Handbolti

„Þetta var mjög döpur frammistaða“

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tólf marka tap á móti Stjörnunni í síðasta leik Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Haukar lentu undir strax í byrjun leiks og áttu erfitt með að koma sér almennilega inn í leikinn. Lokatölur 32-20. 

Handbolti

„Ég spilaði fínan leik“

Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á sterku liði Austurríkis í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Lokatölur 30-34.

Handbolti

„Hefði viljað fá fleiri mörk“

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum.

Handbolti

„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“

Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan.

Handbolti

Haukur og Daníel utan hóps í dag

Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag.

Handbolti

Jóhannes Berg í FH

Jóhannes Berg Andrason hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Jóhannes, sem er 19 ára, skiptir yfir til FH úr uppeldisfélagi sínu Víkingi Reykjavík. Jóhannes ætti þó ekki að vera ókunnugur í Hafnarfirði þar sem faðir hans, Andri Berg Haraldsson, lék um árabil með FH.

Handbolti