Fréttamynd

Grænar fjár­festingar eins stærsta líf­eyris­sjóðsins undir tveimur milljörðum í fyrra

Stærstu lífeyrissjóðum landsins, sem skrifuðu allir undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegum samtökum seint á árinu 2021 um að auka verulega við umhverfissjálfbærar fjárfestingar sínar út þennan áratug, hefur gengið heldur hægt að bæta við nýfjárfestingar sjóðanna í slíkum verkefnum. Lífeyrissjóðurinn Birta, sem ætlar að þrefalda vægi grænna fjárfestinga í eignasafninu fyrir árslok 2030, fjárfesti fyrir minna en tvo milljarða í fyrra í verðbréfum sem uppfylla skilyrði samkomulagsins.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Til­nefningar­nefndir ættu að eiga í opnara sam­tali við stærstu hlut­hafa fé­laga

Lífeyrissjóðurinn Gildi, stór fjárfestir í mörgum félögum í Kauphöllinni, kallar eftir því að tilnefningarnarnefndir eigi í „opnara samtali“ við hluthafa sína, einkum þá stærstu þannig að þeir öðlist betri innsýn í vinnu nefndanna þegar verið er að leggja til samsetningu stjórnar. Þá segist Gildi ætla að beita sér fyrir því að skráð félög horfi til fjölbreyttari flóru en aðeins kauprétta þegar verið er að koma á langtímahvatakerfum fyrir stjórnendur skráðra félaga.

Innherji
Fréttamynd

Tekjurnar af Stelara féllu um þriðjung með inn­komu líftækni­lyfja í Evrópu

Framleiðandi frumlyfsins Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sá sölutekjur sínar skreppa saman um tugi prósenta utan Bandaríkjanna í lok ársins 2024 þegar keppinautar á borð við Alvotech komu inn á markaðinn í Evrópu með líftæknilyfjahliðstæður. Eftir mestu er hins vegar að slægjast á Bandaríkjamarkaði sem opnaðist í byrjun ársins fyrir hliðstæður við Stelara en hversu stóran bita þeim tekst að fá af kökunni mun meðal annars ráðast af verðstefnu Johnson & Johnson þegar nýir leikendur mæta á sviðið.

Innherji
Fréttamynd

Spá meiri arð­semi Arion en minni vaxta­tekjur taki niður af­komu Ís­lands­banka

Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum.

Innherji
Fréttamynd

Út­lit fyrir ó­breyttan verðbólgu­takt í að­draganda næstu vaxtaákvörðunar

Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði.

Innherji
Fréttamynd

Raun­vextir Seðla­bankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun

Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021.

Innherji
Fréttamynd

Lækkun verðbólgu­væntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðla­bankanum

Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lenskir fjár­festar koma að fjár­mögnun á skráðu norsku líftækni­fyrir­tæki

Hópur íslenskra einkafjárfesta kemur að fjármögnun á Arctic Bioscience, skráð á hlutabréfamarkað í Noregi, með kaupum á breytanlegum skuldabréfum en líftæknifyrirtækið hefur sótt sér jafnvirði samtals hundruð milljóna íslenskra króna frá núverandi hluthöfum og nýjum fjárfestum. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað skarpt á markaði eftir að fjármögnunin var tryggð.

Innherji
Fréttamynd

Sam­kaup verð­metið á yfir níu milljarða í hluta­fjáraukningu verslunar­keðjunnar

Samkaup freistar þess núna að sækja sér aukið fjármagn frá núverandi hluthöfum en miðað við áskriftargengið í yfirstandandi hlutafjáraukningu, sem á að klárast í vikunni, er hlutafjárvirði verslunarsamsteypunnar talið vera ríflega níu milljarðar króna. Félagið skilaði talsverðu tapi á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi rekstraraðstæðum en mikil samlegðaráhrif eru áætluð með boðuðum samruna Samkaupa og Heimkaupa.

Innherji
Fréttamynd

Fékk yfir þrjú hundruð milljóna bónus þegar sam­runi JBT og Marel kláraðist

Árni Sigurðsson, sem er núna tekinn við sem aðstoðarforstjóri JBT-Marel, fékk í sinn hlut sérstaka bónusgreiðslu upp á samanlagt meira en þrjú hundruð milljónir króna þegar risasamruni félaganna formlega kláraðist í byrjun þessa árs. Til viðbótar fær Árni einnig umtalsverðan árangurstengdan kaupauka vegna ársins 2024 og samkvæmt nýjum ráðningarsamningi innihalda launakjör hans hjá sameinuðu fyrirtæki margvíslegar hvatatengdar greiðslur, meðal annars umfangsmikla kauprétti og annars konar bónusgreiðslur.

Innherji
Fréttamynd

Bið­staða á gjald­eyris­markaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hlut­hafa Marel

Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Ocu­lis í hæstu hæðum en er­lendir grein­endur telja það eiga mikið inni

Fjárfestar og greinendur hafa brugðist afar vel við jákvæðum niðurstöðum rannsóknar á mögulega byltingarkenndu lyfi Oculis við sjóntaugabólgu og hlutabréfaverð líftæknifyrirtækisins er núna í hæstu hæðum, meðal annars eftir hækkun á verðmatsgengi hjá sumum fjármálafyrirtækjum. Mikil velta var í dag með bréf Oculis í Kauphöllinni, sem er orðið verðmætara að markaðsvirði en Hagar, og er gengi bréfa félagsins upp um meira en fimmtíu prósent á örfáum mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Á­formar að auka vægi inn­lendra hluta­bréfa ó­líkt öðrum stærri líf­eyri­sjóðum

Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf.

Innherji
Fréttamynd

Brunnur skilar sex milljörðum til hlut­hafa með af­hendingu á bréfum í Oculis

Brunnur vaxtarsjóður, fyrsti kjölfestufjárfestirinn í Oculis, hefur skilað rúmlega sex milljörðum króna til hluthafa sinna með afhendingu á allri hlutafjáreign sjóðsins í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Oculis var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra og annar stofnenda Brunns, sem sat í stjórn félagsins um árabil, segir það alltaf hafa verið álit sitt að Oculis verði að lokum yfirtekið af einum af stóru alþjóðlegu lyfjarisunum þegar það fær markaðsleyfi fyrir sitt fyrsta lyf, líklega snemma árs 2026.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lands­banki um­breytir láni til Havila í hluta­fé og verði einn stærsti hlut­hafinn

Íslandsbanki hefur umbreytt lánum sem voru veitt til Havila Shipping í hlutafé og verður bankinn í kjölfarið einn stærsti hluthafi norska fyrirtækisins með um sjö prósenta eignarhlut. Hlutabréfaverð skipafélagsins féll um liðlega sjötíu prósent í fyrra samhliða versnandi afkomu en íslenskir bankar – Íslandsbanki og Arion – töpuðu milljörðum króna á lánveitingum sínum til Havila fyrir um einum áratug.

Innherji
Fréttamynd

Út­gáfuáætlun ríkis­bréfa upp á um 180 milljarða í hærri kantinum

Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á árinu 2025 verði um 180 milljarðar króna, nokkuð meira en í fyrra, en til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs kemur jafnframt til greina að ganga á innstæður í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabankanum. Umfang nýbirtrar útgáfuáætlunar Lánamála er heldur í hærri kantinum miðað við væntingar fjárfesta og markaðsaðila og hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hækkað á markaði í dag.

Innherji
Fréttamynd

Um­svifin verið mikil hjá Verkís og helstu á­skoranir snúið að mönnun

Þótt útlit sé fyrir að umsvifin hjá Verkís verði eitthvað minni á nýju ári miðað við fyrri ár þá verður nóg að gera, að mati framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar, en helstu áskoranir fyrirtækisins að undanförnu hafa snúið að mönnun. Hann segir að í starfsemi Verkís verði félagið áþreifanlega vart við þörf á uppbyggingu og viðhaldi innviða og samgöngumannvirkja.

Innherji
Fréttamynd

Árið ein­kenndist meðal annars af hag­ræðingu og erfiðum breytingum

Árið sem er að líða var ár naflaskoðunar og mikilla sviptinga hjá Hvíta húsinu, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en auglýsingabransinn hefur verið að finna nýrri tækni stað í sköpunar- og framleiðsluferlinu. Mikil verðbólga og háir vextir hafa haft talsverð áhrif á rekstur auglýsingastofa.

Innherji
Fréttamynd

For­stjóri Kaup­hallarinnar sér fram á mögu­lega fimm ný­skráningar á næsta ári

Útlit er fyrir að á næstunni verði framhald á þeirri skráningarbylgju sem hófst árið 2021, meðal annars vegna væntinga um lækkandi vaxtastig sem ætti að skila sér í bættum markaðsaðstæðum, og forstjóri Kauphallarinnar segist því gera ráð fyrir að þrjú til fimm félög muni ráðast í nýskráningar á nýju ári. Hann brýnir stjórnvöld til þess að skoða hvata til fjárfestinga við það sem best gerist í okkar nágrannaríkjum eigi að takast að tryggja áframhaldandi uppbyggingu hlutabréfamarkaðarins.

Innherji
Fréttamynd

Veru­lega dregur úr stöðutöku fjár­festa með krónunni eftir mikla gengis­styrkingu

Framvirk staða fjárfesta og fyrirtækja með krónunni hefur ekki verið minni frá því undir lok faraldursins eftir að hafa dregist verulega saman á allra síðustu mánuðum samhliða skarpri gengisstyrkingu, meðal annars vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum verðbréfum. Lífeyrissjóðirnir fóru á sama tíma að auka á ný við fjárfestingar sínar erlendis en útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna á yfirstandandi ári verði sambærileg að umfangi og í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Að bjarga sökkvandi skipi

Heimildin hefur lagt í björgunarleiðangur til að bjarga sökkvandi skipi Mannlífs undir stjórn Reynis Traustasonar. Leiðangurinn hefur þó ekki verið dramalaus og augljóst að mikil átök hafa verið innan hluthafahóps Heimildarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Sam­kaup ætlar að auka hluta­fé sitt um einn milljarð eftir mikið tap á árinu

Hluthafar Samkaupa, sem hefur núna boðað sameiningu við Heimkaup, hafa samþykkt að ráðast í hlutafjáraukningu upp á samtals liðlega einn milljarð króna eftir erfitt rekstrarár en útlit er fyrir að heildartap matvörukeðjunnar muni nema mörg hundruð milljónum. Þá hefur fjárfestingafélagið SKEL fengið Guðjón Kjartansson, sem starfaði um árabil meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, sem fulltrúa sinn í stjórn Samkaupa.

Innherji