Körfubolti

Kareem Abdul-Jabbar bað LeBron James afsökunar

Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en LeBron James nálgast og er líklegur til að bæta metið á næstu árum. Fyrir vikið vakti það mikla athygli þegar Abdul-Jabbar gagnrýndi James opinberlega á dögunum.

Körfubolti

Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn

Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld.

Körfubolti

Dani­elle Rodrigu­ez semur við Grinda­vík

Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Danielle þarf vart að kynna en hún lék með Stjörnunni og KR hér á landi frá 2016 til 2020.

Körfubolti

Útlitið mjög svart hjá Lakers mönnum eftir enn eitt tapið

Los Angeles Lakers er í enn verri málum í NBA-deildinni í körfubolta eftir úrslitin í nótt. Tap hjá Lakers-liðinu og sigur hjá San Antonio Spurs þýðir að gömlu stjörnurnar í Lakers þurfa nú á kraftaverki að halda í síðustu fjórum leikjunum ætli liðið að komast í umspilið fyrir úrslitakeppnina.

Körfubolti

Coach K tapaði sínum síðasta leik

Undanúrslit í háskóla körfuboltanum í Bandaríkjunum, NCAA, fóru fram í New Orleans í nótt. Allra augu beindust að nágranaslaginum, viðureign North Carolina Tar Heels og Duke Blue Devils. North Carolina Tar Heels vann leikinn 81-77 í síðasta leik þjálfara Duke, Mike Krzyzewski.

Körfubolti

Enn eitt tap Tryggva og félaga

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola enn eitt tapið í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Liðið tók á móti Joventut Badalona, en lokatölur urðu 77-63, gestunum í vil.

Körfubolti