Handbolti

Haukar sigruðu Ragnarsmótið á Selfossi

Leikið var til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi í dag, en spilað var um fyrsta, þriðja og fimmta sætið. Ríkjandi deildarmeistarar Hauka höfðu betur gegn Fram í úrslitaliknum, 27-20.

Handbolti

Kórdrengir vilja beint í B-deildina

Kórdrengir hafa sett á fót handboltalið sem mun taka þátt í deildarkeppni HSÍ í vetur. Þeir hafa fengið inn í 2. deild karla en hafa sóst eftir því við handknattleikssambandið að fara beint upp í næst efstu deild, Grill66-deild karla.

Handbolti

Formaður Þórs: Alusevski kostar ekki meira en íslenskur þjálfari

Stevce Alusevski tók á dögunum við karlaliði Þórs frá Akureyri í handbolta. Alusevski þjálfaði seinast norður-makedónska stórliðið Vardar, og því voru margir hissa þegar ráðningin var tilkynnt. Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, tók spjallið við blaðamann Vísis, og fór þá meðal annars yfir ferlið sem fór í að ráða þennan áhugverða þjálfara.

Handbolti

Tveggja marka tap gegn Svíum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum fæddum árið 2002 og fyrr mætti Svíum í fyrsta leik milliriðils á Evrópumóti U-19 landsliða. Lokatölur 29-27, Svíum í vil, og íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum.

Handbolti

Valin best á Ólympíu­leikunum en hefur lagt skóna á hilluna

Anna Vyakhireva, ein skærasta stjarna rússneska landsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Það kemur á óvart þar sem Anna er aðeins 26 ára gömul og var valin besti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum þar sem Rússland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitum.

Handbolti

Frakkland Ólympíumeistari í fyrsta sinn

Kvennalandslið Frakklands í handbolta varð í nótt Ólympíumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Rússlandi í úrslitum í Tókýó í Japan. Frakkland vann tvöfalt í handboltanum á leikunum.

Handbolti

Víkingar styrkja sig þrefalt

Víkingur R. hefur fengið þrefaldan lisðsstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild karla. Markvörðurinn Jovan Kukobat kemur frá Þór, Benedikt Elvar Skarphéðinsson kemur frá FH, og Jón Hjálmarsson snýr aftur í Víkina frá Vængjum Júpíters.

Handbolti