfirvinnu síðustu mánuði til þess að laga ímynd sína og hann er hvergi nærri hættur. Kappinn er nú mættur á Twitter-samskiptasíðuna þar sem hann virðist ætla að vera öflugur. Golf 2.12.2010 11:15
Veðurguðirnir í Wales hafa enn áhrif á Ryderkeppnina í golfi Fjögurra daga Ryderkeppni í golfi verður á meðal þeirra hugmynda sem ræddar verða á stjórnarfundi PGA – og Evrópumótaraðarinnar í byrjun næsta árs. Golf 1.12.2010 14:17
Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október. Golf 1.12.2010 13:45
Birgir Leifur komst áfram og keppir um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi og mun hann taka þátt á lokaúrtökumótinu sem hefst þann 4. desember þar sem 160 kylfingar keppa um 30 laus sæti á næst stærstu atvinnumótaröð heims. Birgir endaði í 2.-3. sæti á mótinu á Arcos Garden. Golf 30.11.2010 12:06
Birgir lék vel áður en keppni frestað vegna veðurs í lokaumferðinni Keppni var frestað í morgun á Spáni á lokakeppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins í golfi fyrir Evrópumótaröðina vegna úrkomu og hvassviðris. Birgir Leifur Hafþórsson hafði leikið 8 holur í morgun þegar keppni var frestað og var hann einu höggi undir pari í dag og samtals á -3. Golf 29.11.2010 11:59
Karlsson sigraði Poulter í spennandi bráðabana – Kaymer efstur á peningalistanum Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum. Golf 28.11.2010 17:30
Birgir Leifur í 7.-8. sæti - enn í fínum málum Birgir Leifur Hafþórsson er enn í góðum málum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golf sem fer fram á Spáni. Golf 28.11.2010 16:16
Birgir Leifur er í 9.-12. sæti þegar keppni er hálfnuð á úrtökumótinu á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG bætti stöðu sína á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi með því að leika á 74 höggum í dag. Golf 27.11.2010 18:01
Fisher og Poulter eru efstir og jafnir þegar keppni er hálfnuð í Dubai Ensku kylfingarnir Ross Fisher og Ian Poulter eru efstir og jafnir þegar keppni er hálfnuð á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem fram fer í Dubai. Fisher lék á 8 höggum undir pari í dag og er samtals á 9 höggum undir pari, en Poulter lék á 66 höggum. Golf 26.11.2010 15:31
Birgir Leifur er ánægður með fyrsta hringinn á úrtökumótinu á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. Golf 26.11.2010 15:14
Martin Kaymer gæti unnið sér inn 310 milljónir kr. með sigri í Dubai Martin Kaymer gerði sig líklegan til þess að ná efsta sæti heimslistans í golfi með því að leika á 67 höggum í dag á fyrsta keppnisdegi Dubai heimsmótsins. Sigurvegari mótsins fær um 140 milljónir kr. í sinn hlut og sá sem verður í efsta sæti peningalistans fær um 170 milljónir kr. fyrir þann árangur. Ef sami aðilinn sigrar og endar í efsta sæti peningalistans fær hann samtals um 310 milljónir kr. Golf 25.11.2010 20:26
Mourinho tekur þátt í hörkubaráttu gegn Madrid Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Golf 19.11.2010 06:00
Tiger leggur línurnar í viðtali við ESPN Tiger Woods vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að laga ímynd sína. Það er bráðum liðið ár frá því að hann lenti í enn óútskýrðri uppákomu með fyrrum eiginkonu sinni, Elin, sem endaði með því að rúða í bíl hans var brotin með golfkylfu og hann keyrði á tré. Golf 18.11.2010 17:45
Ginola stefnir á atvinnumennsku í golfi „Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni. Golf 16.11.2010 14:45
Tiger búinn að missa af lestinni í Ástralíu Það er orðið endanlega ljóst að Tiger Woods nær ekki að verja titil sinn á ástralska meistaramótinu í golfi. Tiger fór þriðja hringinn á 71 höggi og er 10 höggum á eftir efsta manni, Adam Bland, fyrir lokadaginn. Golf 13.11.2010 13:00
Garcia heitur en Tiger kaldur Sergio Garcia spilaði sinn besta golfhring á árinu er hann lék annan hringinn á opna ástralska meistaramótinu á 65 höggum. Hann er sex höggum á eftir efsta manni, Adam Bland. Golf 12.11.2010 11:15
Birgir Leifur endaði í fjórða sæti á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í fjórða sæti á á Condado Open mótinu sem fram fer á Hi5 mótaröðinni á Spáni og lauk í dag. Birgir Leifur var í fimmta sæti fyrir lokadaginn og hækkaði sig því um eitt sæti í dag. Golf 11.11.2010 15:33
Tiger enn í basli með púttin Tiger Woods lék fyrsta hringinn á opna ástralska meistaramótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Golf 11.11.2010 15:30
Birgir Leifur í fimmta sæti eftir tvo hringi Birgir Leifur Hafþórsson hefur byrjað mjög vel á Condado Open-mótinu sem er liður í spænsku Hi5-mótaröðinni. Birgir Leifur er í fimmta sæti eftir tvo daga en hann hefur spilað fyrstu 36 holurnar á þremur höggum undir pari. Golf 10.11.2010 11:50
Molinari hafði betur gegn besta kylfingi heims í Kína Ítalinn Francesco Molinari sigraði á HSBC Champions golfmótinu sem lauk í morgun í Sanghæ, Kína. Molinari lék samtals á 19 höggum undir pari og lék einu höggi betur en besti kylfingur heims, Englendingurinn Lee Westwood, sem varð annar. Þeir tveir voru í algjörum sérflokki í mótinu. Golf 7.11.2010 14:30
Tiger byrjaði ágætlega í Kína Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem lék með Ryderliði Evrópu á Celtic Manor í haust, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á HSBC meistaramótinu í golfi í Kína. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék ágætlega og er hann á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Golf 4.11.2010 09:00
Tiger í efsta sæti í tæplega 12 ár Tiger Woods segir að það hafi alls ekki komið sér á óvart að enski kylfingurinn Lee Westwood velti honum úr efsta sæti heimslistans í gær. Woods hafði verið í efsta sæti heimslistans 281 viku samfellt og samtals í rétt um 12 ár. Golf 2.11.2010 14:45
Westwood kominn á topp heimslistans í golfi Það urðu kaflaskil í golfheiminum í dag þegar Englendingurinn Lee westwood hrifsaði toppsæti heimslistans af Tiger Woods. Tiger hafði setið á toppi listans samfleytt í 281 viku. Golf 1.11.2010 21:15
Íslenska golflandsliðið í 19. sæti á HM í Argentínu Íslenska karlalandsliðið i golfi endaði í 19. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem lauk í Argentínu í kvöld. Íslenska liðið lék alls á 447 höggum eða 24 höggum meira en heimsmeistarar Frakka. Golf 31.10.2010 22:45