
Innherji
Útflutningsfélögin verma botnsætin eftir mikla raungengisstyrkingu krónunnar
Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.
Fréttir í tímaröð
Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána
Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið.
Kaupin góð viðbót við fjártækniarm Símans og leiðir til hærra verðmats
Kaup Símans á öllu hlutafé Greiðslumiðlunar Íslands, sem á Motus og Pei, ættu að vera „góð viðbót við fjártækniarm“ félagsins, að mati greinanda, en hlutabréfaverðið hefur hækkað nokkuð á markaði í dag.
Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða
Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins.
„Meiri líkur en minni“ að skráning Stoða frestist fram á næsta ár
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur að undanförnu unnið að undirbúningi að hlutafjárútboði og skráningu í Kauphöllina, mun ósennilega láta verða af skráningunni fyrir áramót heldur er núna talið að hún muni færast yfir á fyrri hluta ársins 2026. Á kynningarfundi með fjárfestum var meðal annars bent á að stærstu óskráðu eignir Stoða væru varfærnislega metnar í bókunum miðað við verðmatsgreiningu á mögulegu virði félaganna.
Svanhildur Nanna selur allan hlut sinn í Kviku banka
Fjárfestingafélag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur hefur selt allan eftirstandandi eignarhlut sinn í Kviku banka fyrir nálægt einn milljarð króna.
Ætlar að vera „nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu“ eftir tvær risasölur
Fjárfestingafélag Róberts Wessman fær að óbreyttu í sinn hlut samtals nálægt einn milljarð Bandaríkjadala í reiðufé við sölu á lyfjafyrirtækjunum Adalvo og Alvogen US sem verður að stórum hluta nýtt til að gera upp skuldir Aztiq. „Við erum að breyta aðeins um stefnu þegar kemur að fjármögnun félagsins. Við ætlum að vera nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu. Það verður staðan eftir þessi viðskipti,“ segir Róbert, sem fullyrðir að Aztiq samsteypan sé „öflugasta fjárfestingafélag landsins“ þegar kemur að umfangi eigna.
Hvetja aðildarríki til að bjóða sparnaðarleiðir með skattalegum hvötum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkjanna að innleiða svonefnda sparnaðar- og fjárfestingarreikninga, sem hefur meðal annars verið gert í Svíþjóð með góðum árangri, sem myndu njóta skattalegs hagræðis í því skyni að ýta undir fjárfestingu og hagvöxt í álfunni. Hér á landi er þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði með minna móti og engir skattalegir hvatar til að ýta undir kaup í skráðum félögum.
„Mikill ábyrgðarhluti“ ef Alþingi gætir þess ekki að stöðugleikareglan sé virt
Fjármála- og efnahagsráðherra brýnir Alþingi fyrir mikilvægi þess fara eftir hinni nýju stöðugleikareglu, sem setur ófjármögnuðum raunvexti útgjalda skorður, núna þegar fjárlagafrumvarpið er til meðferðar fjárlaganefndar. Það væri „mikill ábyrgðarhluti“ ef reglan yrði virt að vettugi og gæti haft efnahagslegar afleiðingar.
Launakostnaður lækkað um nærri milljarð að raunvirði frá sameiningu við FME
Eftir að sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gekk í gegnum í ársbyrjun 2020 er búið að hagræða nokkuð í rekstri stofnunarinnar, að sögn seðlabankastjóra, en launakostnaður hefur frá þeim tíma lækkað um tæplega einn milljarð að raunvirði.
Mæla með „yfirvigt“ í bréfum Alvotech og segja áhættuna hafa minnkað mikið
Stöðug framför í rannsóknum, markaðssetningu og samstarf við alþjóðleg söluaðila hefur minnkað mjög áhættu í rekstrinum og aukið trú á viðskiptalíkani Alvotech, að mati greinenda Morgan Stanley. Fjárfestingabankinn hefur uppfært mat sitt og mælir með því að fjárfestar bæti við sig bréfum í félaginu.
Settu upp vinnuhóp til að skoða einföldun við framkvæmd fjármálaeftirlits
Einföldun og meiri skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits er nú ofarlega á baugi, meðal annars í tengslum við umræðu um að efla samkeppnishæfni Evrópu, en innan Seðlabanka Íslands starfar nú vinnuhópur sem á að koma með tillögur til aðgerða í þeim efnum, að sögn varaseðlabankastjóra.
Stöðutaka með krónunni minnkaði um nærri fimmtung í sumar
Hrein framvirk gjaldeyrisstaða fyrirtækja og fjárfesta var með minnsta móti yfir sumarmánuðina, þegar hún skrapp talsvert saman, og hefur átt sinn þátt í að styðja við sterkt gengi krónunnar að undanförnu.
Seðlabankinn á að vera framsýnn og láta aðra sjá um „endurvinnsluna“
Peningastefnunefnd Seðlabankans opnaði fyrir það í vikunni að vextir gætu verið lækkaðir í nóvember, að mati hagfræðings, sem brýnir bankann að vera meira framsýnn og láta „aðra sjá um endurvinnsluna.“ Gangi spár eftir verður október þriðji mánuðurinn í röð þar sem hækkun vísitölu neysluverðs er hverfandi og undirstrikar að árstakturinn er „fortíðarverðbólga.“
Mesta fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum frá því í febrúar
Erlendir fjárfestar voru nokkuð umfangsmiklir í kaupum á ríkisskuldabréfum í liðnum mánuði þegar þeir bættu við sig fyrir meira en sex milljarða. Innstreymi erlends fjármagns í íslensk ríkisverðbréf hefur hins vegar dregist mjög saman á árinu.
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu
Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni.
Hlutfall krafna í vanskilum töluvert lægra en fyrir heimsfaraldur
Það sem af er árinu hafa vanskil bæði einstaklinga og fyrirtækja lækkað talsvert og hafa núna aldrei mælst lægri, samkvæmt gögnum frá Motus, en eftir miklar sveiflur síðustu misseri virðist vera komið á jafnvægi sem er nokkuð lægra en fyrir heimsfaraldur.
Blæs byrlega fyrir Nova og meta félagið um þriðjungi hærra en markaðurinn
Greinendur hafa hækkað lítillega verðmat sitt á Nova, meðal annars vegna útlits fyrir betri afkomu í ár, og telja að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt á markaði.
Ekki „stórar áhyggjur“ af verðbólgunni þótt krónan kunni að gefa aðeins eftir
Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu.
Mildari tónn frá peningastefnunefnd þótt vöxtum sé enn haldið óbreyttum
Meginvextir Seðlabankans haldast óbreyttir annan fundinn í röð, sem var í samræmi við væntingar allra greinenda, en peningastefnunefndin sér núna ástæðu til að undirstrika að viðsnúningur sé að verða í þróun efnahagsumsvifa og spennan að minnka.
„Hagstæð verðlagning“ á Alvotech núna þegar fleiri hliðstæður koma á markað
Eftir að hafa lækkað um liðlega þriðjung frá áramótum þá er núverandi verðlagning hlutabréfa Alvotech „hagstæð“ fyrir fjárfesta, að mati greinenda svissneska bankans UBS, sem benda á að félagið sé að koma með nýjar hliðstæðum á markað og eigi í vændum umtalsverðar áfangagreiðslur.
Búast við fjórðungi meiri gullframleiðslu á árinu og hækka verðmatið á Amaroq
Núna þegar Amaroq hefur þegar náð markmiðum sínum um gullframleiðslu á öllu árinu 2025 hafa sumir erlendir greinendur uppfært framleiðsluspár talsvert og um leið hækkað verðmatsgengi sitt á auðlindafyrirtækinu yfir 200 krónur á hlut. Hlutabréfaverð Amaroq hefur rokið upp á síðustu dögum samtímis góðum gangi í rekstrinum og verðhækkunum á gulli á heimsmarkaði.
Ávinningur hluthafa af samruna geti „varlega“ áætlað numið um 15 milljörðum
Samruni Íslandsbanka og Skaga ætti að geta skilað sér í árlegri heildarsamlegð upp á um tvo milljarða, samkvæmt útreikningum hlutabréfagreinenda, en þar munar langsamlega mestu um verulegt kostnaðarhagræði en á móti verður nokkur „neikvæð samlegð“ í þóknanatekjum. Þá telur annar sérfræðingur á markaði að varlega áætlað muni þetta þýða að ávinningurinn fyrir hluthafa geta numið samtals um 15 milljörðum.
Gengi bréfa Oculis rýkur upp eftir að greinendur hækka verðmat sitt á félaginu
Eftir jákvæða endurgjöf frá FDA við einu af þróunarlyfi sínu við bráðri sjóntugabólgu, sem skapar forsendur til að hefja skráningarrannsóknir, hafa bandarískir greinendur hækkað verðmat sitt á Oculis en árlegar tekjur af lyfinu eru sagðar geta numið þremur milljörðum dala. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengi bréfa félagsins hækkað skarpt.

















