Golf Slæmur endasprettur hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari. Golf 23.7.2006 16:52 Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. Golf 22.7.2006 17:42 Faldo Series til Íslands Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur. Golf 22.7.2006 14:07 Birgir Leifur frábær í dag Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna. Golf 22.7.2006 13:49 Woods í stuði Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco. Golf 21.7.2006 14:29 McDowell í forystu Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir. Golf 20.7.2006 22:01 « ‹ 175 176 177 178 ›
Slæmur endasprettur hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari. Golf 23.7.2006 16:52
Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. Golf 22.7.2006 17:42
Faldo Series til Íslands Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur. Golf 22.7.2006 14:07
Birgir Leifur frábær í dag Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna. Golf 22.7.2006 13:49
Woods í stuði Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco. Golf 21.7.2006 14:29
McDowell í forystu Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir. Golf 20.7.2006 22:01